3.10.02

Hvað ætlaðir maður að verða þegar maður yrði stór...
...skrýtið hvernig allt getur breyst...þegar ég var lítil var ég staðráðin í því að verða rithöfundur...svo breyttist það aðeins og leiklistin heillaði og gerir jú að vissu leyti enn....svo var ég rétt í þessu að borga inná háskólavist á Spáni þar sem ég ætla að læra spænsku og þegar ég stóð í röðinni í bankanum var ég meira að segja að spá hvort væri ekki gaman að vera flugfreyja...núna er ég komin á það að verða þetta allt...læra spænsku og flugfreyjast....leika í mynd eftir Almodovar og skrifa svo fullt af bókum á eftirlaunum...hljómar vissulega vel en mun manni takast þetta allt...ég stefni allavega ótrauð að því....og vonandi gengur manni vel...
Stay black

Engin ummæli: