15.7.02

Ævintýri helgarinnar...
Já..þetta var róleg og góð helgi eins og hún átti að vera...á föstudag leigði ég mér spólu sem ég sofnaði yfir tvisvar...sem er nú bara þetta venjulega og bjóst ég alveg við því en ákvað að hafa hana fram á sunnudag því þekki ég stelpuna í vídjóleiguna úr FB og grunar að hún geti kannski fiffað þetta eitthvað fyrir mig...
Á laugardag var ég að vinna og stimplaði mig út kl. 18.20 og átti að mæta í brúðkaupsveislu sem byrjaði kl. 18 þannig að ég dreif mig heim í sturtu...blés á mér hárið og skipti um föt og var komin í veisluna kl. 18.45...þetta hlýtur að vera eitthvað met...því let´s face it...ég er stelpa for crying out loud! Veislan var fín og var brúðurin, nafna mín hún Lilja, fallegasta kona sem ég hef séð in real life....maturinn var frábær og bara gaman í alla staði...eftir veisluna fór ég með Hólmfríði sem er að vinna með mér á Hús málarans í afmæli hjá Gunnari Sigvalda úr FB og Þór sem var með mér á leikskóla...ég var bara edrú á bíl og fílaði mig ekkert alltof vel í þessu afmæli því í fyrsta lagi kom ég óboðin og í öðru lagi þekkti ég ekki marga...þannig að ég fór snemma heim um 1-leytið...kom við í 10-11 lágmúla og keypti mér ís og nammi til að borða yfir spólunni sem ég leigði kvöldið áður...en sofnaði aftur...
Á sunnudaginn fór ég í skokktúr sem átti upprunalega að vera svona klukkutíma en úr varð 3 og hálfs tíma túr en ég skokkaði frá mér (Yrsufelli) til stíflubrúarinnar...þar ákvað ég að rölta yfir í Grafarvoginn...rölti niður hjá Veggsport og áleiðis út á Geldinganes...framhjá golfvellinum hjá Korpúlfsstöðum...upphjá Esso...labbaði svo vegkantinn hjá Suðurlandsveginum heim og framhjá Rauðavatninu og endaði aftur í Elliðarárdalnum og rölti þar heim...hélt ég væri að deyja þarna í endann og í dag á ég í erfiðleikum með gang og að setjast niður er eins og smækkuð útgáfa af helvíti en þetta var helvíti gaman...hefði mátt vera betra veður...rok og rigning mestalla leiðina....en það var nú bara hressandi...svo kom ég heim og þá var mútta búnað senda pabba til að leita að mér...smá panic í gangi...síðan kíkti ég í sturtu og fór í heimsókn til Evu bestuvinkonu í sjoppuna og hún gaf mér fullt af nammi og lá leiðin heim að horfa á blessuðu myndina sem ég tók á föstudag (Jeepers Creepers) en þá voru litlu börnin landnámsmannsins heima þannig að ég beið þangað til þau voru farin en þá kom frændi nokkur í heimsókn þannig að ég náði að horfa loksins á myndina kl. 21...hún var góð framanaf en breyttist svo í algera þvælu...en frekar spennandi samt...og ógó lógó
En núna er maður að reyna að vinna og svona...
Vonbrigði helgarinnar: fólk sem maður treystir og hefur álit á bregst manni
Stay black

Engin ummæli: