6.4.04

...Og það var skrýtin pæling...

...sem greip mig hérna einn daginn í strætó á leiðinni heim úr minni yndislegu vinnu...

...ég áttaði mig allt í einu á því að mér finnst þægilegast að sitja með greipar spenntar og sit yfirleitt þannig...svo ekki sé nóg með það þá áttaði ég mig líka á því að mér finnst þægilegast að sofna á bakinu...líka með greipar spenntar...

...nú er ég alls ekki trúuð manneskja þó ég hafi aldrei gefið mig út fyrir að vera trúleysingi...trúi einfaldlega ekki á söguna á bak við Guð en auðvitað trúi ég á eitthvað æðra afl...ég trúi því líka að maður verði að trúa á eitthvað til að halda geðheilsunni...ef það er ekki Guð þá lífið, tilveran eða jafnvel kexpakkinn sem maður kaupir alltaf út í búð...bara eitthvað til að trúa því þegar eitthvað bjátar á að lífið gæti verið verra og að það muni batna og allt fari vel á endanum...líka til að trúa því þegar vel gengur að maður ráði við álag velgengninnar og nái að standa undir væntingum...

...það er bara einfaldlega of margar ástæður fyrir því að trúa á eitthvað og því er ég algjörlega á móti þeirri fullyrðingu fólks að halda því fram statt og stöðugt að það sé trúlaust...

...eeeen með spenntu greiparnar skil ég ekki...ætli "Guð" sé að senda mér skilaboð...kannski þessi blessaði "Guð" vilji að ég hætti að trúa á uppáhaldskexpakkann minn og færi mig kannski upp í post-its miða eða jafnvel eldavél...kannski "Guð" vilji að ég gangi í söfnuð...kannski "Guð" sé að reyna að sannfæra mig um að tilgangur minn í lífinu sé æðri en ég hélt...

...kannski er ég bara crazy in the brain...
Stay black - Salinto!
Stay black - Salinto!

5.4.04

...Og þá er maður víst kominn aftur...

...í siðmenninguna...bloggið...og vitleysuna sem daglegt amstur er...

...maður stakk bara af...í sumarbústað með familíunni um helgina...skildi allt eftir og pakkaði bara hlýjum fötum og símanum mínum...eyddi helginni í föndur, göngutúra, át og almennt afslappelsi...er ekki frá því að ég hafi tengst barninu í sjálfri mér aðeins betur yfir helgina þar sem með í föt voru 2 krakkar af bestu gerð...dunduðum við okkur við það að klífa fjöll, finna hella og klifra upp um tré...voða skemmtilegt...og ekkert blogg...what´s going on?!

...og hugsa sér að svallhundurinn ég sleppti meira að segja árshátíð FBL og DV fyrir þessi rólegheit...sleppti fyddleríi fyrir quality time með fjölskyldunni...og merkilegra er að þetta var þá 3. helgin í röð þar sem ekkert áfengi fór í litla, sæta kroppinn hennar Lilju...hvað er að gerast?

...eeeen það er Köben næstu helgi og þá verður maður bara í glasi frá því maður stígur inn í flugstöðina og þangað til maður stígur aftur á íslenska jörð...ójá ójá...
Stay black - Salinto!
...Og einn dag í síðustu viku...

...sá ég mann með jafn stórt enni og restin af andlitinu á honum...

...og 7 rauða bíla í röð á ljósum...

...þetta getur ekki verið tilviljun...
Stay black - Salinto!

31.3.04

...Og í gærkvöldi...

...var síðasti Dramasmiðju-tíminn...allavega í bili...

...ég bauð engum að horfa á afraksturinn þar sem ég var nú ekkert voðalega stolt af honum svona áður en tíminn byrjaði en meeen ó meeen...ég kom nú bara sjálfri mér á óvart...og þó ég segi sjálf frá þá brilleraði ég gjörsamlega þarna í 10 mínútna spunanum mínum á ensku...nota bene á ensku...salurinn skellihló allan tímann og ég náði alveg að halda coolinu...og adrenalín flæðið eftir tímann var náttúrulega magnað...og bara ein leið til að halda upp á þannig...hella í sig rauðvíni og bjór og skemmta sér vel...

...þannig að maður er aðeins timbraður í dag...
Stay black - Salinto!
...Og ég var að spá...

...þegar fegurðardrottning er spurð hvað henni finnst skemmtilegast að gera hvort hún myndi einhvern tímann svara eitthvað á þessa leið: „Mér finnst ógeðslega gaman að detta í það með vinum mínum, djamma fram á rauða nótt og vakna svo við hliðina á einhverjum sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir!" eða „Það sem mér finnst skemmtilegast að gera er að fá mér aðeins í nös og ríða inn á klósettinu á Vegamótum"...jú eða „Ég bókstaflega elska að borða ógeðslega mikið af óhollum mat og æla því svo öllu upp úr mér"

...það er sko fegurðardrottning sem ég myndi vilja sjá...
Stay black - Salinto!

30.3.04

...Og djöfull þoli ég ekki...

...svona tease þætti...eins og Sörvævör var í gær...djísus kræst...why bother?! Ég mótmælti nú bara þessum fíflaskap og horfði á Octopussy með James Bond...tja eða reyndi...virðist sem krónísk þreyta þjái mig þegar ég er á fyrri vakt í vinnunni þannig að ég get með engu móti haldið mér vakandi lengur en svona klukkutíma á kvöldin...ef svo mikið...þó ég leggi mig á daginn...er þetta eðlilegt?!

...annars er lokatíminn í Dramasmiðjunni í kvöld...og ég bara ekkert búin að undirbúa mig...já sveiattann gaman að vera svona kærulaus...þetta gerist þegar maður segur allan daginn...kannski ég breyta bara hlutverkinu mínu í fræga leikkonu sem getur með engu móti haldið sér vakandi...fílaða...
Stay black - Salinto!
...Og ég hef sérstakt yndi...

...af því að hlusta á og afgreiða fólk sem skrollar....sérstaklega ef það er að auglýsa eftir brunabílsstjórum, rabbabara, framsóknarflokkinum eða frumum...
Stay black - Salinto!

29.3.04

...Og sú hugmynd fæddist...

...út í reyk áðan að fermast aftur...svona eins og þegar fólk endurnýjar brúðkaupsheitin...bara endurnýja fermingarheitin...mjög hentugt þykir mér...mér vantar einmitt nýjar, góðar græjur, nokkra geisladiska og smá pening í aðra höndina...svo ekki sé minnst á sjálfa fermingarveisluna...mmm...allur góði maturinn...blómin...oooog athyglin...men ooo men...

...og bara til að stöðva sögusagnirnar...I´m just a social smoker...
Stay black - Salinto!
...Og það dró nú reyndar...

...lítið til tíðinda núna um helgina...

...get ekki sagt að ég hafi gert mikið...afrekaði nú samt að baka...bakaði svokallaða fótboltaköku...eða ætlaði mér það...hugmyndin lofaði góðu...og gekk ég galvösk til verks eins og mér einni er lagið...eeeeen allt kom fyrir ekki...útkoman varð nú ekkert sérstaklega falleg...hefði mátt halda að kökugerðameistarinn væri 5 ára en ekki á 22ru aldrusári...sveimérþá...svona lagað gerist þegar múttan hverfur úr húsinu...eeeen það er víst hugurinn sem skiptir máli og ég reyndi að gera sem best úr þessu með bragðgóðum boltum hér og þar og gómsætum, litríkum leikmönnum...svo náttúrulega til að vega upp á móti skelfingunni þá gerði ég aldeilis ómótstæðilegar rískökur a la Íris sem slóu rækilega í gegn...

...þannig að helgin var ekki alveg glötuð...gerði samt mest lítið nema sofa, borða og mæta í leiklistartíma...

...það er víst síðasti leiklistartíminn minn núna á þriðjudaginn...eins konar uppskeruhátíð og verður vín við hönd og má því búast við netthífaðri og þunnri Lilju í vinnunni á miðvikudaginn...maður reynir nú samt að stilla drykkjunni í hóf og láta ekki Bakkus alveg taka völdin...eeeeða bara detta ærlega í það og sofa hjá öllum í tímanum...snýst ekki leiklistin einmitt um það?! Ég bara spyr...
Stay black - Salinto!

26.3.04

...Ooooog...

...ég varð svo heppin í gær að ná að horfa á Ísland í dag...og ég sá sko ekki eftir því...

...þar var viðtal við hann Jónas Inga sem er einn af þessum helvítis lík-mönnum sem náðu að stúta þessum dópista Litháena um daginn...

...uss uss uss...heldur maðurinn að við séum öll nautheimsk?! Þarna gat hann setið sallarólegur og logið án þessa blikka um að hann hefði ekkert vitað um neitt lík eða morð þegar hann var á staðnum allan tímann með Grétari og Thomasi...hélt að hann væri bara að fara í nettan, skemmtilegan jeppatúr þegar þeir voru að koma líkinu fyrir og þegar þeir voru að dömpa því í höfnina þá var hann bara í labbitúr...hmmm...how convenient...

...svo náði hann ótrúlega mikið að koma fyrir sig orði hélt ég...þangað til ég fattaði að hann endurtók bara sömu orðin aftur og aftur...örugglega það eina sem hann kann þessi vesalingur..."aðalmeðferð", "leiða í ljós", "að öllum líkindum"...bla bla bla...

...mér finnst nú að Jóhanna og Þórhallur hefðu átt að taka smá svona good cop, bad cop á hann og þrýsta allsvakalega á hann þangað til hann hefði bara játað í beinni útsendingu...eeen nei...það gátu þau náttúrulega ekki...þau héldu bara áfram að vera jafnandstyggileg og hlutdræg eins og þau eru alltaf og leyna sko aldeilis ekki fyrirlitningu sinni og skilningsleysi á viðmælandanum...

...en svona er bara Ísland í dag...
Stay black - Salinto!
...Og eftir akkúrat...

...2 vikur verð ég að spóka mig um í Kóngsins Köbenhavn...oooo lífið er svo dejligt ;)
Stay black - Salinto!

25.3.04

...Og ég fór að sjá...

...Passion of the Christ í gær...eða Jesú-myndina eins og ég kýs að kalla hana til mikillar lukku viðstaddra...en þeir voru Óli hjúkka, Hvítan litla sæta og Gummi ofur-Gringo...

...ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja...þetta var náttúrulega í fyrsta lagi eins og mjög grafískur kristinfræðitími...í öðru lagi var þetta vel gerð og góð mynd...í þriðja lagi var skemmtanagildið ekkert...í fjórða lagi var þetta fyrsta myndin í lífi mínu sem ég þurfti að loka augunum...þá meina ég alvöru loka augunum...ekki svona "éghefhendinafyriraugunumenhorfisamt" loka augunum....og í fimmta lagi var hún bara viðbjóður og lét mér líða illa...

...ekki var á það bætandi að þegar maður kom niðurbrotinn og algerlega búinn á sálinni út þá stóð þar í röðum fólk frá Hvítasunnusöfnuðinu, Krossinum, Fíladelfíu og hvað þetta allt nú heitir og rétti manni bæklinga um meiningu lífsins og hvers vegna Jesú hafi nú dáið (eins og maður væri ekki búinn að fatta það eftir myndina) og hvað eina...sem gerði mann náttúrlega enn þunglyndari og sannfærðari um hve slæm manneskja maður væri...

...ég skil ekki alveg tilganginn með þessari mynd...ef hann er einhver...stundum er gott að láta sér líða illa því það vekur meðaumkun með fólki sem minna má sín og og lætur manni líða samt soldið vel...sérstaklega ef maður lætur eitthvað gott af sér leiða í kjölfarið...eins og Joey sagði svo eftirminnilega: "There are no selfless good deeds"...orðin gætu ekki verið sannari...eeeen þessi mynd lætur mér ekki líða svona...hún lætur mér bara líða illa í hjartanu, sálinni og það sem meira er þá lætur hún mér líða eins og mjög slæmri manneskju...og þá fer ég að hugsa um af hverju ég borgaði 800 kr. inn á eitthvað sem lætur mér líða svona...ég get alveg gert eitthvað misviturt og kallað þessar sömu tilfinningar fram...og þá kem ég að því að þetta er eiginlega snilldarhugmynd...að láta fólk borga inn í sína verstu martröð...getur ekki klikkað...og svo má náttúrulega ekki taka það af honum Mel okkar Gibson að hann gerir þessa mynd alveg ofboðslega vel...lítið hægt að setja út á það...og alger snilld að ráða einhverja svona "nobody", alþjóðlega leikara...vel gert....

...en svona til að ljúka máli mínu...þá finnst mér ekkert gaman að loka augunum í bíó...
Stay black - Salinto!

24.3.04

...Oooooog...

...mig langar svoooo í ís...mmm....vanilliuís....
Stay black - Salinto!
...Og ég held ég hafi aldrei...

...tjáð mig um hvað mér finnst ótrúlega gaman að vinna hjá svona umdeildu blaði eins og DV er...váááá....

...það gefur sko lífinu smá lit þegar annað hvert símtal sem maður fær er til að panta fleiri eintök af blaðinu þar sem það sé uppselt nánast alls staðar...og hin símtölin eru svo af rugluðu fólki út í bæ sem að segir upp blaðinu því því finnst við vera ógeðslegar skepnur...ooooo...

...eeeen þó að mér finnist voðalega gaman að vinna í svona lífi og fjöri þá get ég ekki sagt að ég sé alltaf sátt og sammála þessum blessuðu forsíðum sem aldeilis hrista upp í þessu lítilfjörlega samfélagi...en ég styð stefnuna...og ég styð blaðið...og ég skammast mín ekkert fyrir það...

...það verður eitthvað að gefa lífinu lit...og það er nú bara einu sinni þannig að þeir hlutir sem fólk hefur hvað sterkastar skoðanir á (jákvæðar og neikvæðar í báðar öfgar) eru yfirleitt bestu og vel gerðustu hlutirnir í samfélaginu...það er ekkert verra en eitthvað sem fólk hefur engar skoðanir á....betra er að vera umdeildu en útskúfaður...

...langaði bara að koma þessu á framfæri...veit svo sem ekki af hverju...bara líður vel...oooog þó að ég taki við fullt fullt fullt af neikvæðum símtölum á hverjum degi...þá þarf bara 1 jákvætt og skemmtilegt símtal til að gera daginn frábæran...
Stay black - Salinto!

23.3.04

...Og það er gella...

...að selja áskrift hérna á kvöldin sem selur fólki með því að segja fólki lífssögu sína...hvað er það?!

...dæmi...

...„...sko vinkona mín...hún átti mann...og hann fyrirfór sér...og börnin hennar voru tekin..."
...„...sko það sem ég geri er að fá mér 2 parkódín og skella mér í heitt bað..."
...„...sko ég versla í Bónus á hverjum degi..."
Stay black - Salinto!
...Og maður kíkti víst í bíó...

...um helgina...ó já ó já...

...sú stórmynd sem varð fyrir valinu var Starsky & Hutch...og tíminn var 18-bíó...sem var mjög fínt...losna við alla örtröðina og svonna...

...allavega þá var þetta fínasta skemmtun barasta...ég allavega skellti uppúr einu sinni og átti marga smáhlátra eins og gerist og gengur...en hláturskastið ber þess samt vitni að ég skemmti mér vel því það er mjög erfitt að láta mig skellihlæja við fyrsta áhorf...síðasta mynd sem gerði það var barasta Zoolander...skemmtileg og kreisí tilviljun þar sem þeir Ben Stiller og Owen Wilson fóru einmitt með aðalhlutverk í þeirri mynd...eins og þessari...ooo þessi heimur er svo kreisí...

...eeen Ben Stiller er náttlega í miklu uppáhaldi hjá mér...og Owen Wilson er svona að vinna sig upp...og hann gerði það alveg með þessari mynd...þeir eru mjög fyndnir og skemmtilegir félagarnir þó að söguþráðurinn sé nú ekki beisinn, aukaleikararnir skemmtilega lélegir (Carmen Electra náttlega er ekki hægt að titla leikkonu...) og endirinn náttúrulega alveg fáránlegur...

...eeen ég skemmti mér eins og hægt er að lesa og ótrúlegt að ég hafi getað látið gamminn geysa eins og vitleysingur um þessa mynd í alveg þónokkrar línur...

...stundum vildi ég að ég hefði sterkari skoðanir...
Stay black - Salinto!

22.3.04

...Og þá er það komið á hreint...

...maður er bara að fara að fljúga til Köben um Páskana...farið út 9. apríl eftir stuðtónleika Sugababes og svo komið aftur heim þriðjudaginn 13. apríl í sumarblíðuna á Íslandi...

...oooog lífið er svooo yndislegt og ég get ekki beðið!!
Stay black - Salinto!

21.3.04

...Oooog...

...Gallup er búið að hringja í mig svona 10 sinnum yfir helgina...og ég svara náttúrulega aldrei...take a hint!!

...djöfull eru þau samt vitlaust að hringja ekki úr leyninúmeri...fusss...
Stay black - Salinto!
...Ooooog ég held barasta...

...að við Íslendingar náum loksins markmiði okkar í næstkomandi Eurovision-keppni...að komast í það langþráða sæti sem vermir botn þessarar keppni...

...erum við bara sífellt að reyna að senda léleg lög í þessa keppni?! Er það málið?! Erum við svona ótrúlega miklir masókistar að við njótum þess að senda skápahomma eftir skápahomma til að keppa fyrir okkar hönd?! Svo keppumst við líka um að gera hommalegustu myndböndin...hvað er það?!

...þið kannski áttið ykkur á því að ég gerði þau mistök að horfa á Gísla Martein...lagðist nú ekki það lágt að horfa á hann á laugardagskvöldi heldur náði ég endursýningunni í dag og meeeen....lagið í ár er extra-slæmt...og svoooo stolið...þetta er mjööög léleg og illa útfærð útgáfa af laginu "Come what may" úr Moulin Rouge...með náttúrulega nokkrum tölvufítusum...sem sumir virðast halda að geri hvaða lélega lag og flytjanda að Grammy-verðlaunahafa...

...og myndbandið...jeeeesus bobby...er þetta eitthvað grín?! Gæti þessi Jónsi djöfull verið meiri keddling...eða meiri hommi?! Vááááá...

...og svo náttlega var myndbandið í endann á þættinum þannig að ég þurfti að pína mig að horfa á Gísla Sjálfumglaða Martein...djíssuss...hvað er að þessum gaur?! Það er alveg sama hvað er sagt við hann...hann brosir út í eitt og glottir eins og hann eigi heiminn...

...það sem bjargaði þættinum var Björn Jörundur...sem ég held að hafi verið fuddlur...freðinn...tja eða bæði...hann var alger snillingur...Gísli Marteinn eitthvað að tala um blessaða eurovision-lagið áður en það var frumflutt...nota bene frumflutt...sem þýðir að enginn sé búinn að heyra það...og Gísli Marteinn dásamaði það út í eitt...áður en það var sýnt...nota bene...áður en það var sýnt og þá sagði Björn Jörundur : "Hefurður heyrt lagið?!"...hehehe...snillingur...

...eeen ég hlakka til að sjá Eurovision...staðreyndin er sú að við erum það slæm að við gætum actually unnið....kíkið bara á sigurvegara síðasta árs...tyrknesk gella í bikiníi sem náði ekki einum hreinum tóni og belgísk gella sem söng á máli sem er ekki til...
Stay black - Salinto!

18.3.04

...Og ég fékk sko...

...núðlur og djúpsteiktar rækjur í kvöldmat í gær...mmm...nammi namm...takk fyrir mig ;)
Stay black - Salinto!
...Og í gær gerði ég mér loksins grein fyrir...

...hve geðveik ég er í raun og veru...

...tók þá geðveikislegu skyndiákvörðun þegar ég kom heim að pakka íþróttadóti niður í tösku....fara út í bílskúr og hjóla niður í Veggsport...sem sagt úr Breiðholti og niður í Grafarvog...sem er svo sem ekki svo svakalegt út af fyrir sig...

...þegar í Veggsport var komið dreif ég mig kófsveitt á hlaupabrettið og spriklaði aðeins þar...tók svo nokkrar magaæfingar og armbeygjur og svitnaði aðeins meira...

...eftir þessar æfingar var ég orðin ágætlega þreytt...en þar sem ég hafði ekki hreyft feita rassinn á mér í 2 daga þá ákvað ég að þetta væri ekki nóg refsing...ég ákvað þá að hjóla niðrí bæ...í 105 hverfið þar sem ég eyði flestum mínum stundum þessa dagana...þegar þangað var komið var ég alveg uppgefin...og var ég oft á leiðinni búin að hugleiða uppgjöf...eeeeeen ég barðist gegn vindinum og hélt mínu striki...

...en núna í dag er mjög erfitt að sitja...ég er svoleiðis að sálast í rassinum...fusss...eeen samt sem áður er ég að hugsa um að pína mig aðeins meira í dag...hjóla úr 105 og yfir í gettóið...

...já....maður er svo heilbrigður...
Stay black - Salinto!

17.3.04

...Og ég held að ég sé veik...

...mig langar öllum stundum í núðlur og djúpsteiktar rækjur...
Stay black - Salinto!
...Og ég gleymdi alltaf að segja frá...

...skemmtilegu strætó-ferðinni minni um daginn...tja...skemmtilegu og ekki skemmtilegu...það gerist náttúrulega alltaf eitthvað athyglisvert í strætó á hverjum degi en þessi ferð er svona einna minnisverðust...

...byrjar nú á því að ég stíg upp í strætó...og er það þá ekki vetnisstrætóinn margrómaði...mín jómfrúarferð í þessum ágæta strætó...þið getið ímyndað ykkur ánægjuna og spenninginn...ó hve yndislegt lífið er...

...en þar sem umræddi strætó er búinn að vera mikið í deiglunni þá bjóst ég við einhverju undursamlegu...einhverju sem myndi breyta lífi mínu...einhverju mögnuðu...eeen þetta er nú bara venjulegur strætó...eina sem var kannski öðruvísi er að hann er örlítið hljóðværari...sem skiptir svo sem ekki miklu máli fyrir mig þar sem ég er alltaf með dúndrandi tónlist í eyrunum...

...eeeeen þegar lagt var uppí ferð frá Hlemmi þá byrjaði strætóbílstjórinn umsvifalaust að bora í nefið á sér...og hélt uppteknum hætti alveg uppí Breiðholt...og ég er með ótrúlega lítið þol gagnvart fólki sem borar í nefið...sérstaklega ef sá hinn sami borðar svo þennan viðbjóð...ég hef eiginlega bara ekkert þol gagnvart því...en þar sem blessaði bílstjórinn var einmitt í sjónlínu minni þá gat ég ekki hætt að horfa á þessa viðbjóðslegu athöfn hans...og kúgaðist næstum því fyrir vikið...

...við hliðina á mér sat svo ungt par...myndarleg stúlka en ósköp óliðlegur drengur...eins og gerist og gengur...alltaf gaman að sjá unga ást spretta upp...eeeen gimme a break...það bara slitnaði ekki slefið á milli þeirra alla helvítis ferðina...og hann hvíslandi klúrum ástarorðum í eyra henni...og hún komin með hendina ískyggilegt langt upp lærið á honum...*hrollur*

...það sem gerði svo útslagið var þegar strætóinn keyrði leið sína framhjá Vinnumiðlun...þá toppaði strætó sig algjörlega og náði að pikka upp mestu úrhrök og aumingja sem fyrirfinnast á Íslandi...og auðvitað eiga þeir allir heima í Breiðholti...og einn af þessum illa lyktandi aumingjum ákvað auðvitað að verma sætið við hliðina á mér...oooog ákvað að hringja í annan aumingja-vin sinn...og auðvitað gat þessi aumingi ekki talað lágt í símann...ooo neeeei...hann þurfti náttlega að láta mig vita hvað var að gerast í sinni aumingja-veröld og var duglegur við að reka olnbogann í síðuna á mér og hnén í lærin á mér...svo var líka vond lykt af honum...

...ætli sé málið að fara að kaupa sér bíl...til að láta hálfvitana í umferðinni pirra mig frekar...
Stay black - Salinto!

16.3.04

...Oooog það er svo gaman...

...að vera vinnustaðagrínari...

...svo gaman þegar manni dettur eitthvað sniðugt í hug og getur ekki hætt að tísta...

...ég og Ási ákváðum að fylla skrifstofu samstarfsfélaga okkar af Twix-i og kóki...ehehehe....alltof erfitt að vera svona sniðugur...
Stay black - Salinto!
...Og það var eins og...

...einhver hefði sogið úr mér alla lífs- og sálarorku í gær sveimérþá...tussulegri og myglaðri hef ég ekki verið í laaangan tíma...oooog það útskýrir bloggleti þar sem ég hafði akkúrat ekkert spennandi að segja...eða jú...ég hafði svo sem fullt spennandi að segja...bara hefði sagt svo leiðinlega frá því...svo ég ákvað að hlífa ykkur fáu hræðunum sem actually kíkið hérna inn á daginn...

...eeeen annars er það helgin sem er efst í huga...úfff...og ástæða tussuleikans (is that even a word?!) í gær...

...Liljan var það sniðug að fara á fyddlerí báða dagana...mjög óvænt reyndar á föstudag þar sem skyndiáfengissýki greip um sig í litla stóra mallanum og ekki skemmdi fyrir að leiklistartíminn var cancelaður á laugardagsmorguninn þannig að maður hafði færi á því að sofa út...eeeeen auðvitað nýtti ég mér það tækifæri ekki...heldur var vöknuð fyrir allar aldir og brunaði upp í Kringlu eins og fæðingarhálfvitinn sem ég er til að reyna að kaupa einhvern þynnkumat...og eftir mikið þan og alltof mikið nammi í Kringlunni endaði maður í Smáralind eins og fíbbl í röð á Burger King...og fékk því væga matareitrun...

...laugardagskvöldinu var svo beðið með eftirvæntingu...um 17-leytið dreif ég mig í sturtu og reynid að hressa upp á mitt annars þunna andlit og skundaði til Siggu Völu þar sem við töltum yfir í Laugardagshöll á eitthvað bítlashow sinfoníuhljómsveitarinnar...

...ég gæti talað um þetta show 2 tíma á dag alla daga þangað til ég dey en gæti samt ekki náð að útskýra hvað það var ömurlegt...jeeeesus bobby....

...showið byrjaði ágætlega...sinfó með einhverja svona instrumental Bítla-syrpu sem lofaði bara helvíti góðu...svoooo byrjaði slátrunin...byrjaði á einhverjum feitum kaddli með svipu í alltof litlum hommalegum búning sem baulaði eitthvað á ensku sem örugglega enginn skildi...svo byrjaði söngurinn...ja eða "söngurinn" öllu heldur...fyrst hélt ég að ég væri bara þunn og vitlaus...og kynni þar af leiðandi ekki að meta svona gæða-show...eeen þegar Sigga var farin að ókyrrast í sætinu og blána og froðufella af vitleysunni upp á sviði þá vissi ég að það var ekki allt með felldu...eeen ég gaf essu sjéns...ég meina...The Long and Winding Road er nú erfitt laga að syngja...sérstaklega þegar maður lítur út eins og karakter úr Sesame Street sem lætur mömmu sína sauma á sig fötu úr gömlum efnisbútum...eeeeen mér var nóg boðið í lokalaginu...sem er eitt af mínum uppáhaldslögum....Sjálf Penny Lane var tekið og nauðgað til óbóta og henni skyrpt út um óæðri endann...og það var ekki einungis illa sungið...heldur reyndu þessir fávitar að mynda einhverja svona sveitaballa-stemmningu...og fengu meira að segja sauðina í áhorfendasalnum til að syngja með og hvaðeina...ljós slökkt...hneig hneig hneig...og lömbin standa upp og klappa og klappa og klappa og klappa...ég hvísla að Siggu Völu...„eigum við ekki að fara út í hléi?"...og það er sko enginn vafi í hennar huga...á leiðinni út heyrir maður raddir dásama sýninguna...„Vááá hvað þetta er flott"...og þá hugsar maður hvort að listaskynið sé farið að gefa sig...eeen þegar maður mætir Pálma Gunnars í anddyrinu...þá gerir maður sér grein fyrir að maður er sá heilbrigði...

...svo var bara dottið í það um kvöldið...og öll heimsins vandamál rædd...og drukkið White Russian...og skellt sér á Ölstofuna...og drukkið aðeins meira...og étinn Subway með extra-súrum gúrkum...og vaknað næsta morgun....og skriðið fram í sófa með sæng...og sofið allan daginn...og farið í matarboð til systu...og farið heim að sofa...og vaknað tussulegur í vinnuna...

...þar hafiði það...gleðilega vinnuviku...
Stay black - Salinto!