6.4.04

...Og það var skrýtin pæling...

...sem greip mig hérna einn daginn í strætó á leiðinni heim úr minni yndislegu vinnu...

...ég áttaði mig allt í einu á því að mér finnst þægilegast að sitja með greipar spenntar og sit yfirleitt þannig...svo ekki sé nóg með það þá áttaði ég mig líka á því að mér finnst þægilegast að sofna á bakinu...líka með greipar spenntar...

...nú er ég alls ekki trúuð manneskja þó ég hafi aldrei gefið mig út fyrir að vera trúleysingi...trúi einfaldlega ekki á söguna á bak við Guð en auðvitað trúi ég á eitthvað æðra afl...ég trúi því líka að maður verði að trúa á eitthvað til að halda geðheilsunni...ef það er ekki Guð þá lífið, tilveran eða jafnvel kexpakkinn sem maður kaupir alltaf út í búð...bara eitthvað til að trúa því þegar eitthvað bjátar á að lífið gæti verið verra og að það muni batna og allt fari vel á endanum...líka til að trúa því þegar vel gengur að maður ráði við álag velgengninnar og nái að standa undir væntingum...

...það er bara einfaldlega of margar ástæður fyrir því að trúa á eitthvað og því er ég algjörlega á móti þeirri fullyrðingu fólks að halda því fram statt og stöðugt að það sé trúlaust...

...eeeen með spenntu greiparnar skil ég ekki...ætli "Guð" sé að senda mér skilaboð...kannski þessi blessaði "Guð" vilji að ég hætti að trúa á uppáhaldskexpakkann minn og færi mig kannski upp í post-its miða eða jafnvel eldavél...kannski "Guð" vilji að ég gangi í söfnuð...kannski "Guð" sé að reyna að sannfæra mig um að tilgangur minn í lífinu sé æðri en ég hélt...

...kannski er ég bara crazy in the brain...
Stay black - Salinto!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: