17.3.04

...Og ég gleymdi alltaf að segja frá...

...skemmtilegu strætó-ferðinni minni um daginn...tja...skemmtilegu og ekki skemmtilegu...það gerist náttúrulega alltaf eitthvað athyglisvert í strætó á hverjum degi en þessi ferð er svona einna minnisverðust...

...byrjar nú á því að ég stíg upp í strætó...og er það þá ekki vetnisstrætóinn margrómaði...mín jómfrúarferð í þessum ágæta strætó...þið getið ímyndað ykkur ánægjuna og spenninginn...ó hve yndislegt lífið er...

...en þar sem umræddi strætó er búinn að vera mikið í deiglunni þá bjóst ég við einhverju undursamlegu...einhverju sem myndi breyta lífi mínu...einhverju mögnuðu...eeen þetta er nú bara venjulegur strætó...eina sem var kannski öðruvísi er að hann er örlítið hljóðværari...sem skiptir svo sem ekki miklu máli fyrir mig þar sem ég er alltaf með dúndrandi tónlist í eyrunum...

...eeeeen þegar lagt var uppí ferð frá Hlemmi þá byrjaði strætóbílstjórinn umsvifalaust að bora í nefið á sér...og hélt uppteknum hætti alveg uppí Breiðholt...og ég er með ótrúlega lítið þol gagnvart fólki sem borar í nefið...sérstaklega ef sá hinn sami borðar svo þennan viðbjóð...ég hef eiginlega bara ekkert þol gagnvart því...en þar sem blessaði bílstjórinn var einmitt í sjónlínu minni þá gat ég ekki hætt að horfa á þessa viðbjóðslegu athöfn hans...og kúgaðist næstum því fyrir vikið...

...við hliðina á mér sat svo ungt par...myndarleg stúlka en ósköp óliðlegur drengur...eins og gerist og gengur...alltaf gaman að sjá unga ást spretta upp...eeeen gimme a break...það bara slitnaði ekki slefið á milli þeirra alla helvítis ferðina...og hann hvíslandi klúrum ástarorðum í eyra henni...og hún komin með hendina ískyggilegt langt upp lærið á honum...*hrollur*

...það sem gerði svo útslagið var þegar strætóinn keyrði leið sína framhjá Vinnumiðlun...þá toppaði strætó sig algjörlega og náði að pikka upp mestu úrhrök og aumingja sem fyrirfinnast á Íslandi...og auðvitað eiga þeir allir heima í Breiðholti...og einn af þessum illa lyktandi aumingjum ákvað auðvitað að verma sætið við hliðina á mér...oooog ákvað að hringja í annan aumingja-vin sinn...og auðvitað gat þessi aumingi ekki talað lágt í símann...ooo neeeei...hann þurfti náttlega að láta mig vita hvað var að gerast í sinni aumingja-veröld og var duglegur við að reka olnbogann í síðuna á mér og hnén í lærin á mér...svo var líka vond lykt af honum...

...ætli sé málið að fara að kaupa sér bíl...til að láta hálfvitana í umferðinni pirra mig frekar...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: