9.3.03

Og meeeen...

...ég held ég hafi aldrei verið svona mygluð...en það var kannski alveg vel þess virði því gærkveldið var rosalega vel heppnað...ég, Jóhanna og Sonja byrjuðum að djúsa aðeins hjá Sonju því mar fær víst ekkert í Perlunni undir fimm þúsund kaddlinum ha ha ha...svo keyrði Arnar Freyr handboltastjarna okkur í Perluna þessi elska og þar bauð Siggi upp á fordrykk...og auðvitað skellti Lillan sér í einn white russian sem er eini svona hristi drykkurinn sem mér finnst virkilega góður...þó það sé rjómi í honum...eeen barþjónninn blandaði hann kannski aðeins of sterkan...en það er nú líka í góðu lagi ha ha ha...svo fengum við alveg dýrindismat og skemmtinefnd stóð fyrir skemmtilegum skemmtiatriðum það sem gert var smá grín af your´s truly og Lillan fékk meira að segja medalíu fyrir stundvísi...fussumsvei...vissi nú ekki að það væri af hinu slæma...en ég er samt alveg of stundvís ha ha ha...en ég skorað punkta hjá Sigga og Sjöfn...svona rétt áður en ég hætti ha ha ha....svo bara skelltum við okkur niðrí bæ...Arnar Freyr kom og skutlaði okkur Sonju á NASA og fær hann stóran plús og voðalega stórt knús fyrir allt skutlið...en já...NASA var náttlega nett sveitt en djöfulsins athygli fékk maður í þessum prinsessu kjól með kórónuna...annar hver maður stoppaði mig og lét mig vita hvað ég væri glæsileg og spurði hvort ég hefði verið að gifta mig...og þar sem aldrei er gaman að segja sannleikann þegar maður er fuddlur þá laug ég bara að öllum að ég væri runaway bride...ha ha ha...eiginlega allar konurnar sögðu bara you go girl og læti en mér fannst sérstaklega eitt commentið gott...það var einhver stelpa sem sagði bara: "Hey gott hjá þér....en ættirru ekki að vera í strigaskóm?" ha ha ha...alger snilld...hún fær stórt knús...hitti alveg óendanlega marga í bænum...Keikólínu systu, Helenu, Grétu og Hönnu Stínu vinkonur hennar, Unni, Freyju, Guðna gamla Eddugæja ha ha, Guðjón, Togga, Óla, Lubbu Löven Brá, Corey Ester Lauder Make up artist og síðast en ekki síst litla Finnann minn...en það var þegar á Hverfisbarinn var komið...en hann var einmitt soldið drukkinn greyið en ég náði að vekja hann upp og við enduðum á góðu tjatti þangað til ljósin voru kveikt á litla Hverfisbarnum...þá var Óli bara stunginn af með 20 hjúkkum sem allar vilja sofa hjá honum þannig að ég bara endaði á að rölta með Finnanum áleiðis heim...já einmitt...áleiðis heim...Fancy skutlaði mér svo heim þessi elska þegar hann var búnað hvíla sig eftir vinnuna og við kíktum á Little Cesars í góðum fílíng...og ég fékk mér mjög feita góða pizzu þar sem ég leit út eins og skítur...ekki prinsessa lengur...

...en magnað er þegar maður er þunnur og ógeðslegur hvað endalaust margir geta komið í heimsókn...þegar ég kom heim með the pizza þá var fullt hús af fólki og ég labbaði inn eins og einhver svona sleasy bar útgáfa af öskubusku...þannig að ég lokaði mig inní herbergi og það er ekki búið að bregðast að þegar einn gestur hefur farið í dag...þá kemur bara annar í staðinn...magnað...yesss....ha ha ha...eeeeen svo bara vinna í dag...og 4 dagar í Köben!!!
Stay black

Engin ummæli: