11.3.03

Og hvað ég er fegin að....

...ég fór ekki í nýja dressinu mína á árshátíðina seinustu helgi...vúúússssj...ég hefði þokkalega skitið út pilsið því það er síðara en kjóllinn sem ég var í en einnig er ástæðan sú að Þór Jóseps snerti kjólinn minn!!! Ojjjj...hvað varð um að biðja fólk bara að færa sig í staðinn fyrir að taka um mittið á manni...strjúka það og færa mann svona nett í burtu...oj oj oj...hann er mesti viðbjóður sem ég veit...gleymi því aldrei þegar ég var á Kaffi Victor (don´t know why) og hann byrjaði svona að bömpa sér upp við sæta rassinn minn...I feel violated...and not in a good way...en ég er mjöööög fegin því núna get ég vígt dressið mitt eftir aðeins tja 5 vinnudaga!! Alright!

...eeeen í dag byrjar leynivinaleikur í vinnunni og djöfull massaði ég hann í morgun....kosturinn við að mæta svona snemma ha ha ha...var eitthvað að laumupokast á fuddlu og svona sem mér finnst voða gaman...en sá sem dró mig sem leynivin er líka alveg að gera sig því í morgun beið mín ein rauð rós....mmm...og hvað elskar Lillan...jú blóm! I luuuv it...núna verð ég í góðu skapi það sem eftir er af deginum...ég fæ nebblega svo sjaldan blóm...þannig að sú/sá sem gaf mér þessa yndislegu rós er í svo góðum málum að það hálfa væri nóg...ég er samt svo ógeðslega forvitin að það er ekki fyndið...baaa...en ég kemst að þessu næsta laugardag í fordrykknum...þá eiga nebblega allir að skrifa á miða leynivininn sinn og líma það á sig...voðalega sniðugt....ég verð víst bara að bíða...
Stay black

Engin ummæli: