14.2.03

And where do I begin...

....baaa...gærdagurinn býður uppá svo mikil blogg að ég veit ekki hvar ég á að byrja...ég er að hugsa um að byrja á það sem mér fannst mikilvægasta og koma hinu inn seinna í dag ef tími og Guð leyfir...

...well...fór á Sellofon í gær með keddlingaklúbbnum í vinnunni...kem að því seinna eins og ég segi ef Guð og tími leyfir...en já...eftir sýninguna var ég búnað díla við mömmu um að sækja hana klukkan hálf eitt því ég ætlaði að fá rauðu eldinguna lánaða..nennti ómögulega að vera á druslunni minni...en já...mamma var í saumaklúbb og þegar ég kem að sækja hana þá skokka ég inn á höttunum eftir spádóm og fíneríi...þegar ég kem inn eru þær rétt að klára kanann sinn og svo byrjar spádómurinn...fyndið að horfa á svona miðaldra konur spjalla saman...eitt fannst mér fyndnast og það var: "ég skil ekki af hverju kaddlar eru að yngja svona upp...mér finnst það alveg hræðilegt!", "Já...hann Jói greyið er alveg úrvinda...Ellí er miklu yngri en hann og þau eiga 2 lítil börn"...en þá kemur mamma sterk inn með mestu snilldinda..."Jú...hann fær nú eitthvað í staðinn líka...eitthvað svona skemmtilegt" og kemur svona perraglott...á MÖMMU MÍNA!! Fyndið að svona konur séu að tala um kynlíf og solleis...ha ha ha...maður vill nú ekki beint hugsa um hálf sextugar og sextugar keddlingar sem kynverur...but whatever works for you...ennníhú...þá fékk ég spádóm laaaangseinust því ég kom seinust og það var bara sérdælis prýðilegur spádómur...bara nokkuð sátt við hann...en það má náttlega ekki segja frá því þá rætist ekkert...ekki að ég lifi neitt eftir því sem er spáð fyrir mér...en ef og þegar það gerist þá man ég það...en annars var bara þvílík upplifun að sitja svona í saumaklúbb hjá mömmu gömlu og var það það gaman að við vorum ekki komnar heim fyrr en rúmlega tvö...og eftir góðan fjögurra tíma svefn skellti ég mér í Veggsport og nú sit ég hér på jobban...gaman gaman...fyndið samt í gær þegar gellurnar voru að spjalla saman þá kom ég alltaf inn með einhver comment....og ég er búin að fatta það að húmorinn minn er soldið svona ekki fyrir alla...greinilegt að fólk yfir 35 og fólk með banana í rassinum fattar ekki húmorinn minn...og konur á sextugsaldri eru ekki mikið fyrir kaldhæðni eins og hún móðir mín er búin að benda mér á þannig að það sem ég hélt að yrði rosa fyndin comment lét mig bara líta út eins og asna...eins og vanalega...
Stay black

Engin ummæli: