5.2.04

...Og ég fór í Smáralind...

...síðasta þriðjudag og náði að eyða bróðurpartinum af laununum mínum...mér til mikillar lukku og hamingju...jeeeeyj...

...keypti mér einhver föt og skart og svona stelpudót og svo auðvitað geisladiska...keypti mér nú reyndar bara 2...og á svona 2 fyrir 2200 dæmi...eeeen gæði diskana eru samt stórkostleg...

...fjárfesti í disknum American III: Solitary Man með snillingnum Johnny Cash heitnum...og In Search of... með ofursvölu grúbbunni N.E.R.D...

...mjög ánægð er ég með þessi geisladiskakaup mín en vandinn er bara að ég hef ekkert pláss fyrir alla þessa diska lengur...geng meira að segja með lager í töskunni minni þar sem allar hillur og skúffur eru undirlagðar af tónlistardiskum...

...eeeen þetta er svo sem ekki stór vandi...eiginlega bara ekki vandi...ég væri alveg til í að eiga það mikið af diskum að ég gæti veggfóðrað herbergið mitt með þeim...aðalvandinn er náttúrulega sá að ég kann ekki að syngja...og ekki á hljóðfæri...sem er mjög leiðinlegt þegar maður elskar tónlist út af lífinu...

...en ég læt mig hafa það...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: