3.2.04

...Og ég þoli ekki fólk...

...sem er beiskt...og ég þoli enn minna að þurfa að tala við fólk sem er beiskt...eeeeen ég fæ eitthvað óstjórnlegt "kikk" út úr því að horfa á beiskt fólk...úr fjarska...og þá helst í sjónvarpinu...

...þess vegna er ég veruleikasjónvarpsnörd...mér finnst fátt skemmtilegra en að horfa á sörvævör, bachelor, joe millionaire og hvað þetta allt heitir....þess vegna gat ég ekki farið með Írisi á Eldsmiðjuna í gær fyrr en ég var kyrfilega búin að stilla mitt ofurháþróaða vídjótæki til að taka upp Sörvævör Oll Star sem byrjaði í gær á Skjá einum...

...hvað gæti klikkað í slíku gæðasjónvarpsefni? Allir bestu, sætustu og skemmtilegu sörvævörarnir koma saman í einn megasörvævör-þátt til að ákveða hver er THE ULTIMATE SURVIVOR (ooo...já ég get skrifað ensku...magnað)...tja...það ætti ekki mikið að geta klikkað...en djöfulsins hálfvitar eru þetta! Þau voru sett á einhverja eyðieyju með ekkert nema sveðju (masjeddí sko ehehe) og kort og þau gátu ekki einu sinni kveikt eld! Hvað er það?! Á þetta ekki að vera All star - team...svona eins og í NBA? Þetta var nú svona meira eins og íslenska landsliðið á góðum degi...eru þau bara búnað gleyma að sörvævöra eða hvað?! Úfff...ok ok...maður getur nú kannski ekki alveg fríkað út á smáatriðunum...en það sem pirrað mig mest var skortur á beiskju...ég bjóst við ofur-beiskju út í þá all star sem unnu í sinni þáttaröð og gætu unnið aftur núna...en neeei...allt kom fyrir ekki...það var jú ein haddna sem var svona semi-beisk en ekki nærri því nógu beisk...sem sýnir sig best í því að ég sofnaði yfir þættinum...sem segir nú kannski ekki ýkja mikið...

...en mun ég horfa á sörvævör all star aftur? Svarið er auðvitað já...gaman að horfa á fólk og hafa það bak við eyrað til að blása í mann sjálfstrausti að það er alltaf einhver þarna úti sem er meira sorglegur, meðaumkunarverður og asnalegri en maður sjálfur...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: