4.6.03

...Og jæja já...

Þá er maður mættur svona eldsnemma á internetkaffið...reyndar er klukkan að skella í hálf eitt en það er snemmt þegar maður fer seint að sofa...

En jæja...seint á mánudagskveldið komu Bettine og vinkonur þeirra og við skelltum okkur náttlega strax út í Tapas og svo var Hannigans kynntur fyrir stelpunum...það var voðalega fínt...hittum Chiara, Michel og alla Hannigans vini okkar sem eru orðnir nokkuð margir...gaman að því...Chiara og flestir beiluðu svo en Michel hékk með okkur aðeins lengur...þangað til við skunduðum á Granada 10...þá fékk hann nóg af stelpunum og fór heim að lúlla...gott hjá honum því það var ekkert sérstakt stuð á Granada 10...HP og Julio eltu okkur náttlega þangað as per usual en við reyndum bara að ignora þá ehehehe

Í gær vaknaði ég svona líka fersk og fór út í skóla til að athuga með tímann minn...og viti menn...ég byrjaði í samræðu-tíma klukkan 13.30 í gær...voðalega skemmtilegt...maður er miklu öruggari að tala núna og allt er miklu auðveldara...ég borgaði bara fyrir 2 vikur en kannski tek ég meira...hver veit hver veit...eftir skóla hitti ég svo Bettie og við fórum að sækja vinkonur hennar og við röltum svo uppí Albaicín sem var voðalega skemmtilegt...síðan um kvöldið kíktum við í tapas og síðan í salsa tíma...næst síðasti tíminn...buhuhu voðalega sorglegt allt saman ja ja ja...síðan var ferðinni heitið á Hannigans til að hitta Peter og vini hans því hann var búnað redda okkur miða á einhverja riiiisa stóra Erasmus fiestu...á Hannigans hitti ég strák frá Marokkó sem er að gera mig geðveika...baaaa...ég sver það að hann er að elta mig ehehe...en ég sýndi honum bara hvað það er raunverulega kalt á Íslandi tíhí...en Peter, Noa, Dan, José og einhver bresk stelpa létu sjá sig. Hitti líka Stuart og hann var í góðum fílíng like always...síðan samdi ég við hann Luis barþjóninn okkar á Hannigans að blanda eitthvað voða sniðugt handa mér og sagði honum að ég væri ekki mikil kokteila manneskja þannig að þetta yrði erfitt...og viti menn...hann náði að heilla mig uppúr skónum og héðan í frá er til kokteill á Hannigans sem heitir "La chica de Islandia"...bara ef leið ykkar skildi liggja þangað inn ;)...en eftir nokkra Chica de Islandia (íslenska stelpan) fórum við á Granada 10 á risa fiestuna...það var alveg pakkað og brjálað stuð...fékk mína fyrstu pikk up línu á Spáni (sem ég veit af allavega)...það var nú samt bara gamla góða "Ég er búin að horfa á þig í allt kvöld og mér finnst þú rosalega falleg" (hljómar náttlega betur á spænsku)...og aftur sýndi ég hve Ísland getur verið kalt og þakkaði pent fyrir og labbaði í burtu eheheh...íha! En það var mjöööög gaman á Granada 10 því við hittum fullt af fólki úr salsa tímanum okkar...svo þegar kveldið var að enda hitti ég strák frá Finnlandi og það var alveg brjálæðislega fyndið því ég fór með nokkra létta frasa á finnsku eins og góðan daginn og kveldið og bjór og svolleis og hann var bara leiðinlegur þannig að ég hætti að abbast uppá hann...svo kom hann til mín og spurði mig hvar í Bandaríkjunum ég byggi...og ég náttlega svaraði að ég væri 100% íslensk og þá allt í einu var ég voða merkileg eheheh...fólk greinilega orðið þreytt á Könunum hér...við stúlkurnar skunduðum okkur síðan heim um 6-leytið í góðum fílíng...good stuff...

Í dag var ég síðan búnað ákveða að vakna snemma og fara út að skokka...og það gerði ég...Bettie vaknaði ekki einu sinni í skólann...þær stöllur voru alveg ónýtar...en ég skundaði mér í Parque de García Lorca og skokkaði í góðan hálftíma...voða hressandi og frábært veður til að skokka...engin sól og smá gola...kom síðan heim og tók inn þvottinn og dreif mig í sturtu og þegar ég fór voru stelpurnar ennþá sofandi..usss...greinilegt að þær eru ekki sannir víkingar!

En ég get ekki lýst því hvað ég er glöð að vera hér núna...ég er búnað kynnast óteljandi mikið af mjööög skemmtilegu fólki og ég er svooo fegin að ég bý ekki ein einhvers staðar og er mesti lóner í heimi

Takk fyrir mig og góða nótt!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: