30.4.03

Og tónleikarnir í gær voru...

...hreint út sagt yndislegir..hefði samt í sannleika sagt verið frekar til í að horfa á tónleika bara með KK og Ellen en maður fær víst ekki alltaf allt sem maður vill...en þetta var yndislegt og ég er enn ástfangnari af KK og Ellen en ég var fyrir...mmm...svo kíktum við Sigga Vala aðeins á Ölver og fengum okkur einn kaldan Kalla...það var ljúft...

...en dagurinn í dag byrjaði ekki eins yndislega og gærkveldið endaði...ég var nebblega búnað plana að slétta á mér hárið og var góð 5 ár að því...en það er svo ekkert slétt! Fullt af liðum í því og vitleysu þannig að ég var orðin heavy pirruð...svo ætlaði ég nú að drífa mig í vinnuna og fór út...og þá var byrjað að rigna...og hvað gerist í rigningu..júúú hárið á mér krullast upp...þannig að ég setti á mig húfu og reyndi að brosa framan í heiminn...þó erfitt væri...en ég reyndi bara að hugsa um hvað dagurinn í dag er yndislegur...þó að hárið á mér væri liðað...

...í dag er seinasti dagurinn minn í vinnu hér...soldið bitursætt...en ég er mjöööög fegin að vera að hætta því mér finnst ekki gaman að því sem ég er búin að vera að gera síðasta árið...en maður er búinn að kynnast fullt af skemmtilegu fólki og það verður skrýtið að kveðja það en maður hittir það nú örugglega einhvern tímann aftur..nema Julio Iglesias ræni mér og selji mig í þrældóm til Afganistan...en það verður allt að koma í ljós...

...En dagurinn í dag eins og dagurinn í gær er fullur af skemmtilegum hlutum og ég hef ekki mikinn tíma á milli stríða...ég hætti fyrr í vinnunni og fer til talnaspekings sem ég hlakka soldið til að prófa..verður örugglega forvitnilegt...bara passa sig á að trúa ekki of mikið...svo bruna ég aftur uppí vinnu og kíki í síðasta öllarann á Wall Street...allavega í bili...svo erum við hópurinn hérna í vinnunni að fara út að borða og síðan á Rósa vinkona ammæli í dag og ég ætlaði að reyna að kíkja á hana og stelpurnar áður en ég fer...þær ætla að sitja að svambli á einhverjum sveittum stað og aldrei að vita nema ég svitni smá með þeim...þannig að þetta verður góður dagur...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: