6.11.02

Váááá...ég gæti bloggað í allan dag stanslaust öll fallegustu orð í íslenskri tungu en ég gæti samt ekki lýst gleði minni á þessari stundu....því....NICK CAVE KEMUR TIL ÍSLANDS 8. DESEMBER!!!! Þetta er eins og draumur að rætast því ég og systa höfum oft verið að tala um hvað það væri frábært ef við myndum fara á tónleika með honum og svona...váááá...eina sem gæti toppað þetta er kannski að Pearl Jam, Cure eða Stevie Wonder kæmu hingað....Nick Cave er bara snillingur...úff úff úff..ég er enn að ná þessu...ég trúi þessu varla...hve mikil snilld verður þetta...hann kemur líklegast einn með píanóið og nice...ég VERÐ að fá miða! VERÐ VERÐ VERÐ! Gærkveldið í gær var sem sagt fullkomið...var á leiðinni útað borða þegar ég heyrði þessa frétt um Nick Cave....það var rosa gaman útað borða með Beggu og Rósu og þar fékk ég afmælisgjöf...seint kemur sumt en kemur þó (by the way þá átti ég afmæli 9.september)...ég fékk Nirvana safnplötuna og nýjan bol og þar sem ég elska geisladiska og föt þá var ég alsæl...síðan kíktum við í pool og tókum einn leik uppá gamla tíma sem var snilld...þannig að ég vaknaði eldhress fyrr en venjulega og fór útað skokka og raulaði pixies allan tímann og meðan ég var í sturtu...sem sagt...I´m on the top of the world right now og ef einhver eyðileggur þennan dag fyrir mig þá æli ég á hann og öskra....er samt að fara að ná í Friends spólurnar mínar í tollinn þannig að ég get alveg ímyndað mér að einhver þar reyni að eyðileggja daginn...en ég reyni að láta það ekki á mig fá....
Stay black

Engin ummæli: