4.11.02

Tja...kannski kominn tími til að segja frá helginni...sem var mjög skemmtileg þó að helgarnar hérna á klakanum séu að verða hver annarri líkari...en það mun senn breytast er maður kemst héðan burt í los chicos y las cervezas...andale andale...en annars er alltaf gaman hitta gott og skemmtilegt fólk og ég gerði nóg af því um helgina...so here it goes...

Föstudagur: Þá skundaði ég mér niðrí vinnu í spurningakeppni með vinnufélögum mínum...áður en ég gerði það fór ég niðrí ice in a bucket og keypti rosa flott höfuðföt handa okkur og skyldaði alla að vera í svörtu og rauðu því það var þemað...gekk misvel en gekk þó..en gáfurnar sögðu ekki til sin og eftir átta bjóra komst ég að því að mitt lið var ekki að standa sig og fékk að heyra að við hefðum verið næst neðst...en við fengum þó verðlaun fyrir flottasta borðið og búninga...og hverjum er það að þakka?! Ekki það að ég vilji eitthvað vera að monta mig en tja...það er snillingnum MÉR að þakka...hógværðin lengi lifi...hipp hipp húrrei...en síðan kíkti ég aðeins til Ogms vægast sagt á rassgatinu og skrifaði tvo diska...solid...

Laugardagur: Vaknaði frekar mygluð..flýtti mér í sturtu og síðan í það sem ég hélt að ætlaði að verða klipping en endaði á því að lita á mér hárið líka...sem er cool því nú segir fólk að ég sé enn meiri spanjóla...fyrir ykkur sem hafið ekki séð mig þá er ég með svona Monicu-lit á hárinu..very sool...en allavega...þá var skákmót heima hjá mér sem er eins konar mini-ættarmót hjá fjölskyldunni hennar mömmu og það var rosa stuð...hefði verið meira stuð ef ég hefði ekki verið þunn og ég hefði ekki þurft að horfa á angistarsvipinn á Hnoðra þegar ég þurfti að læsa hann inní bílskúr en jæja...ég telfdi ekki en það var samt stuð...svo um kveldið kíkti ég til Sonju aðalskvísu í meira svambl, sukk og svínarí...aðeins tekið af aftershock flöskunni og nokkrum 7 bjórum stútað áður en haldið var á Hverfis í góðu tjútti þar sem nokkrum bjórum var stútað til viðbótar og mín orðin vægast sagt nokkuð hífuð...ég var í ameríku skónum mínum og vildi svo vel til að staðurinn var pakkfullur af könum og þeim fannst ég vera nokkuð cool...þvílíkur USA-lover...sem er fyndið því ég er það sko alls ekki...fannst bara skórnir cool...en á Hverfis var fullt af liði...Hjördís Lorange, Hlynur (sem ég endaði á góðu tjatti með), Gummi Jóh, Toggi, Arnar 6 ára, Heiða, Árný, Óli Steinar, Dóri og örugglega fullt af liði sem ég er að gleyma að telja upp...en eftir tjattið með Hlyn sá ég að ég var alltíeinu ein eftir að mínum vinum (gerist doldið oft...maybe I should take a hint) þannig að ég stakk af og hitti Fannar og Krín...tók einn rúnt með þeim en þau voru of róleg fyrir mig þannig að ég fór aftur inná Hverfis þegar ég fattaði að Dóri var þar ennþá...hitti þá Dúdda, Kalla og Ása úr fellunum og eina stúlku sem er að vinna í veggsport...man reyndar ekki hvað hún heitir en jæja...í röðinni var líka einhver Hanz gaur sem var nú ekki eins tjísí og hinn Hanz gaurinn þannig að ég gef honum break...ég og Dóri tjúttuðum aðeins inni og töltum svo heim og vil ég þakka dræverirnum fyrir það...tengist eitthvað Hjördísi...veit ekki alveg hvernig....endaði á því að vekja alla heima með látum er ég fékk þá snilldarhugmynd að hita franskar klukkan hálf sex um morguninn...

Sunnudagur: Þá fattaði ég að ég er orðin gömul því ég gat sofið út...soldið bitursætt en samt cool..kíkti aðeins uppí Kringlu og keypti gjöf handa Lobbu Klobbu...eða öllu heldur Gabríel litla og fór svo með þeim útað labba...og get ég með sanni sagt að Gabríel er sætasta og fallegasta barn sem ég hef séð...enda ekki langt að sækja það...eyddi síðan kveldinu í ísgláp og sjónvarpsát...eða var það öfugt...I don´t know...I was all high...ehehehe...

Held mar verði að fara að blogga meira um helgar svo sinaskeiðabólgan blossi ekki svona uppá mánudögum í helgarblogginu...eheheh...
Stay black

Engin ummæli: