8.7.04

...Og hver er ekki kominn...

...með leið á Selmu Björns?! Hvað er málið með þessa gellu eiginlega...fusss...svona er að eiga sniðugan mann...

...fór sem sagt á Hárið í gær sem mér fannst alveg mergjað og frábært...Fame trónir ennþá á botninum því miður en Hárið skaust uppá topp með látum...frábær lög...frábærir dansar...frábært fólk...

...nema þá Selma Björns...fussss...ókei ókei hún kann nú alveg að syngja en meeeen hvað hún er engin leikkona...hvenær ætli hún sjálf og aðrir í kringum hana (ergo: Rúnar Freyr) fatti það að hún getur ekki leikið fyrir skít né peninga...mér fannst hún eyðileggja annars frábæran og þéttan hóp með Björn Thors, Unni Ösp, Ilm Kristjáns og Hilmi Snæ í fararbroddi...svo maður gleymi nú ekki Jóa og Góa...kannski bara Góa...Jói söng vel en mér finnst hann nú ekki sýna neina snilldartakta...

...en ég er sátt...auðvitað margir gallar en yfir heildina skemmtilegt...two thumbs up...
Stay black - Salinto!

2.7.04

...Og ég var svona að velta...

...því fyrir mér...af hverju segir maður oft daginn í staðinn fyrir góðan daginn og kvöldið í staðinn fyrir góða kvöldið...eeen maður segir aldrei nótt í staðinn fyrir góða nótt?! Hmmm...

...þoli samt ekki svona styttingaótt fólk...dæmi..."Jæja...hvað á að gera með kæró um versló í ágó? Á að fá í eyjó á fylló?" Urrrg...þetta er svo óþolandi ónauðsynlegt...no offence LL Cool J ;)

...eeeen annars er ég ógeðslega löt að skrifa á þessa síðu...kannski út af því að maður skrifar allan daginn...í enda dagsins er maður alveg kominn með nóg...ójæja...

...núna er best að maður fari á fundó með bossó og samstarfsféló...bæjó...
Stay black - Salinto!

30.6.04

...Og ég barasta þoli ekki...

...fólk sem sest við hliðina á manni í bíó...þó það séu fullt fullt af lausum sætur...urrrrg...svona álíka pirrandi og vera einn í strætó og manneskjan sem kemur inn sest við hliðina á þér...hef lent í því líka...Guð virðist hata mig...

...ég fór sem sagt í bíó í gær...á The Ladykillers...oooog rétt eftir að ljósin voru slökkt þá settust tvær gellur við hliðina á mér...ojæja...ég varð nett pirruð...en svo sem allt í lagi þar sem ég sef yfirleitt meirihlutann af myndinni...sem mér finnst þægilegt...

...svo var ég rétt að dotta yfir einhverju voðalegu atriði og þá byrjaði gellan að lemja hendinni á arminn á stólnum mínum eins og einhver mongólíti...hvað er það? Ég hristist öll og skalft og gat náttúrulega ekkert sofnað yfir þessu annars ágæta atriði...takk kærlega fyrir að skemma gott svefnatriði!

...svo voru þær alltaf talandi...hvað er það? Uurrrrggg....

...en það sem ég sá af myndinni var gott og svo uppfræddi minn elskulegi ektamaður um restina þannig að þetta var allt í allt góð bíóferð...skil ekki að ég er ekki ennþá búin að læra að ég get barasta ekki farið í 22-bíó...ó well...
Stay black - Salinto!

26.6.04

...Og ég get varla...

...hugsað mér neitt skemmtilegra en fréttavakt á laugardegi..hmmm...not...vááá ég hef svo lítinn áhuga á að skrifa um árekstur í Hafnarfirði og ölvunarakstur á Vopnafirði...só sorrí...

...annars fór ég ekki að kjósa í morgun og ætlaði mér það svo sem ekkert sérstaklega fyrr en ég las það hjá keppinautunum að auð atkvæði yrðu birt sérstaklega í fyrsta sinn á Íslandi...aaaa...þá veit ég hvað ég kýs...mouhahahha...

...tók leiðinlega löggutékkið á mettíma í dag...eða um 1 klukkutíma og tíu mínútur...fyrir þá se eru ekki svona hipp og cool á Fréttablaðinu og ég þá fer löggutékkið þannig fram að maður hringir í öll lögregluumdæmi á landinu...ásamt landhelgisgæslunni, tilkynningarskyldu skipa, neyðarlínunni, slökkvuliðinu og landsbjörg...ójá...gaman gaman...ekta svona rookie jobb sem ég fæ því ég skrifa bara í Birtu og Allt og kann ekki og finnst ekkert gaman að skrifa fréttir...ojæja...það kannski kemur einhvern daginn...for now er ég sátt við að fylgjast ágætlega vel með líðandi stundu og skemmta mér við að skrifa greinar um afskorin blóm og uppáhaldsskó...

...annars fór ég á línuskautanámskeið í gær með nokkrum úr vinnunni...og meeen var það gaman...byrjaði á því að taka stutt viðtal við töffarana sem halda þetta og síðan var manni bara skellt í hlífar og skauta og í nokkrar erfiðar línuskautaæfingar...og síðan var það street hokkí sem var ansi hreint magnað skal ég segja ykkur...mæli eindregið með þessu og aldrei að vita nema að ég gleðji fæturnar aftur seinna...
Stay black - Salinto!

25.6.04

...Og ég fór á...

...Fame í gær...

...það er mjög langt síðan ég hef séð aðra eins skelfing...held að það sem toppi þetta séu tónlistarmyndböndin hennar Leoncie og þegar Sinfóníuhljómsveitin setti upp Bítlasjó með "leikurum" af West End.

...ég hef til dæmis aldrei séð jafnlang upphafsatriði...og jafnleiðinleg lög í sýningu sem á að vera hress og skemmtileg...kannski það sem lýsir því best hvað mér fannst þetta ömurlegt er að ég leit ekki einu sinni við minjagripasölunni í hléi (sem er náttúrulega fáránlegt útaf fyrir sig) þar sem ég vildi ekki kaupa neitt til að minna mig á þennan hrylling...

...í sýningu sem þessari tel ég að leikarar eiga að haldna leiknum uppi, söngvarar halda söngnum uppi og dansarar halda dansinum uppi...en enginn var að skila sínu neitt sérstaklega vel...það var alltaf nóg um að vera á sviðinu en samt ekkert að gerast...margir af þessum fjöllistamönnum voru eins og spýtukarlar á sviðinu og mér sýndist þau bara ekki vilja sleppa af sér beislinu...fyrr en í síðasta laginu...sem er ekki einu sinni úr Fame heldu Flashdance!

...eeen svepparnir tveir eru stjörnur sýningarinnar...jú alvöru Sveppi...og svo kvenkyns-Sveppi, María Heba Þorkelsdóttir, sem slógu algjörlega í gegn hjá mér og voru eina fólkið sem gat virkilega actað svoldið normal...

...vonbrigði sýningarinnar var tvímælalaust Álfrún Örnólfsdóttir sem ég hélt að væri hæfileikarík, ung leikkona...framtíð leiklistarmenningar á Íslandi...mér væri sama þó ég sæi hana aldrei "leika" aftur..

...og dansinn...tja...voða fínn...en bara svona sæmilegur freestyle dans í Tónabæ...og sýningin ekkert betri en miðlungs-menntaskólasýning...mér finnst leiðinlegt að segja það en Versló hefði getað gert betur...

...eeeeen þó finnst mér verst við þetta að ungviði landsins fer á svona bölvaða vitleysu og heldur að þetta sé leikhús...að fara í Smáralind að sjá Fame...og af hverju Fame? Gátu þau ekki þýtt þetta?! Ég vil ekki að framtíð þjóðarinnar þurfi að sitja á ömurlegum bekkjum með klið úr Smáralind í eyrunum eins og ískrandi reykskynjari og telja sig vera í leikhúsi...þetta er ekki leikhús...þetta er Smáralind...og þetta er lélegt...

Lifi leikhúsnauðgunin! Lifi Fame!
Stay black - Salinto!

24.6.04

...Og af hverju held ég áfram...

...að pína mig?

...ég horfði aftur á Nylon í gær! Fíla samt þessa yngstu...Emilíu...ég held með henni...
Stay black - Salinto!

22.6.04

...Og mér finnst svo gaman...

...að hlægja að Íslendingum...

...til dæmis á 1.apríl...þegar allar flykkjast að kirkju í Kópavogi því hún lítur út eins og MacDonalds merkið...í þeirri von að fá ókeypis Macccie D...

...og í röð...hvað þeir geta verið óstjórnlega leiðinlegir og barnalegir...og kvikinda á tíðum...en þeir eru fyndnir því einhvern veginn hafa þeir fengið þá hugmynd í hausinn að enginn heyri í þeim...eða skilji þá þar sem þeir leyfa sér að segja næstum hvað sem er...

...eeeeen skemmtilegast finnst mér þegar við fáum svona góða sólardaga eins og í dag og í gær...Íslendingar bölva vetrinum og eru alltaf að biðja um sól...eeen þegar loksins kemur sólardagur sem er heitasti dagurinn í milljón ár þá fá þeir einhverja jarðarsérfræðinga og lífeðlisfræðinga í sjónvarpið til að segja okkur að landið eigi eftir að bráðna og við öll eftir að deyja...eða fræða okkur um hinn ágæta sjúkdóm sólarkrabbamein...

...ó já...lífið á Íslandi er yndislegt...
Stay black - Salinto!

21.6.04

...Og það er svo ótrúlega skemmtilegt...

...að hugsa til baka um hvað maður hefur verið vitlaus í gegnum tíðina...og nöfnin sem maður hefur gefið mistökunum sínum...

...einu sinni var ég bálskotin í strák sem vildi mig ekki...ég sé nú ekki eftir því núna þar sem hann er ekki frýnilegur á að líta...svona getur hrifningin farið með mann...eeen hann fékk heitið Pungsviti...og var ávallt vel pungsveittur...þarf eitthvað að útskýra það nánar? Hmmm...and I liked him why now...

...svo var það Addi feiti eða Saturday Night Call Guy eins og hann hét líka...þar sem ég hringdi í hann eitt sinni blindfull og játaði ást mína...og hann játaði hana líka...nema hvað að hann var með stúlku uppá arminum...braut mitt litla hjarta en það jafnaði sig...á endanum...síðan seinna meir eftir að nokkur kíló höfðu fokið af Lillunni þá kom hann skríðandi til baka en reyndi svo að leika sama leikinn aftur...það gekk ekki þar sem Lillan hafði vitkast með kílóamissinum og sá í gegnum plottið...sá hann á KoRn tónleikum um daginn og hann er ennþá jafn feitur...eitt læri á honum er jafnstórt og bæði mín...og ég get fullvissað alla um það að aldrei aftur mun ég hringja í hann á laugardagskvöldi og játa ást mína...ooo neee...

...síðan er það Palli gleraugu...þar sem hann átti afskaplega ljót gleraugu...ég var voða skotin í honum en þvílíkan hálfvita er erfitt að finna...hmmm...fólk sem lýgur án þess að blikka á ekki skilið að lifa...en ég gef honum sjéns...þó hann hafi alltaf verið andfúll...aaa...lítið sjálfstraust getur komið manni í skrýtnar aðstæður...

...veit ekki hvort ég ætti að telja upp síðustu ástirnar í meinum...þær hafa svo sem ekkert verið svo rosalegar...finnst bara fyndið þessar nafnagiftir sem maður finnur uppá í ímyndarafli sínu, biturleika og leit að ást...

...eeeen fortíðin er skemmtileg...gaman að hlægja að henni...hér stend ég með puttann á skjánum og hía á alla þá sem hafa auðgað mitt líf með misheppnuðum ástarsamböndum...ætti svo sem ekki að kalla þetta ástarsambönd þar sem lítið var um ást...nema blinda ást það er...ojæja...ég er hress...

...lífið mitt er yndislegt...
Stay black - Salinto!

18.6.04

...Oooog hvað er málið...

...með bloggleysi..fussumbuss...ég hef bara ekkert merkilegt að segja...

...nema hvað ég sá hinn ofurpródúseraða þátt Nylon á Skjá Einum í dag...huummmsa...hvað er það eiginlega?! Er ekki frekar að stelpurnar meiki það fyrst áður en þáttur er búinn til...eða hvað? Hef yfirleitt fengið þannig impression af svona þáttum hvað þeir séu tilgerðarlegir og umfjöllunarefninu ekki til góða...og það sama er uppá teningnum í þessum þætti...mér finnst þessar stelpur bara asnalegar...og þær syngja ekkert undursamlega vel...og af hverju fer Einar Bárða ekki í gymmið svona tíu sinnum í viku? Þetta feita svín...já ljótt að segja svona...en þetta er satt...svo situr hann eins og jabba the hut í sætinu sínu á meðan þær syngja og syngja og reyna að acta hipp og cool...æjjji sé þetta ekki alveg gerast...en þó...hann gæti gert eitthvað Birgittu Haukdal frensí úr þessum stelpum...því þær eru svo nice og almennilegar og allt það...og krakkar fíla það...

...og annað...hvað er málið með að taka bara einhver cover lög...heyrði þær samt syngja eitthvað frumsamið í þættinum og þá varð ég smá fegin að þær taka bara cover lög því frumsömdu lögin (þá samin af jabba the hut og einhverjum fleirum sniðugum) eru hryllingurinn eini á jörðinni eftir kjarnorkusprengju...ég hef reyndar ekki fyrirgefið þeim misþyrminguna á laginu Einhvers staðar, einhvern tímann aftur...ef Ellen Kristjáns væri dáin þá myndi hún taka kollhnís í gröfinni...

...oooog enn annað...hver er þessi Jasmine Olsen eiginlega?! Og hver gerði hana drottningu dans og framkomu?! Halló!?! Sá hana enginn í Eurovision?! Og hefur enginn séð hana syngja á sviði?! Og hvað er málið með að vera alltaf að blanda ýmsum málum saman...lærðu íslensku kona! Ég væri betri í að kenna þessum stelpum um framkomu og dans...ég sver það...Jasmine ætti bara að halda sig í Bandaríkjunum með Enrique Iglesias og taka Jabba the hut og Adda Fannar með sér...þá væri Ísland betri staður...

...mæli samt með Nylon...eins og raunveruleikaþættirnir þá vekja þeir upp góðar tilfinningar í hjarta mínum...sýna mér að ég get sungið betur en þær í sturtu...og þó ég hafi ekki vöxtinn, stóru augun eða síða hárið þá er ég samt sniðugri og læt ekki pródúsera mig fyrir asnalega star wars fígúra...hef svo sem ekki fengið tækifæri til þess...fyndið hvernig hugsanir manns um lífið breytast í svipstundu í biturleika...
Stay black - Salinto!

15.6.04

...Og um helgina...

...var ég svo voðalega healthy að ég hélt að ég yrði ekki eldri...reyndar hélt ég í alvörunni að ég yrði ekki eldri því það var svo brjálað veður...myndirnar getið þið séð hér og hér ...

...ég var plötuð útí göngu á Fimmvörðuhálsinn með gömlum vinnufélögum úr Skýrr...hún góða systir mín lét mig nú ekki fá mikinn fyrirvara og reyndi ég í miklu stressi að finna eitthvað sem ég gæti gengið í í allra veðra von þar sem fataskápurinn minn samanstendur af nælonsokkabuxum og skræpóttum pilsum...eeeen það gekk...nema gleymdi göngustöfum...

...og göngutúrinn byrjaði vel...vel valið fólk í hverju sæti í fallegu rútunni og mikið stuð og mikið gaman kl. 8 á laugardagsmorgni....og göngutúrinn byrjaði líka vel...smá úði en ekkert alvarlegt...síðan brast bylurinn á...við leituðum skjóls í ógeðslegum skála með fúkkalykt og reyndum að hlýja okkur eftir þriggja og hálfs tíma göngu en þurftum svo að halda aftur út köld og blaut...

...eftir sjö tíma göngu glytti loksins í sólskinið og Þórsmörk nálgaðist...þá var glatt á hjalla og þegar niður var komið voru aumir fótleggir lagðir í bleyti í eldheitri sturtu í heilar tvær og hálfa mínútu...

...þó svartsýnin hafi þrúgað mitt litla, blauta hjarta þá lagaðist allt eftir einn bjór og mikið var stuðið eftir þennan fyrsta...annan...þriðja...nokkur skot af hot and sweet...fjórða...fimmta...ooooog svo veit ég ekki hvað...

...á sunnudagsmorgun þjakaði mig hausverkur og alemnn þynnka eftir ógeðislakkrísdrykkinn...

...mikið óskaplega var nú gott líka að koma heim og knúsa ektamanninn og kúra aðeins hjá honum í hlýju rúmi...þó var göngutúrinn mjög vel heppnaður og skemmtilegt fyddlerí með góðu fólki og bíð ég bara eftir að ganga aftur...veeeeiiii...
Stay black - Salinto!

11.6.04

...Og ég er heltekin af...

...Family Guy...

...ektamaðurinn gerði þau mistök að gefa mér series 1 og 2 þegar hann kom heim frá Lundúnaborg...mouhahaha...it´s just me and the tv...


Which Family Guy character are you?


Stay black - Salinto!

9.6.04

...Og í dag...

...á ég ammæli eftir akkúrat þrjá mánuði...jiiiiibbbbýýýýý!
Stay black - Salinto!

6.6.04

...Og ég held að það sé fátt...

...skemmtilegra en fréttavakt um helgar...allavega í dag...fékk bara að fara út með ljósmyndara niðrá höfn og skoða mannlífið á sjómannadaginn..

...held að fólkið hér sé alveg búið að fatta að ég er enginn stórfréttamaður (ennþá) og leyfir mér þá að dúllast í þessum nýliðaverkefnum...sem er ágætt...ég fíla það vel í bili...þangað til metnaðarhjartað skoppar úr brjósti mér, bankar á öxlina á herra Gunnari Smára Egilssyni og pantar að fara undercover sem hóra á hóruhúsi alþingismannanna...

...svona er framtíðin...svona er Ísland í dag...
Stay black - Salinto!

5.6.04

...Og ég er...

...grasekkja núna þangað til á mánudagskvöldið...

...hmmm...það er nú svoldið skrýtið...samt allt í lagi á daginn sko...en kvöldin eru soldið skrýtin...ekkert gaman að sofna einn allt í einu...eeeen maður getur víst vanist öllu...

...svo eru mamma og pabbi búin að bjóða mér í mat alla þessa viku...það er voðalega fínt...búnað fá fisk og gúllas og tortillas...mmmm...maturinn hennar mömmu er náttúrulega alltaf bestur...þótt ég sé nú alger snilldar kokkur...

...en ég einmitt svaf heima hjá múttu og fatta í gær...horfði á síðasta Friends þáttinn í gær...fusss...leist ekkert á hann...gellan sem fæddi börnin fyrir Monicu og Chandler hefði náttúrulega átt að vilja halda öðru barninu og skapa smá conflict...Rachel hefði átt að fljúga til Frakklands anyway...ooooog þetta hefði átt að vera aðeins meira vesen...svona fyrst þetta var síðasti þátturinn...og auðvitað hefði hann átt að vera soldið langur...eeeen jæja...það er ekki á allt kosið...skrýtið að hafa enga Friends lengur...núna vantar mér fjórar spólur í tíundu seríu og þá á ég allt...mér finnst það ekkert smá gaman þó ég sé alger nörd...

...Lifi Friends! Lifi Liljan! Lifi byltingin!
Stay black - Salinto!
...Og jæja...

...ætli maður verði ekki að blogga aðeins...reyndar hef ég verið að reyna það þessa vikuna en það er eitthvað að browsernum uppí tölvunni minni þannig að það virkar ekki...svo hef ég eiginlega ekki haft tíma til þess uppá síðkastið...maður er svona smá að renovating íbúðina hjá ektamanninum...nýta tækifærið meðan hann er erlendis...ó já...maður er bara grasekkja...

...eeeen jæja...smá update kannski...fór á KoRn síðasta sunnudag...og það var GEÐVEIKT! Vááá maður...hefði aldrei trúað því að þetta myndi verða svona geðveikt...ég var nú aðdáandi fyrir svona fjórum árum og finnst þeir hafa dalað ansi mikið síðan þá...en viti menn...þeir náðu að komast hjá því að spila nema um fjögur ný lög og annars voru þeta bara golden oldies...fíla það vel! Úúúújeeeee beibí...ég hoppaði og skoppaði og söng með nærri öllum lögunum...og var svo veeeel sveitt...á meðan ektamaður stóð með krosslagðar hendur og búinn að fyrirfram ákveða að það myndi verða leiðinlegt...hann um það...þetta eru einir bestu tónleikar sem ég hef farið á...og stemmingin...meeen ó meeen....þrátt fyrir alltof mikið samansafn af ljótu fólki þá var stemmingin alger snilld! Snilld! Snilld! Nú bíð ég bara eftir Metallicu...
Stay black - Salinto!

28.5.04

...Og það er gaman að þessu...

LLuscious
IInnocent
LLight
JJoyous
AArty

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com

Stay black - Salinto!
...Og ég held að ég þurfi...

...að fara að gera eitthvað róttækt í þessu með mig...ég sofna bókstaflega hvar sem er og hvenær sem er...

...gott dæmi er gærkvöldið...ektamaðurinn kom óvenju snemma heim úr vinnu og ég auðvitað stakk uppá bíóferð...en fyrst þurftum við að klára að horfa á spólu sem við tókum deginum áður...og jújú...við komum okkur vel fyrir í sófanum og smelltum á play...og viti menn...eftir að bandið hafði rúllað í um 10 mínútur þá var Liljan sofnuð...og það steinsofnuð...man ekki einu sinni eftir ferðinni inní rúm...

...og þetta gerist alltaf...og ekki bara yfir vídjó heldur yfir nærri því öllum bíómyndum sem ég sé í bíó...fusssss...

...held ég barasta hætti að horfa á bíómyndir og byrji að lesa bækur því að þessu má leiða að bíómyndir séu rót alls ills...það held ég allavega...
Stay black - Salinto!
...Og nú er ég búin...

...að vera að brjóta heilann um það í heila tvo daga hvernig heyrnarlaust fólk vaknar á morgnana...því ekki heyrir það í vekjaraklukkunni...ekki heyrir það ef bankað er á hurðina og ekki heyrir það í símanum...hmmm...svör óskast sem fyrst svo heilinn minn geti haldið áfram í sinni venjulegu rútínu...hugsa um nakta karlmenn og áfengi..
Stay black - Salinto!

27.5.04

...Og rétt í þessu...

...var ég að fjárfesta í miðum á Edith Piaf 2. júní í Þjóðleikhúsinu...ooo...hlakka ekkert smá til...þvílíkt langt síðan maður hefur stigið fæti inní leikhús...hvað þá farið á leiksýningu...og föruneytið spillir sko aldeilis ekki fyrir...Iðunn, Sigga Vala V og Linda...gerist það betra? Og svo náttúrulega mennirnir okkar...Orlando Bloom, Jude Law, Nick Cave og Sean Penn...og Sean Penn er sko minn maður..og bara minn maður...soldið leiðinlegt samt að maður sér hann svo sjaldan þar sem við búum í sitthvoru landinu...og alveg magnað að hafa náð öllum mönnunum saman á sama tíma...ooo...þetta verður geggjað!

...annars er það kjúklingaboð hjá Mörthu Stuart í kvöld þar sem boðið verður uppá eitthvað indverskt gómsæti og vín með...ætli ég taki ekki með mér Ozzy og Eddie Vedder...og kannski Britney ef hún verður góð...

...í fyrramálið er síðan morgunmatur á Kaffitár með vinnufélögunum...Meg Ryan kemst reyndar ekki en bæði Robert Smith og Kelis eru búin að staðfesta komu sína þannig að við náum allavega eitthvað að ræða og skipuleggja...Bobby, Kelis og ég erum nefnilega svo gott teymi og alltaf hægt að reiða á Usher líka til að leggja okkur lið...líst vel á þetta...

...annars er ég farin í dag...hætt að sósjalæsa því ég vinn svo mikið...hó hó hó...meira hætt að sósjalæsa því ég er löt bykkja...usss...svona segir maður ekki...nú röfla ég og röfla...svefngalsi punktur is...kannski ég kíki bara í eina vindil og tvöfaldan vodka í vatn...eða bara white russian með lakkrísröri....ég sé til...

...sakna smáauglýsingastelpnanna...snökt...elska vinnuna mína...andstyggilegt að fá ekki það góða úr tveim heimum...
Stay black - Salinto!
...Og á þriðjudagskvöldið...

...var það Pixies tónleikar í Krikanum...

...ég er bara nokkuð sátt við þessa tónleika...ég þekkti eiginlega lögin þrátt fyrir að hafa aldrei hlustað á heila plötu...eða bara aldrei hlustað á plötu heldur bara á útvarpið...

...eeen það vantaði stemminguna...fólk var svona frekar dautt nema þessir fáu sem nenntu að hanga upp við sviðið og slamma og halda uppi kveikjaranum sínum eins og fávitar...og hljómsveitin var svo sem ekkert að reyna að peppa hana upp heldur romsaði öllum lögunum í gegn liggur við án þess að stoppa...eins og þeir nenntu þessu alls ekki og vildu bara komast heim að sofa...frekar skítt...

...eeeen ég er samt sátt...nú eru Pixies og Kraftwerk jöfn í fyrsta sæti yfir bestu tónleika sumarsins...aldrei að vita nema KoRn á sunnudaginn geti breytt þeirri stöðu eitthvað...we´ll see...
Stay black - Salinto!

25.5.04

...Og um helgina...

...gladdi minn yndislegi ektamaður mig með yndislegri kvikmynd á yndislegu DVD formi...jú myndin sú heitir því yndislega nafni Love Actually og er hreint út sagt ein sú yndislegasta mynd sem ég hef séð...

...ég veit samt ekki hvað er með mig og svona kvennamyndir...ég er algjör sökker fyrir þeim...ætli ég sé ekki bara álíka mikill skitsó í svona myndavali eins og tónlistarsmekk...ææjjji veit ekki...sitt sýnist hverjum...en einu myndirnar sem ég felli tár yfir eru einmitt svona rómans kvennamyndir...mér finnst eitthvað svo yndislega gleðilegt við fólk sem finnur hamingjuna...þó það sé bara persónur í kvikmynd...myndir eins og Pretty Woman, Dirty Dancing, 4 Weddings and a Funeral, Notting Hill og Love Actually fá mig alltaf til að væla...og ég er stolt af því!
Stay black - Salinto!
...Og í kvöld...

...eru það svo Pixies..fíla það vel...
Stay black - Salinto!

24.5.04

...Og í dag á merkur maður ammæli...

...enginn annar en minn besti vinur Nurse Óli fagnar 24 ára ammæli sínu í dag. Fagnar hann einnig nýrri íbúð og barni á leiðinni en það er nú önnur og hjarnæmari saga...

...fjárfesti ég í frábærri gjöf fyrir hann Óla þó ég segi sjálf frá og eins gott að hann verði ánægður...og ef hann verður ekki ánægður þá er eins gott fyrir hann að þykjast vera ánægður...ég læt áhangendur mína vita á miðvikudaginn þar sem plönuð er heimsókn til hans annað kvöld...gaman gaman...

...annars reyndi ég að ná í mann á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í dag og það var nú þrautinni þyngri...ég var gefin á milli að minnsta kosti þriggja mismunandi aðila og loksins þegar ég fékk nafnið á manninum sem ég var víst að leita að þá bara slitnaði sambandið og skellt var á mitt yndisfagra eyra...hvert er heimurinn eiginlega að fara? Ég vissi ekki að kynþokki minn smitaði svona út frá sér og gæti slitið sambönd hér og þar um bæinn...ég þarf greinilega að fara að athuga klæðaburð minn, fas og raddbreytingu...annars er Ísland á leiðinni til kölska frænda míns...

...annars einkennir svefngalsi og almenn ánægja skap mitt í dag...fékk það ánægjulega verkefni að forvitnast um óverðtryggð lán hjá Íslandsbanka sem ég hef álíka mikið vit á og bananahýði og því var það mikið þrautvirki að böggla þessum leirburði út úr mér á prent og í blaðið...usss...

...nú er stefnan að drulla sér heim...eða "heim" og elda eitthvað gómsætt fyrir ektamanninn sem bíður hinum meginn við vegginn...glorsoltinn og gráhærður...
Stay black - Salinto!
...Og nú er bara búið...

...að vera bloggfrí í viku...what´s going on?!

...tja...það að vera ekki með tölvu "heima" er alveg ónýtt...fátt þægilegra en að snúa heim eftir langan dag, fá sér gott að borða, láta hugann reika og festa það allt á prent með hjálp míns ástsæla Blogger...

...eeen nú er internet-notkun mín takmörkuð við vinnuna og þar sem nóg er að gera þar þá má búast við dræmum bloggfærslum þangað til tölvumálin heima við komast í lag...

...so long...farewell...ég er orðin gegnsýrð af Family Guy...vúússsj...
Stay black - Salinto!

17.5.04

...Og nú er fyrsta degi mínum...

...í blaðamennsku lokið...ó well ó well...

...veit ekki hvernig ég stóð mig en ég held að þetta hafi gengið svona ágætlega...reyndar var ég svoldið utanvelta þar sem ekkert var fyrir mig skrifborðið eða tölva...þannig að ég plantaði mér bara einhvers staðar hjá einhverjum sem var í fríi...eeen vonandi breytist það á næstu dögum...

...þetta leggst bara vel í mig...fæ að skrifa í Birtu og Allt-síðurnar og það getur verið bara sérdælis prýðilegt...lífið er bara nokkuð yndislegt...
Stay black - Salinto!