...Og það er komin...
...ný könnun...
Stay black - Salinto!
4.6.05
3.6.05
...Og hvað getur maður...
...sagt...
...búin að vera í Elvis búning í allan dag með Mini Pops sólgleraugu...
...búin að vera að drekka síðan rúmlega ellefu í morgun...
...klukkan er núna hálf átta og ég er enn lifandi...
...eftir smá kemur Íris og þá förum við að redda vinningum og síðan í partí í Versölum...
...ef ég verð ekki dáin fyrir tíu þá er það persónulegt met...
...ég er búin að fá fullt af mútum í dag fyrir að vera í dómnefnd...svo sem miða á Duran Duran, eigin heimasíðu -- irisogliilja.com, tvo miða í Þjóðleikhúsið, tvo miða í Borgarleikhúsið, nammi, vindil, fjóra miða í bíó fyrir tvo, blóm, konfekt...og svona mætti lengi telja...
...og ef einvher ógeðslegur slísí gaur reynir að koma nálægt mér á þessum frábæra degi þá kýli ég hann kaldan...
Stay black - Salinto!
...sagt...
...búin að vera í Elvis búning í allan dag með Mini Pops sólgleraugu...
...búin að vera að drekka síðan rúmlega ellefu í morgun...
...klukkan er núna hálf átta og ég er enn lifandi...
...eftir smá kemur Íris og þá förum við að redda vinningum og síðan í partí í Versölum...
...ef ég verð ekki dáin fyrir tíu þá er það persónulegt met...
...ég er búin að fá fullt af mútum í dag fyrir að vera í dómnefnd...svo sem miða á Duran Duran, eigin heimasíðu -- irisogliilja.com, tvo miða í Þjóðleikhúsið, tvo miða í Borgarleikhúsið, nammi, vindil, fjóra miða í bíó fyrir tvo, blóm, konfekt...og svona mætti lengi telja...
...og ef einvher ógeðslegur slísí gaur reynir að koma nálægt mér á þessum frábæra degi þá kýli ég hann kaldan...
Stay black - Salinto!
2.6.05
...Og í dag...
...fórum við Íris Crazyness í myndatöku hjá herra Ara Magg...Magginn sjálfur tók reyndar ekki myndir sjálfur...
...en við vorum teknar upp um leið og við vorum myndaðar fyrir trailer fyrir nýju stöðina hjá 365, Sirkus...held það verði stuð á henni...svo verðum við bara að taka upp sketsjin okkar í næstu viku og stuð...it´s finally becoming a reality...sem er ótrúlega fyndið...okkur finnst þetta hálf skrýtið...en fylgist með Sirkus...
...svo er hreingerningardagur á morgun og við Íris erum í nefndinni eins og alltaf...við mætum í grímubúningum sko...verðum rokkstjörnur...eins og okkur sæmir enda erum við svo crazy, flippaðar og ekki má gleyma ógeðslega frægar...við munum ganga á milli í vinnunni...athuga hvort fólk er ekki búið að taka til og taka við mútum...gaman gaman...förum í hádeginu og kaupum okkur bjór og höfum gaman að...stuuuð...
Stay black - Salinto!
...fórum við Íris Crazyness í myndatöku hjá herra Ara Magg...Magginn sjálfur tók reyndar ekki myndir sjálfur...
...en við vorum teknar upp um leið og við vorum myndaðar fyrir trailer fyrir nýju stöðina hjá 365, Sirkus...held það verði stuð á henni...svo verðum við bara að taka upp sketsjin okkar í næstu viku og stuð...it´s finally becoming a reality...sem er ótrúlega fyndið...okkur finnst þetta hálf skrýtið...en fylgist með Sirkus...
...svo er hreingerningardagur á morgun og við Íris erum í nefndinni eins og alltaf...við mætum í grímubúningum sko...verðum rokkstjörnur...eins og okkur sæmir enda erum við svo crazy, flippaðar og ekki má gleyma ógeðslega frægar...við munum ganga á milli í vinnunni...athuga hvort fólk er ekki búið að taka til og taka við mútum...gaman gaman...förum í hádeginu og kaupum okkur bjór og höfum gaman að...stuuuð...
Stay black - Salinto!
1.6.05
...Og mér finnst...
...Pamela Anderson ótrúlega sjarmerandi og heillandi kona þrátt fyrir að hún sé sílíkonbomba...sem sannar það að ekki allar sílíkonbombur eru ógeðslegar þó að "konur" eins og Jordan, Carmen Electra og Lolo Ferrari hafi reynt að sýna heiminum annað...
...en Pamela er sko alvöru kona...og hún er með heila...það er líka bara eitthvað við hana sem ég fíla...allt í einu...las viðtal við hana í GQ og fílaði hana vel...ég held að hún sé idolið mitt núna...
...annars er myndataka á morgun hjá Ara Magg svo ég og Íris getum loksins orðið heimsfrægar...
Stay black - Salinto!
...Pamela Anderson ótrúlega sjarmerandi og heillandi kona þrátt fyrir að hún sé sílíkonbomba...sem sannar það að ekki allar sílíkonbombur eru ógeðslegar þó að "konur" eins og Jordan, Carmen Electra og Lolo Ferrari hafi reynt að sýna heiminum annað...
...en Pamela er sko alvöru kona...og hún er með heila...það er líka bara eitthvað við hana sem ég fíla...allt í einu...las viðtal við hana í GQ og fílaði hana vel...ég held að hún sé idolið mitt núna...
...annars er myndataka á morgun hjá Ara Magg svo ég og Íris getum loksins orðið heimsfrægar...
Stay black - Salinto!
31.5.05
...Og ég er loksins...
...búin að jafna mig eftir ævintýri helgarinnar...var vel mygluð í gær...fór í spinning eftir vinnu og sofnaði í seinni partinum sem er jóga...fór heim...horfði á sjónvarpið og rotaðist yfir því...
...í morgun var erfitt að vakna og dröttuðumst við ektamaðurinn ekki úr rúminu fyrr en klukkan var farin að ganga níu...
...en dagurinn var hress...mjög hress...skemmtilegur...hjólaði í vinnuna með bros í hjarta og dagurinn fór í ágætlega mikla vinnu og ansi margar tölvupóstssendingar þar sem ég og Íris crazyness erum búnar að koma okkur í hreingerningarnefnd...við klæðum okkur í grímubúning á föstudaginn...sjáum til þess að fólk taki til...tökum við mútum og djömmum svo um kvöldið...hell yeah!
...eftir vinnu fór ég í spinning og deeeem hvað ég tók vel á því...djísus...það var ekki þurr blettur á bolnum mínum...ekki fallegt...en góð tilfinning...
...svo er ektamaðurinn á leiðinni heim úr vinnunni og planið er að fara á Star Wars III...ég sofna örugglega...en það er allt í lagi því við fáum þetta ókeypis...
Stay black - Salinto!
...búin að jafna mig eftir ævintýri helgarinnar...var vel mygluð í gær...fór í spinning eftir vinnu og sofnaði í seinni partinum sem er jóga...fór heim...horfði á sjónvarpið og rotaðist yfir því...
...í morgun var erfitt að vakna og dröttuðumst við ektamaðurinn ekki úr rúminu fyrr en klukkan var farin að ganga níu...
...en dagurinn var hress...mjög hress...skemmtilegur...hjólaði í vinnuna með bros í hjarta og dagurinn fór í ágætlega mikla vinnu og ansi margar tölvupóstssendingar þar sem ég og Íris crazyness erum búnar að koma okkur í hreingerningarnefnd...við klæðum okkur í grímubúning á föstudaginn...sjáum til þess að fólk taki til...tökum við mútum og djömmum svo um kvöldið...hell yeah!
...eftir vinnu fór ég í spinning og deeeem hvað ég tók vel á því...djísus...það var ekki þurr blettur á bolnum mínum...ekki fallegt...en góð tilfinning...
...svo er ektamaðurinn á leiðinni heim úr vinnunni og planið er að fara á Star Wars III...ég sofna örugglega...en það er allt í lagi því við fáum þetta ókeypis...
Stay black - Salinto!
29.5.05
...Og gærkvöldið...
...var eitt það skemmtilegasta í lífi mínu sveimérþá...það var svo skemmtilegt að ég nenni að sitja við eldhúsborðið klukkan 11 á sunnudagsmorgni grútþunn með kókómjólk í annarri að skrifa um það...vá...
...byrjaði á að fara í partí til Óla eftir mikið föndur en ég gaf honum drykkjuspil sem ég er persónulega mjög ánægð með...það er svona...þegar maður á ekki mikinn pening þá fær maður alltaf svona góðar hugmyndir...enníhús...það var rosa gaman hjá Óla og gaman að hitta krakkana alla en samt sérstaklega Óla, Gumma og Össa sem voru náttúrulega mínir aðaldjammfélagar ekki fyrir svo löngu síðan...Gummi náði að plata mig til Eyja um Verslunarmannahelgina sem ég er enn að melta en hann ætlar að hringja í mig í dag og staðfesta komu mína hehehe...gaman að því...
...Eva besta vinkona kom með mér til Óla og þegar Pravda (ullabjakk...ógeðslegur staður) var farið að fyllast af útlendingum, tjokkóum og eineltiscaseum síðan í grunnskóla þá flúðum við á Ölstofuna þar sem ég vissi af Siggu Völu Vaff og Iðunni Kylie Minouge í góðum fílíng...og von á góðum félagsskap...
...eftir afskaplega stutta stund á Ölstofunni gafst Eva upp enda ekki búin að byggja upp eins sterkt ónæmiskerfi og ég fyrir litlu lofti og miklum reyk...hún fór á vit ævintýranna á meðan ég varð eftir í góðra vina hópi á Öllaranum...
...og það sem gerðist næst er eiginlega óútskýranlega fyndið...ég vaknaði í morgun og fór að rifja upp kvöldið og byrjaði bara að hlæja...svo gaman var það...og súrrealískt en mjög private þannig að ég held að enginn í heiminum hafi fundist svona gaman að þessu öllu saman nema mér og Siggu Völu Vaff...
...basically þá hittum við Sigga Vala Vaff alla sem við höfum nokkurn tímann gert grín að um tímana og meira til...sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík settist hjá okkur blindfull og vitlaust og greinilega búin að æfa sig að gefa ekkert uppi um borgarmálin í Reykjavík þó hún geti varla staðið...reyndi að peppa hana um hin ýmsu mál en ávallt kom svarið "Það kemur í ljós"...síðan sat sótölvuð kona við hliðina á okkur sem ég kynnti óspart sem Önnu Kournikovu, rússneski tennismeistarinn, fyrir fólki...hún var svo ölvuð að hún gat ekkert sagt og gekkst við nýja nafninu enda ekki leiðum að líkjast...
...og sumir gætu furðað sig á því að ég sé vakandi núna eftir að hafa byrjað að drekka klukkan tæplega fimm í stúdentsveislu hjá frænda ektamannsins...og komið heim klukkan tæplega fimm um nóttina...og fyndna er að ég átti þúsund krónur inn á kortinu mínu en ég veit ekki hve marga bjóra ég drakk...guð blessi ástsjúka karlmenn og allt sem þeim fylgir...
...en ég er vöknuð í dag vegna þess að ég er einkar lunkin við að taka að mér skemmtileg verkefni daginn eftir fyllerí...og helst verkefni sem krefjast þess að ég vakna fyrir allar aldir...í dag er það bakstur á Jóa Fel brownies fyrir barnaafmæli sem byrjar klukkan 14.00...gæti það verið betra? En ég fæ allavega fullt af kökum og heitan brauðrétt á eftir...
Stay black - Salinto!
...var eitt það skemmtilegasta í lífi mínu sveimérþá...það var svo skemmtilegt að ég nenni að sitja við eldhúsborðið klukkan 11 á sunnudagsmorgni grútþunn með kókómjólk í annarri að skrifa um það...vá...
...byrjaði á að fara í partí til Óla eftir mikið föndur en ég gaf honum drykkjuspil sem ég er persónulega mjög ánægð með...það er svona...þegar maður á ekki mikinn pening þá fær maður alltaf svona góðar hugmyndir...enníhús...það var rosa gaman hjá Óla og gaman að hitta krakkana alla en samt sérstaklega Óla, Gumma og Össa sem voru náttúrulega mínir aðaldjammfélagar ekki fyrir svo löngu síðan...Gummi náði að plata mig til Eyja um Verslunarmannahelgina sem ég er enn að melta en hann ætlar að hringja í mig í dag og staðfesta komu mína hehehe...gaman að því...
...Eva besta vinkona kom með mér til Óla og þegar Pravda (ullabjakk...ógeðslegur staður) var farið að fyllast af útlendingum, tjokkóum og eineltiscaseum síðan í grunnskóla þá flúðum við á Ölstofuna þar sem ég vissi af Siggu Völu Vaff og Iðunni Kylie Minouge í góðum fílíng...og von á góðum félagsskap...
...eftir afskaplega stutta stund á Ölstofunni gafst Eva upp enda ekki búin að byggja upp eins sterkt ónæmiskerfi og ég fyrir litlu lofti og miklum reyk...hún fór á vit ævintýranna á meðan ég varð eftir í góðra vina hópi á Öllaranum...
...og það sem gerðist næst er eiginlega óútskýranlega fyndið...ég vaknaði í morgun og fór að rifja upp kvöldið og byrjaði bara að hlæja...svo gaman var það...og súrrealískt en mjög private þannig að ég held að enginn í heiminum hafi fundist svona gaman að þessu öllu saman nema mér og Siggu Völu Vaff...
...basically þá hittum við Sigga Vala Vaff alla sem við höfum nokkurn tímann gert grín að um tímana og meira til...sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík settist hjá okkur blindfull og vitlaust og greinilega búin að æfa sig að gefa ekkert uppi um borgarmálin í Reykjavík þó hún geti varla staðið...reyndi að peppa hana um hin ýmsu mál en ávallt kom svarið "Það kemur í ljós"...síðan sat sótölvuð kona við hliðina á okkur sem ég kynnti óspart sem Önnu Kournikovu, rússneski tennismeistarinn, fyrir fólki...hún var svo ölvuð að hún gat ekkert sagt og gekkst við nýja nafninu enda ekki leiðum að líkjast...
...og sumir gætu furðað sig á því að ég sé vakandi núna eftir að hafa byrjað að drekka klukkan tæplega fimm í stúdentsveislu hjá frænda ektamannsins...og komið heim klukkan tæplega fimm um nóttina...og fyndna er að ég átti þúsund krónur inn á kortinu mínu en ég veit ekki hve marga bjóra ég drakk...guð blessi ástsjúka karlmenn og allt sem þeim fylgir...
...en ég er vöknuð í dag vegna þess að ég er einkar lunkin við að taka að mér skemmtileg verkefni daginn eftir fyllerí...og helst verkefni sem krefjast þess að ég vakna fyrir allar aldir...í dag er það bakstur á Jóa Fel brownies fyrir barnaafmæli sem byrjar klukkan 14.00...gæti það verið betra? En ég fæ allavega fullt af kökum og heitan brauðrétt á eftir...
Stay black - Salinto!
26.5.05
25.5.05
...Og það er...
...miðvikudagskvöld og America´s Next Top Model búið...hvað á maður þá eiginlega að gera?
...annars var ég að koma úr spinning...fjórði tíminn á fimm dögum...hell yeah...ég er algjörlega húkked á þessu spinning dæmi...ótrúlegt en satt...ég fór einu sinni í spinning fyrir mörgum árum og fannst það ótrúlega leiðinlegt...en viti menn...nú er spinning bakterían komin í Liljuna...kaldhæðna er að ég hjóla allt sem ég fer nema í spinning tíma...
Stay black - Salinto!
...miðvikudagskvöld og America´s Next Top Model búið...hvað á maður þá eiginlega að gera?
...annars var ég að koma úr spinning...fjórði tíminn á fimm dögum...hell yeah...ég er algjörlega húkked á þessu spinning dæmi...ótrúlegt en satt...ég fór einu sinni í spinning fyrir mörgum árum og fannst það ótrúlega leiðinlegt...en viti menn...nú er spinning bakterían komin í Liljuna...kaldhæðna er að ég hjóla allt sem ég fer nema í spinning tíma...
Stay black - Salinto!
22.5.05
...Og alltaf þegar ég segi fólki...
...að ég sé að fara að læra leiklist þá finnst því það rosalega merkilegt og játa að það sé draumur þess og hafi verið í langan tíma...magnað...ég hélt að fáir deildu þessum draumi með mér...vonandi láta bara sem flestir drauma sína rætast...það er notaleg tilfinning...þó hún sé bæði ógnvekjandi og góð...
...en næst á eftir dramajátningunni kemur spurningin sem ég er orðin mjög leið á - "Fer ektamaðurinn með þér?"...BAAA...eins og það skipti ekkert annað máli...og bara til að láta alla vita þá er það óráðið...there...stop asking...
Stay black - Salinto!
...að ég sé að fara að læra leiklist þá finnst því það rosalega merkilegt og játa að það sé draumur þess og hafi verið í langan tíma...magnað...ég hélt að fáir deildu þessum draumi með mér...vonandi láta bara sem flestir drauma sína rætast...það er notaleg tilfinning...þó hún sé bæði ógnvekjandi og góð...
...en næst á eftir dramajátningunni kemur spurningin sem ég er orðin mjög leið á - "Fer ektamaðurinn með þér?"...BAAA...eins og það skipti ekkert annað máli...og bara til að láta alla vita þá er það óráðið...there...stop asking...
Stay black - Salinto!
20.5.05
...Og hvenær ætla...
...Íslendingar að skilja að það eru dragdrottningalegar konur og dansandi strákar sem koma okkur áfram á Eurovision...ekki fimm konur sem klæddar eru eins og skrýtin dýr í norrænni goðafræði...það er bara ekki on...við þurfum ekki að vera svona djúp...það er öllum skítsama hvort sem er...
...en gærkvöldið var skemmtilegt...sýndi lit í kosningarbúðum Ágústs Ólafs þó ég megi ekki kjósa en sötraði fría bjórinn hans þangað til ég gat varla staðið lengur...og þá var klukkan bara níu! Byrjaði reyndar með því að horfa á íslenska lagið og nokkur lög á undan á Cafe Cozy og það var sko stemmari í lagi...við erum að tala um að sætu samkynhneigðu mennirnir og fag hag vinkonur þeirra kunnu öll lögin utan að...svo þegar stóri dansparturinn í laginu hennar Selmu kom þá ætlaði allt um koll að keyra...jidúddamía...
...ég er samt fegin að Noregur komst áfram þó að það sé vissulega svekkjandi að horfa á eftir Selmu...Noregur vinnur þessa keppni...ég var sannspá í fyrra með Ruslönu og vonandi verð ég það aftur í ár...
...en í gær komumst við Íris einu skrefi nær heimsfrægð og ég er ekki frá því að við náum henni áður en sumarið er úti...en það kemur betur í ljós síðar...
Stay black - Salinto!
...Íslendingar að skilja að það eru dragdrottningalegar konur og dansandi strákar sem koma okkur áfram á Eurovision...ekki fimm konur sem klæddar eru eins og skrýtin dýr í norrænni goðafræði...það er bara ekki on...við þurfum ekki að vera svona djúp...það er öllum skítsama hvort sem er...
...en gærkvöldið var skemmtilegt...sýndi lit í kosningarbúðum Ágústs Ólafs þó ég megi ekki kjósa en sötraði fría bjórinn hans þangað til ég gat varla staðið lengur...og þá var klukkan bara níu! Byrjaði reyndar með því að horfa á íslenska lagið og nokkur lög á undan á Cafe Cozy og það var sko stemmari í lagi...við erum að tala um að sætu samkynhneigðu mennirnir og fag hag vinkonur þeirra kunnu öll lögin utan að...svo þegar stóri dansparturinn í laginu hennar Selmu kom þá ætlaði allt um koll að keyra...jidúddamía...
...ég er samt fegin að Noregur komst áfram þó að það sé vissulega svekkjandi að horfa á eftir Selmu...Noregur vinnur þessa keppni...ég var sannspá í fyrra með Ruslönu og vonandi verð ég það aftur í ár...
...en í gær komumst við Íris einu skrefi nær heimsfrægð og ég er ekki frá því að við náum henni áður en sumarið er úti...en það kemur betur í ljós síðar...
Stay black - Salinto!
18.5.05
...Og hver ætli...
...sé kominn inn í leiklistarskóla í Árósum í Danmörku...
...tja...ef það er ekki sjálf Liljan! Öll framlög berist til mín í pósti...kransar og blómvendir afþakkaðir...
Stay black - Salinto!
...sé kominn inn í leiklistarskóla í Árósum í Danmörku...
...tja...ef það er ekki sjálf Liljan! Öll framlög berist til mín í pósti...kransar og blómvendir afþakkaðir...
Stay black - Salinto!
16.5.05
...Og vááááá...
...hvað Keira Knightley er sjoppuleg...
...ég var í bíó á The Jacket og ég get varla horft á manneskjuna hún fer svo í taugarnar á mér...það er alveg sama hvað hún gerir...ég bara kaupi hana ekki...þessi munnur...aaarggg...ég myndi borga einhverjum mikinn pening fyrir að hreinlega tjoppa hann af...
...en The Jacket er fín...eða ekki...veit ekki alveg hvað mér finnst ennþá...
Stay black - Salinto!
...hvað Keira Knightley er sjoppuleg...
...ég var í bíó á The Jacket og ég get varla horft á manneskjuna hún fer svo í taugarnar á mér...það er alveg sama hvað hún gerir...ég bara kaupi hana ekki...þessi munnur...aaarggg...ég myndi borga einhverjum mikinn pening fyrir að hreinlega tjoppa hann af...
...en The Jacket er fín...eða ekki...veit ekki alveg hvað mér finnst ennþá...
Stay black - Salinto!
15.5.05
...Og...
...nú þeytist ég um allan bæ á stálfáknum mínum...nei...ekki nýja Toyotan mín heldur hjól sem hann karl faðir minn lánaði mér...ég tek því samt eins og hann hafi gefið mér það...hann veit það reyndar ekki en ég veit það...
...tjéð hjól er búið að standa úti í allan vetur og var því dável ryðgað þegar það lenti í höndum og fótum mínum...hann lánaði mér það tveim dögum áður en ég fór til Danmerkur og náði ég að venjast því vel á þeim tíma með góðum ferðum hingað og þangað...
...í gær var ég sest á hjólið um tíu um morguninn og fór ekki af því fyrr en um hádegisbil...náði að kaupa mér sniðuga körfu framan á hjólið og nýja bjöllu þar sem hin var farin að molna niður úr ryði...áðan vaknaði ég snemma og hjólaði niður í 10-11 í Lágmúla og keypti mér stálull og tók lítið kast á hjólið...og þvílíkur munur...fullt af ryði bara farið...
...næst á dagskrá er að mála hjálið fallega grænt og skreyta það með ýmsu tilfallandi...eins og það sé ekki horft nóg á mig...því eins og flestir vita á ég engar buxur og geng því bara á pilsi og hjóla því í pilsi...nýja flotta leðurjakkanum mínum og kúrekastígvélum dauðans...og auðvitað með nokkrar perlufestar um hálsinn...já það er aðeins horft en mér er alveg sama...ég veit að ég er töff...
...en á eftir fer ég í fermingarveislu sem ég reyndi að koma mér undan en tókst ekki...hrollur...
Stay black - Salinto!
...nú þeytist ég um allan bæ á stálfáknum mínum...nei...ekki nýja Toyotan mín heldur hjól sem hann karl faðir minn lánaði mér...ég tek því samt eins og hann hafi gefið mér það...hann veit það reyndar ekki en ég veit það...
...tjéð hjól er búið að standa úti í allan vetur og var því dável ryðgað þegar það lenti í höndum og fótum mínum...hann lánaði mér það tveim dögum áður en ég fór til Danmerkur og náði ég að venjast því vel á þeim tíma með góðum ferðum hingað og þangað...
...í gær var ég sest á hjólið um tíu um morguninn og fór ekki af því fyrr en um hádegisbil...náði að kaupa mér sniðuga körfu framan á hjólið og nýja bjöllu þar sem hin var farin að molna niður úr ryði...áðan vaknaði ég snemma og hjólaði niður í 10-11 í Lágmúla og keypti mér stálull og tók lítið kast á hjólið...og þvílíkur munur...fullt af ryði bara farið...
...næst á dagskrá er að mála hjálið fallega grænt og skreyta það með ýmsu tilfallandi...eins og það sé ekki horft nóg á mig...því eins og flestir vita á ég engar buxur og geng því bara á pilsi og hjóla því í pilsi...nýja flotta leðurjakkanum mínum og kúrekastígvélum dauðans...og auðvitað með nokkrar perlufestar um hálsinn...já það er aðeins horft en mér er alveg sama...ég veit að ég er töff...
...en á eftir fer ég í fermingarveislu sem ég reyndi að koma mér undan en tókst ekki...hrollur...
Stay black - Salinto!
...Og það er...
...strákapartí inn í stofu og ég er í hláturskasti...
...ákvað að láta mig hverfa inn í svefnherbergi með tölvuna til að stoppa ekki testósterón flæðið og skemmti mér nú konunglega við að hlusta á Einsa boy gera símaat í hálfum bænum...
..."Er vesen á mér út af því að ég er svartur?"...greyið 118 gellurnar...
Stay black - Salinto!
...strákapartí inn í stofu og ég er í hláturskasti...
...ákvað að láta mig hverfa inn í svefnherbergi með tölvuna til að stoppa ekki testósterón flæðið og skemmti mér nú konunglega við að hlusta á Einsa boy gera símaat í hálfum bænum...
..."Er vesen á mér út af því að ég er svartur?"...greyið 118 gellurnar...
Stay black - Salinto!
...Og ég fæ ekki nóg...
...af nýju Lays auglýsingunni...hún gæti svo sem verið afskaplega gömul...ég tek ekki mikið eftir auglýsingum...en þessi kemur mér alltaf til að hlæja...
...þegar gaurinn kveður ömmu og afa og missir Lays flögupoka á götuna...þá upphefst kapphlaup á milli afans og ömmunnar...afinn spilar ekki beint sanngjarnlega og fellir ömmuna með stafnum sínum sem er svo mígandi fyndið að ég kemst ekki yfir það...hann nær flögupokanum en þá sér hann að amman er búin að taka gervitennurnar hans föstum tökum...þvílík endemis snilld...
...en auglýsingar sem ættu að banna eru annars vegar Smoothies auglýsingin og skyr-auglýsingin...þið vitið þar sem fólkið er að daðra inn í vinnunni...hún byrjar að smella skeiðinni sem fylgir með skyri og svo hoppa þau upp á þak í vinnunni og borða saman skyr...gjörsamlega hræðileg hugmynd...svo ekki sé minnst á að þau líta út eins og krómuð vélmenni í framan...um það bil tíu pakkar af brúnkukremi í smettinu á þeim...sorglegt...ég er bara fegin að ég þekki þetta fólk ekki...
Stay black - Salinto!
...af nýju Lays auglýsingunni...hún gæti svo sem verið afskaplega gömul...ég tek ekki mikið eftir auglýsingum...en þessi kemur mér alltaf til að hlæja...
...þegar gaurinn kveður ömmu og afa og missir Lays flögupoka á götuna...þá upphefst kapphlaup á milli afans og ömmunnar...afinn spilar ekki beint sanngjarnlega og fellir ömmuna með stafnum sínum sem er svo mígandi fyndið að ég kemst ekki yfir það...hann nær flögupokanum en þá sér hann að amman er búin að taka gervitennurnar hans föstum tökum...þvílík endemis snilld...
...en auglýsingar sem ættu að banna eru annars vegar Smoothies auglýsingin og skyr-auglýsingin...þið vitið þar sem fólkið er að daðra inn í vinnunni...hún byrjar að smella skeiðinni sem fylgir með skyri og svo hoppa þau upp á þak í vinnunni og borða saman skyr...gjörsamlega hræðileg hugmynd...svo ekki sé minnst á að þau líta út eins og krómuð vélmenni í framan...um það bil tíu pakkar af brúnkukremi í smettinu á þeim...sorglegt...ég er bara fegin að ég þekki þetta fólk ekki...
Stay black - Salinto!
13.5.05
...Og jæja...
...þá er maður kominn heim...kom heim í gærdag og það er fínt...gott að lúra í sínu eigin rúmi loksins þó að ferðin hafi verið stutt...
...ferðalagið byrjaði klukkan 5.00 síðasta föstudagsmorgun þegar ég og ektamaðurinn lögðum í hann til Leifsstöðvar...vélin okkar fór í loftið kl. 7.30 og vorum við lent í Köben um 13-leytið...klukkan 13.40 settumst við í lestina til Árósa og við tók fjögurra tíma lestarferð þar sem ansi mikið var dottað og slappað af...
...um 17-leytið gengum við út úr Hovedbanegården í Árósum og vissum ekkert hvert við vorum að fara þar sem Lilja litla tjékkaði auðvitað ekki á heimilisfanginu á gistiheimilinu...en við gengum og gengum um miðbæ Árósa sem er reyndar ekki stór og rákumst loks á kort af bænum þar sem gistiheimilið var merkt inná...við fundum það innan skamms og komum okkur fyrir í fimm fermetra herberginu sem við fengum...
...því næst héldum við út af örkinni glorsoltin en ákváðum að finna skólann minn fyrst áður en við fengum okkur að borða...það tók dágóða stund og þegar við loksins fundum veitingastað til að borða var hungrið orðið yfirgnæfandi og eiginlega hálf yfirþyrmandi...
...en veitingastaðurinn sem við fundum var ekki af verri endanum...hann heitir XL og er ástralskur og sérhæfir sig í furðulegum steikum ehehe...ég fékk mér blandaðan disk með krókdílakjöti, kengúrukjöti og emu-kjöti en ektamaðurinn fékk sér villisvín...alger snilld og áttum við það fyllilega skilið eftir ferðalagið...
...síðan var haldið í háttinn...stór dagur framundan...
...næsta dag vaknaði ég klukkan 8.00 og tók mig til og ég og ektamaðurinn röltum út í bakarí og borðuðum morgunmatinn á leiðinni í skólann...áheyrnarprufan byrjaði klukkan 10.00 með rosa fínni upphitun...síðan tók biðin við og loksins var ég kölluð inn til dómnenfndar og þurfti að fara með einleikinn minn fyrir framan 3 Rússa og 2 nemendur og eina vídjókameru...það gekk mjög vel og það kom fullt út úr mér sem aldrei hafði sést áður...síðan tók við meiri bið þangað til dómnefndin kynnti nöfn þeirra sem komust áfram í aðra umferð...Liljan var þar á meðal ásamt átta öðrum...þá tók við meiri bið...einn og einn var kallaður inn í mismunandi æfingar og viðtöl...ég var ekki tekin í viðtal heldur var látin gera einleikinn minn í nokkrum mismunandi útgáfum...
...og síðan mátti ég fara...þá var klukkan orðin 16.00...þá fékk ég mér bjór og mat með ektamanninum og við horfðum á gríðarlega spennandi fótboltaleik...því næst rotaðist ég upp á gistiheimili eftir erfiðan dag...
...en næsta dag fórum við til Köben...í stuttu máli drakk ég mikinn bjór og eyddi öllum peningnum mínum...
...nú er ég heima...tjékka á tölvupóstinum mínum nokkrum sinnum á dag og bíð eftir að skólinn gefi mér af eða á...nei eða já...ég vona að það verði á og já...
Stay black - Salinto!
...þá er maður kominn heim...kom heim í gærdag og það er fínt...gott að lúra í sínu eigin rúmi loksins þó að ferðin hafi verið stutt...
...ferðalagið byrjaði klukkan 5.00 síðasta föstudagsmorgun þegar ég og ektamaðurinn lögðum í hann til Leifsstöðvar...vélin okkar fór í loftið kl. 7.30 og vorum við lent í Köben um 13-leytið...klukkan 13.40 settumst við í lestina til Árósa og við tók fjögurra tíma lestarferð þar sem ansi mikið var dottað og slappað af...
...um 17-leytið gengum við út úr Hovedbanegården í Árósum og vissum ekkert hvert við vorum að fara þar sem Lilja litla tjékkaði auðvitað ekki á heimilisfanginu á gistiheimilinu...en við gengum og gengum um miðbæ Árósa sem er reyndar ekki stór og rákumst loks á kort af bænum þar sem gistiheimilið var merkt inná...við fundum það innan skamms og komum okkur fyrir í fimm fermetra herberginu sem við fengum...
...því næst héldum við út af örkinni glorsoltin en ákváðum að finna skólann minn fyrst áður en við fengum okkur að borða...það tók dágóða stund og þegar við loksins fundum veitingastað til að borða var hungrið orðið yfirgnæfandi og eiginlega hálf yfirþyrmandi...
...en veitingastaðurinn sem við fundum var ekki af verri endanum...hann heitir XL og er ástralskur og sérhæfir sig í furðulegum steikum ehehe...ég fékk mér blandaðan disk með krókdílakjöti, kengúrukjöti og emu-kjöti en ektamaðurinn fékk sér villisvín...alger snilld og áttum við það fyllilega skilið eftir ferðalagið...
...síðan var haldið í háttinn...stór dagur framundan...
...næsta dag vaknaði ég klukkan 8.00 og tók mig til og ég og ektamaðurinn röltum út í bakarí og borðuðum morgunmatinn á leiðinni í skólann...áheyrnarprufan byrjaði klukkan 10.00 með rosa fínni upphitun...síðan tók biðin við og loksins var ég kölluð inn til dómnenfndar og þurfti að fara með einleikinn minn fyrir framan 3 Rússa og 2 nemendur og eina vídjókameru...það gekk mjög vel og það kom fullt út úr mér sem aldrei hafði sést áður...síðan tók við meiri bið þangað til dómnefndin kynnti nöfn þeirra sem komust áfram í aðra umferð...Liljan var þar á meðal ásamt átta öðrum...þá tók við meiri bið...einn og einn var kallaður inn í mismunandi æfingar og viðtöl...ég var ekki tekin í viðtal heldur var látin gera einleikinn minn í nokkrum mismunandi útgáfum...
...og síðan mátti ég fara...þá var klukkan orðin 16.00...þá fékk ég mér bjór og mat með ektamanninum og við horfðum á gríðarlega spennandi fótboltaleik...því næst rotaðist ég upp á gistiheimili eftir erfiðan dag...
...en næsta dag fórum við til Köben...í stuttu máli drakk ég mikinn bjór og eyddi öllum peningnum mínum...
...nú er ég heima...tjékka á tölvupóstinum mínum nokkrum sinnum á dag og bíð eftir að skólinn gefi mér af eða á...nei eða já...ég vona að það verði á og já...
Stay black - Salinto!
10.5.05
3.5.05
...Og hér á eftir...
...fylgir mögnuð saga...
...mamma fór í Rúmfatalagerinn í dag og á leiðinni út mætti hún Þórhalli miðli sem hún þekkir ekki baun...hann brosir til hennar...hún brosir til hans...hann vindur sér því næst að henni og spyr: "Er dóttir þín á leiðinni til Danmerkur?"...mamma svarar auðvitað játandi...þá segir Þórhallur: "Segðu henni að það eigi eftir að ganga vel"...síðan segist hann kannast við mömmu og labbar í burtu...
...fleiri urðu þau hættulegu orð ekki...ég ætla að reyna að gleyma þeim...
Stay black - Salinto!
...fylgir mögnuð saga...
...mamma fór í Rúmfatalagerinn í dag og á leiðinni út mætti hún Þórhalli miðli sem hún þekkir ekki baun...hann brosir til hennar...hún brosir til hans...hann vindur sér því næst að henni og spyr: "Er dóttir þín á leiðinni til Danmerkur?"...mamma svarar auðvitað játandi...þá segir Þórhallur: "Segðu henni að það eigi eftir að ganga vel"...síðan segist hann kannast við mömmu og labbar í burtu...
...fleiri urðu þau hættulegu orð ekki...ég ætla að reyna að gleyma þeim...
Stay black - Salinto!
...Og ég gerði mér...
...dagamun áðan...ég tók strætó upp í Breiðholt með fullt af farangri og fór í Breiðholtslaugina staðráðin í að synda eins og fimm hundruð metra eða svo...sem er svo sem ekki mikið...ég er bara ennþá svo slöpp eftir gubbupestina í síðustu viku...
...enníhús...þá var selvfölgelig skólasund como siempre í the pool of Wideplain þannig að það var bara helmingurinn af lauginni laus (en tókuð þið eftir frábærri tungumálanotkun..ha....ha...stelpan kann etta...)
...já...helmingurinn af lauginn var laus þannig að ég dembi mér og mínum fínu lærum ofan í og fann mér stað á milli konu með sundfit og karls sem synti eins og Neandertalsmaðurinn...magnað...við vorum þarna þrjú að synda á svæði sem rúmar venjulega bara tvo þannig að þetta var svolítið strammt...en ó well...that´s the price to pay...og þessi saga er orðin ansi löng...
...enníhús...þegar ég var búin með um 250 metra þá fannst mér búið að bætast ansi hressilega í laugina en hélt ótrauð áfram...þegar ég átti tvær ferðir eftir komst ég varla fyrir...þá vorum við um það bil tíu að synda á þessum sama punkti...uuuurg...þið getið ímyndað ykkur pirringinn...
...það er óþolandi að það séu ekki neinar reglur um sundbrautir...auðvitað hefði þetta pakk sem eyðilagði fyrir mér sundafslöppunina bara átt að bíða á hliðarlínunum á meðan við sem vorum á undan í sundið kláruðum okkur af...svo er þetta allt gamalt fólk upp til hópa sem sér ekki neitt eða er pirrað á ungu fólki og syndir miskunnarlaust á mann...til að kenna manni lexíu..."Í þessari laug ræður aldur og hrukkur vinan...ekki hver kom á undan"...
...en það var gaman í sundi...eftir sundi rölti ég heim í afmælisboðið sem var alltof vel veitt...dýrindisgrillkjöt með PikNik (sem er by the way ekkert gott nema bara með grillmat) sem ég skaffaði...salati...kartöflusalati og góðum sósum...í eftirrétt toppaði mamma sig með gómsætri ostaköku og karamellu- og pekanhnetuís sem er of góður til að vera raunverulegur...
...einn dagur í sumarfrí...
Stay black - Salinto!
...dagamun áðan...ég tók strætó upp í Breiðholt með fullt af farangri og fór í Breiðholtslaugina staðráðin í að synda eins og fimm hundruð metra eða svo...sem er svo sem ekki mikið...ég er bara ennþá svo slöpp eftir gubbupestina í síðustu viku...
...enníhús...þá var selvfölgelig skólasund como siempre í the pool of Wideplain þannig að það var bara helmingurinn af lauginni laus (en tókuð þið eftir frábærri tungumálanotkun..ha....ha...stelpan kann etta...)
...já...helmingurinn af lauginn var laus þannig að ég dembi mér og mínum fínu lærum ofan í og fann mér stað á milli konu með sundfit og karls sem synti eins og Neandertalsmaðurinn...magnað...við vorum þarna þrjú að synda á svæði sem rúmar venjulega bara tvo þannig að þetta var svolítið strammt...en ó well...that´s the price to pay...og þessi saga er orðin ansi löng...
...enníhús...þegar ég var búin með um 250 metra þá fannst mér búið að bætast ansi hressilega í laugina en hélt ótrauð áfram...þegar ég átti tvær ferðir eftir komst ég varla fyrir...þá vorum við um það bil tíu að synda á þessum sama punkti...uuuurg...þið getið ímyndað ykkur pirringinn...
...það er óþolandi að það séu ekki neinar reglur um sundbrautir...auðvitað hefði þetta pakk sem eyðilagði fyrir mér sundafslöppunina bara átt að bíða á hliðarlínunum á meðan við sem vorum á undan í sundið kláruðum okkur af...svo er þetta allt gamalt fólk upp til hópa sem sér ekki neitt eða er pirrað á ungu fólki og syndir miskunnarlaust á mann...til að kenna manni lexíu..."Í þessari laug ræður aldur og hrukkur vinan...ekki hver kom á undan"...
...en það var gaman í sundi...eftir sundi rölti ég heim í afmælisboðið sem var alltof vel veitt...dýrindisgrillkjöt með PikNik (sem er by the way ekkert gott nema bara með grillmat) sem ég skaffaði...salati...kartöflusalati og góðum sósum...í eftirrétt toppaði mamma sig með gómsætri ostaköku og karamellu- og pekanhnetuís sem er of góður til að vera raunverulegur...
...einn dagur í sumarfrí...
Stay black - Salinto!