29.5.05

...Og gærkvöldið...

...var eitt það skemmtilegasta í lífi mínu sveimérþá...það var svo skemmtilegt að ég nenni að sitja við eldhúsborðið klukkan 11 á sunnudagsmorgni grútþunn með kókómjólk í annarri að skrifa um það...vá...

...byrjaði á að fara í partí til Óla eftir mikið föndur en ég gaf honum drykkjuspil sem ég er persónulega mjög ánægð með...það er svona...þegar maður á ekki mikinn pening þá fær maður alltaf svona góðar hugmyndir...enníhús...það var rosa gaman hjá Óla og gaman að hitta krakkana alla en samt sérstaklega Óla, Gumma og Össa sem voru náttúrulega mínir aðaldjammfélagar ekki fyrir svo löngu síðan...Gummi náði að plata mig til Eyja um Verslunarmannahelgina sem ég er enn að melta en hann ætlar að hringja í mig í dag og staðfesta komu mína hehehe...gaman að því...

...Eva besta vinkona kom með mér til Óla og þegar Pravda (ullabjakk...ógeðslegur staður) var farið að fyllast af útlendingum, tjokkóum og eineltiscaseum síðan í grunnskóla þá flúðum við á Ölstofuna þar sem ég vissi af Siggu Völu Vaff og Iðunni Kylie Minouge í góðum fílíng...og von á góðum félagsskap...

...eftir afskaplega stutta stund á Ölstofunni gafst Eva upp enda ekki búin að byggja upp eins sterkt ónæmiskerfi og ég fyrir litlu lofti og miklum reyk...hún fór á vit ævintýranna á meðan ég varð eftir í góðra vina hópi á Öllaranum...

...og það sem gerðist næst er eiginlega óútskýranlega fyndið...ég vaknaði í morgun og fór að rifja upp kvöldið og byrjaði bara að hlæja...svo gaman var það...og súrrealískt en mjög private þannig að ég held að enginn í heiminum hafi fundist svona gaman að þessu öllu saman nema mér og Siggu Völu Vaff...

...basically þá hittum við Sigga Vala Vaff alla sem við höfum nokkurn tímann gert grín að um tímana og meira til...sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík settist hjá okkur blindfull og vitlaust og greinilega búin að æfa sig að gefa ekkert uppi um borgarmálin í Reykjavík þó hún geti varla staðið...reyndi að peppa hana um hin ýmsu mál en ávallt kom svarið "Það kemur í ljós"...síðan sat sótölvuð kona við hliðina á okkur sem ég kynnti óspart sem Önnu Kournikovu, rússneski tennismeistarinn, fyrir fólki...hún var svo ölvuð að hún gat ekkert sagt og gekkst við nýja nafninu enda ekki leiðum að líkjast...

...og sumir gætu furðað sig á því að ég sé vakandi núna eftir að hafa byrjað að drekka klukkan tæplega fimm í stúdentsveislu hjá frænda ektamannsins...og komið heim klukkan tæplega fimm um nóttina...og fyndna er að ég átti þúsund krónur inn á kortinu mínu en ég veit ekki hve marga bjóra ég drakk...guð blessi ástsjúka karlmenn og allt sem þeim fylgir...

...en ég er vöknuð í dag vegna þess að ég er einkar lunkin við að taka að mér skemmtileg verkefni daginn eftir fyllerí...og helst verkefni sem krefjast þess að ég vakna fyrir allar aldir...í dag er það bakstur á Jóa Fel brownies fyrir barnaafmæli sem byrjar klukkan 14.00...gæti það verið betra? En ég fæ allavega fullt af kökum og heitan brauðrétt á eftir...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: