18.3.08

...Og...

...dagarnir hér í Köben hafa verið magnaðir alveg hreint...

...fór á djammið í Árósum á föstudaginn mjög óvænt eftir ljúffengan málsverð með Daníel á einum af fínari veitingastöðum borgarinnar...og ég borgaði ekki krónu...en endaði blindfuddl heima hjá mér klukkan rúmlega fimm...sniiiiðug...

...vaknaði klukkan 10 á laugardagsmorguninn og reyndi að taka aðeins til áður en ég fór í lestina en það gekk ekki vel...og ég sofnaði ekkert í lestinni sem var ömurlegt...treysti á það...

...kom til Evu frekar þunn og sæt en við helltum samt í okkur og fórum niðrí bæ...bjuggumst ekki við neinu en enduðum báðar sótölvaðar í miðbæ Kaupmannahafnar í leit að skemmtistaðasleik...Evu vegna læt ég ekki fylgja með hvernig sú leit endaði...

...og ég svaf aaaallan sunnudaginn...vaknaði að verða átta um kvöldið...fáránlegt!

...í gær var ég síðan á Strikinu í Vila þar sem gaur kom upp að mér og spyr á dönsku hvort ég geti hjálpað honum að finna afmælisgjöf handa fimmtán ára systur sinni..ég sýni honum sitthvað af hverju...og þegar ég er búin og ætla að losna við hann þá segir hann "ja núna ert þú búin að hjálpa mér...get ég ekki hjálpað þér að finna eitthvað?"....og ég svara pent á minni grunnskóladönsku að ég eigi engan pening og sé bara að skoða...og þá spyr hann mig hvað ég sé að fara að gera á eftir...og ég svara hreinskilningslega að ég sé að fara að hitta vin minn hann hans-christian...og gaurinn í búðinni spyr mig hvað við séum að fara að gera og ég svara að við séum að fara að taka myndir...þá glaðnar yfir drengnum og hann segist elska að taka myndir...og spyr svo hvort hann megi taka mynd af mér!! mér fannst þetta frekar fyndið og segi bara já...og hann tekur mynd án þess að segja mér og ég fæ flassið í augað og hann segir að þetta sé ekki nógu gott og vill taka aðra...og tekur þá mynd af okkur saman...og ég bara jájá...verða smá áhyggjufull...og hann tekur tvær myndir af okkur saman og á þeirri þriðju biður hann mig um að kyssa hann á kinnina...og ég geri það...svo bara spyr hann meira um hans-christian og fer svo bara...ókei bæ!! weeeeird....

...en í dag varð ég svo fræg að leika í tónlistarmyndbandi með herra rasmus nöhr...frægasta tónlistarmanni dana...jú eða ekki...hafði aldrei heyrt um manninn áður...en það var gaman...

...komin í rauðvínið...víííí...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: