22.1.04

...Og ég fór á kaffihús í gær...

...með Hebba sem er með mér í leiklist...við nebblega sökkuðum soldið feitt í æfingu í Dramasmiðjunni á þriðjudaginn og því þurftum við að æfa okkur...

...mér fannst sniðugt að velja einhvern hlutlausan stað til að æfa sig á þannig að ég valdi Kaffi Vín...því ég hélt líka að það væru ekkert voðalega margir þar á miðvikudagskvöldi...en viti menn...jujú...það var alveg stappað...

...hmmm...og ég held að fólk hafi haldið að við værum spastísk, treg og nautheimsk...þar sem æfingin fólst í sífelldum endurtekningum...ég til dæmis byrjaði á að segja "Þú ert með brúnt hár" og þá svaraði Hebbi "Ég er með brúnt hár" og þetta endurtókum við aftur og aftur án þess að breyta um hrynjanda eða tón í röddinni...ójá...þvílík gleði...og þetta þarfnast þvílíkrar einbeitingar skal ég segja ykkur...sérstaklega í kringum fullt af ókunnugu fólki sem starir á mann...eeeen eftir nokkur skipti þar sem við sprungum úr hlátri og urðum blá og bleik af skömm þá tókst okkur að halda svona út (með því að skipta um setningar nokkrum sinnum) í heillangan tíma...magnaður andskoti þegar manni tekst það...myndast einhver svona freaky tenging á milli manns og þess aðila sem maður gerir þetta með og manni líður soldið vel á eftir...eiginlega bara mjög stoltur...

...gaman að essu...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: