17.11.06

...Og nú var ég að stíga...

...út úr söngprófi...sem gekk svona líka vel...kennarinn valdi fyrir okkur lög sem við erum búin að æfa síðustu fimm vikurnar og nú var komið að því að syngja þau fyrir framan allan skólann...ég fékk að syngja hið geysilega skemmtilega lag When You´re Good To Mama úr söngleiknum Chigaco...hafði aldrei heyrt það áður þannig að það var mjög gaman...var klædd upp eins og hórumamma og vakti slíka lukku meðal áheyranda að maður var næstum klappaður upp...held það hafi þó frekar verið vegna sviðsframkomu en sönghæfileika en það er svo sem ekki slæmt...

...annars sagði kunningi minn mér um daginn að ég liti út eins og Scarlett Johansson í prófíl...held að þetta sé fallegasta hrós sem ég hef fengið í langan tíma...þangað til í gær þegar ég var kölluð Sexual Lilja...það var ekki slæmt heldur...good times...

...hafið það gott...
Stay black - Salinto!

2.11.06

...Og hverjum datt í hug...

...að hafa Justin Timberlake sem kynnir á MTV Europe Music Awards og láta hann tala við Borat og reyna að vera fyndinn? Greyið JT...Borat tók hann allsvakalega...enda Borat engum líkur...en Justin er heitur...hann má eiga það...eða Justins eða Jason eins og Borat kallaði hann...
Stay black - Salinto!

1.11.06

...Og nú er búið...

...að segja mér upp leigunni á Lollandsgötunni...nenni ekki að fara nánar út í þá sálma en segjum bara sem svo að gaurinn sem ég bý með er andlega þroskaheftur...og félagslega bældur hehehe...kæri mig hvort sem er ekki um að búa þarna lengur so it´s for the best...ég, Anne og Katinka ætlum að reyna að finna okkur íbúð saman og vonandi gengur það eftir áramót...ég hef nægan tíma til að finna eitthvað þar sem ég þarf ekki að vera flutt út fyrr en 1. febrúar...

...en andrúmsloftið í húsinu er ekkert sérstaklega gott þannig að ég get ekki beðið eftir að koma heim um jólin og sjá allt fallega fólkið mitt þar...

...mamma og pabbi koma í dag og fara á mánudaginn og svo kemur hún Eva Dögg fallega hingað 18. nóvember þannig að þetta verður fljótt að líða...ég og Katinka förum svo til Amsterdam aðra helgina í desember þannig að ég verð komin heim á klakann fyrr en varir...

...lov jú all...
Stay black - Salinto!

27.10.06

...Og þá er maccinn...

...loksins loksins loksins kominn í hús...þetta er búin að vera ansi erfið fæðing en maccinn var vel þess virði...

...hef lítið annað að segja en að þetta jafnast á við kynlíf...hún er svo falleg þessi tölva að það er ekki einu sinni fyndið!! Og núna verð ég væntanlega mun duglegri að skrifa email...
Stay black - Salinto!

16.10.06

...Og eg bid enn...

...spennt eftir macca...hvad er malid med thessa dani!? Eg sver thad...mætti halda ad eg væri ad panta fikniefni til landsins...thad tæki samt orugglega styttri tima...
Stay black - Salinto!

2.10.06

...Og eg pantadi...

...mer macbook a laugardaginn...ooo...fæ hana eftir rumlega viku og get ekki bedid...get tha loksins farid ad skrifa a islensku...jeyj...rembdist vid ad klara eitt vidtal a utlensku lyklabordi a fostudaginn og thad var hreint helviti...tok forever!! Og eg tharf ad gera annad eins i thessari viku...uff...reynir a tholinmædina...but it's money...thad er thad sem skiptir mali...

...annars flutti Katinka inn til min i gær thar sem hun er heimilislaus akkurat nuna...ætla ad drifa mig heim til hennar...vid erum strax ordnar eins og gomul hjon...lovely...
Stay black - Salinto!

30.9.06

...Og nuna sit eg...

...a bokasafninu i tolvunni...drepandi timann thangad til eg hitti Jarle og vid forum i tolvukaupaleidangur...uuu...hlakka svo til ad kaupa mer mac...liggur vid ad eg harmi ekki tolvustuldina ut af thvi ad eg get keypt mer mac...

...skil ekki alveg thetta bokasafn herna...sama hvad eg reyni tha finn eg aldrei klosettid her...mikid twilight zone i gangi...

...annars er sama gamla ad fretta af mer...brjalad ad gera og voda stud...

...hef akkurat ekkert ad segja...
Stay black - Salinto!

23.9.06

...Og...

...thad er ekki beint bloggad mikid a thessum bænum...jamm....thar sem tolvunni minni var stolid sidustu helgi...brotist inn hja mer og simanum og tolvunni stolid...svona er lifid vist...mikid karma sem eg er ad fa...man bara ekki hvad eg gerdi til ad eiga thetta skilid...en eg tek thessu med stoiskri ro og læt thetta ekki a mig fa...bara leidinlegt ad missa alla tonlistina sem var tharna inna...3000 log...en eg downloada henni bara aftur...god afsokun lika til ad kaupa ser macca...madur slær um sig fatækur namsmadurinn...

...annars for eg i dagsferd til Køben i gær ad taka nokkur vidtol og thad var mjog fint...

...hitinn er ad drepa mig...svitna eins og svin alla daga allan daginn...otholandi...thetta er astædan fyrir ad eg gat ekki buid a Spani...helt nu ad Danmork væri adeins skarri...

...jæja...nuna fer eg i skolann...a laugardegi...og svo verdur dottid hrikalega i thad i kvold og fotbolti spiladur snemma a morgun...frabær helgi i alla stadi i uppsiglingu...
Stay black - Salinto!

11.9.06

...Og...

...nú er stund milli stríða...

...bíð sveitt eftir að fara í söngtíma..á að syngja eitthvað lag úr Chicago sem ég hef aldrei heyrt áður..sjáum til hvernig það gengur...

...annars átti ég afmæli á laugardaginn og þakka öllum innilega fyrir hlýhug í minn garð...ég elska ykkur öll..
Stay black - Salinto!

7.9.06

...Og núna er klukkan...

...7.17 hér í Árósum og ég að fara í skólann eftir nokkrar mínútur...verð þar þangað til ég skelli mér á tónleika með Antony and the Johnsons sem verður væntanlega unaði líkast...ef það verður ekki unaður...

...og af hverju er ég í tölvunni? jú...vegna þess að internetið virkar heima núna...hefur verið eitthvað vesen á því en allt í einu í gær komst það í lag...lovely...

...annars finnst mér eitthvað sick við það að teiknimyndastöðin sem ég er með breytist í klámstöð á næturnar...
Stay black - Salinto!

6.9.06

...Og jæja...

...danska króna...haltu bara áfram að lækka...
Stay black - Salinto!
...Og núna...

...eru sko kreisí dagar...

...fengum þær upplýsingar á mánudaginn að við hefðum þrjá daga til að æfa atriði úr leikriti...setja þau upp og sýna fyrir allan skólann...

...ég í einhverju rugli tók að mér þrjú atriði en það er svo sem allt í lagi...bara búin að vera í skólanum frá átta á morgnana til níu á kvöldin síðustu daga...eeen það verður allt búið á föstudaginn þegar við sýnum...svo á mín afmæli á laugardag og þá get ég sofið út..þá kemur Annie Siggie systir líka aðeins í heimsókn þannig að það verður gott að geta slappað aðeins af þá...

...er samt fárveik með bullandi hita og kvef og er bara vel dópuð upp allan daginn til að þola þessa törn...hlakka til að sofa um helgina...

...ekkert skemmtilegt sem ég hef að segja...skrifa betur seinna...
Stay black - Salinto!

2.9.06

...Og ó well...

...lífið gengur sinn vanagang...velþunn í dag eftir ævintýri gærkvöldsins...

...Katinka keypti handa mér snuss í bátnum frá Noregi þannig að ég er orðin nikotínfíkil og tek í vörina eins og mér sé borgað fyrir það...

...annars er ég hress...
Stay black - Salinto!

1.9.06

...Og þá...

...er maður kominn aftur "heim" á Lollandsgötuna í hjarta Árósa...sem er alls ekki slæmt...

...og nú er ég með netið heima sem er sko ekki verra...reyni þá að vera dugleg að blogga eins og vindurinn sjálfur...

...ekki mikið búið að gerast svo sem þessa fyrstu daga...búin að hitta tvær af mínum bestu vinkonum og restin af vinahópnum kemur heim í dag og á morgun þannig að þá verða alvöru fagnaðarfundir...yndislegt alveg hreint...

...ekki mikið að segja eins og er...smá kvefdrasl í mér en ég reyni að drekka það úr mér við fyrsta tækifæri...
Stay black - Salinto!

28.8.06

...Og ég fer aftur út...

...á miðvikudaginn...skil það ekki almennilega...hvernig gat sumarið liðið svona ógeðslega hratt...

...þetta sumar var mjög óeftirminnilegt en það sem bjargaði sumrinu samt var dvölin á Séð og heyrt...þar var manni tekið með opnum örmum og ófá hlátrasköllin og samsöngvarnir sem hafa örugglega næstum því ært nærliggjandi skrifstofur...var að vinna með snillingum ofan á snillinga sem mössuðu blaðið í hverri viku...þrátt fyrir að við erum allar ljóshærðar...

...ég er í fríi í dag sem mér finnst allt í lagi...ekki eins gaman og ég hélt að það væri...

...blendnar tilfinningar yfir "heimferðinni"...kvíði fyrir en samt ekki...hlakka til en samt ekki...samt gott að fara ekki út í óvissuna í þetta sinn heldur í fasta íbúð með fastan vinahóp sem ég veit að er enn jafn ógeðslega skemmtilegur...

...svo er ég líka komin með þráðlaust net úti þannig að ég ætti að vera dugleg að blogga þegar ég kem dauðþreytt heim úr skólanum...

...en núna kveð ég í bili...en vona að allir taki áskorun minni og komi í heimsókn til mín til Árósa...
Stay black - Salinto!

27.8.06

...Og djöfull...

...er Michael Douglas heitur...sumir karlmenn bara batna með aldrinum...það er ekki sanngjarnt...
Stay black - Salinto!

24.8.06

...Og jæja...

...núna eru einhverjar photo session myndir komnar inn á þessa síðu...og fleiri á leiðinni...

...mjög ánægð með photo sessionið hennar Íbbu Pé núna enda er hún besti ljósmyndari á landinu...

...annars er ég víst með partí um helgina...reyndar með frekar fá símanúmer í símanum mínum þar sem gamli síminn minn dó um daginn en vona að ég hafi getað boðið flestum sem ég vildi...

...tannlæknir í dag...fíla það ekki...

...síðasti vinnudagurinn á morgun...veit ekki hvort ég fíla það eitthvað sérstaklega vel...

...er að verða einu ári eldri eftir rúmlega tvær vikur...fíla það ekki...
Stay black - Salinto!

23.8.06

...Og nú er ég búin...

...að stofna nýja myndasíðu...photo seesionið með Írisi í gær fer þangað inn á morgun...en þangað til er ekki mikið um að vera á þessari blessuðu síðu...getið séð hana hér samt...
Stay black - Salinto!
...Og er ég eina...

...í heiminum sem finnst Nirvana ofmetnasta hljómsveit í heimi og Smells Like Teen Spirit eitt leiðinlegasta lag í heimi?
Stay black - Salinto!

22.8.06

...Og ég hef alltaf verið þekkt...

...fyrir að vera mikil textakona þegar kemur að tónlist...það er kannski þess vegna sem ég dýrka Nick Cave og The Cure...en ég hef allavega alltaf gaman að lesa fallega texta...

...endrum og eins heyri ég texta sem ég næ ekki út úr hausnum á mér...sérstaklega út af því að þeir passa svo vel við hvað er að gerast í lífinu þá stundina eða þeir meika svo fullkomlega mikið sense í mínum skrýtna heila...

...það sem af er af þessu ári þá er eitt lag sem stendur uppúr...ég byrja daginn yfirleitt á því er ég hjóla í vinnuna því þótt textinn minni mig stundum á allt sem ég vildi breyta í lífinu og allt það vitlausa sem ég hef gert þá undirbýr það mig samt andlega fyrir daginn því það er svo fallegt...eins og talað út úr mínu hjarta...

...lagið umtalaða er Fix You með Coldplay...

...njótið vel...

When you try your best but you don't succeed
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse

and the tears come streaming down your face
when you lose something you can't replace
when you love some one but it goes to waste
could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

High up above or down below
When you're too in love to let it go
But if you never try you'll never know
Just what you're worth

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

Tears stream down your face
When you lose something you cannot replace
Tears stream down your face
And I

Tears stream down your face
I promise you I will learn from my mistakes
Tears stream down your face
And I

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you.


Stay black - Salinto!

17.8.06

...Og ég fór...

...á landsleikinn í boði KSÍ á þriðjudaginn...það var gaman...

...á morgun er það síðan Chippendales í boði Bravó...það verður örugglega ennþá skemmtilegra...naktir karlmenn og trylltar píur...sviti...typpi...brund...brjóst...tungur...olía...mmmm...

...annars á ég bara rétt rúma viku eftir á Fróða og aðeins tvær vikur þangað til ég fer út...djöfull líður tíminn hratt...og ég ekkert búin að læra...uss uss uss...verð að taka mig á þessa nokkru frídaga út í Árósum áður en ég byrja í skólanum...

...hlakka soldið til að sjá Hans og Jens sem búa með mér...við erum ekkert rosalega tight en samt sakna ég þeirra aðeins...þeir eru út í Aserbædjan núna helvítis gerpin að taka upp heimildarmynd í einhverju fjallaþorpi...bara snilld...þeir eru líka nettir snillingar...samt hollustufrík og elda grænmeti þegar þeir eru þunnir en ekki hamborgara og franskar eins og ég...fíla það ekki...

...svo er systir mín að gifta sig á laugardaginn...skrifaði smá ræðustúf í gær og felldi tár...veit ekki hvernig ég verð í sjálfri athöfninni sveimérþá...er veislustjóri með Íbbu Pé og kvíði nett fyrir því en það mun örugglega reddast...enda erum við frábærar og flógó...

...helgina eftir ætla ég síðan að halda upp á afmælið mitt í kyrrþey...
Stay black - Salinto!

9.8.06

...Og Magni...

...var laaaangbestur í gær!

...mér finnst hann samt ekki getnaðarlegur...því miður...
Stay black - Salinto!

8.8.06

...Og vá hvað er gaman...

...að fá svona skilaboð á myspace þegar manni langar í ást...

Have you ever had a dream of meeting me?if you have or not,now its yr day to meet yr soul.love,respect,care,sharing,honest and above all to be happy for restof yr life.Handsome as i am,i have chosen you from all these millions of faces to have a date with you from now.please let me know what you think.
hugs
patrick

Stay black - Salinto!
...Og ég var búin að gleyma...

...hvað dagurinn eftir verslunarmannahelgi getur verið mikið helvíti...fegin að ég vinn með skemmtilegustu stelpum í Norður-Evrópu...annars væri ég löngu búin að gefa upp öndina...

...en það varð ekkert úr Japan ferðinni...hættum nefnilega saman á föstudaginn...nánar tiltekið klukkan 16 um daginn...ákvað bara að ég væri hætt að vera skotin í núðlu sem spilar fótbolta með KR...finnst það mjög skynsamleg ákvörðun...ég meina verður eitthvað úr svoleiðis núðlu nema vond núðlusúpa?

...ég er allavega byrjuð að róa á ný mið...heyriði það strákar...

...annars veit það aldrei á gott þegar það fyrsta sem maður gerir þegar maður vaknar er að hugsa til þess hvað það verði frábært að fara heim eftir vinnu og sofa...
Stay black - Salinto!

4.8.06

...Og gleðilega...

...verslunarmannahelgi...

...ég er dottin í það...
Stay black - Salinto!