28.8.06

...Og ég fer aftur út...

...á miðvikudaginn...skil það ekki almennilega...hvernig gat sumarið liðið svona ógeðslega hratt...

...þetta sumar var mjög óeftirminnilegt en það sem bjargaði sumrinu samt var dvölin á Séð og heyrt...þar var manni tekið með opnum örmum og ófá hlátrasköllin og samsöngvarnir sem hafa örugglega næstum því ært nærliggjandi skrifstofur...var að vinna með snillingum ofan á snillinga sem mössuðu blaðið í hverri viku...þrátt fyrir að við erum allar ljóshærðar...

...ég er í fríi í dag sem mér finnst allt í lagi...ekki eins gaman og ég hélt að það væri...

...blendnar tilfinningar yfir "heimferðinni"...kvíði fyrir en samt ekki...hlakka til en samt ekki...samt gott að fara ekki út í óvissuna í þetta sinn heldur í fasta íbúð með fastan vinahóp sem ég veit að er enn jafn ógeðslega skemmtilegur...

...svo er ég líka komin með þráðlaust net úti þannig að ég ætti að vera dugleg að blogga þegar ég kem dauðþreytt heim úr skólanum...

...en núna kveð ég í bili...en vona að allir taki áskorun minni og komi í heimsókn til mín til Árósa...
Stay black - Salinto!

1 ummæli:

Brynja Björk sagði...

Ég kem fyrr en þig grunar.....tíhíhí