20.7.05

...Og þar sem fáir...

...virðast hafa lesið lygaBlaðið í gær þá fylgir hér með klausann sem svetir mannorð okkar Írisar...

Bls.2 í Blaðinu þriðjudaginn 19. júlí

Stolnir bananar?

Nýr flötur málsins kom svo upp á dögunum, en hann snýst um hugmynd að sjónvarpsefni, sem kynnt var fyrir Helga S. Hermannssyni skömmu áður en hann færði sig af Skjánum til 365 miðla. Þær Þórdís Filipsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir komu til fundar við Helga með hugmynd sem þær nefndu “Drög að gríni – Uppfyllingarefni fyrir Skjá Einn” og létu þær stöllur dæmi fylgja á myndbandi. Meira f´rettu þær ekki af undirtektum fyrr en þátturinn “Bananas” hóf göngu sína á Sirkus. Hann er að sögn byggður á hugmyndum þeirra, án þess að haft hafi verið samráð við hina upphaflegu höfunda eða Skjá 1. Þar á bæ var gerð leit að kynningarskjalinu og upptökunum, en hvorugt hefur fundist af þeim gögnum, sem Helgi skildi eftir sig. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás 1, vildi ekki tjá sig um málið á annan hátt en að lögbannið lægi fyrir. “Þá gerir maður ráð fyrir að því sé fylgt eftir, en manni sýnist nú frekar að verið sé að hafa úrskurðinn að háði og spotti.”


Stay black - Salinto!

Engin ummæli: