19.7.05

...Og eftir...

...fjögurra tíma nætursvefn plús hálftíma dott í bíó þá ákvað ég að skella mér á Snoop á sunnudaginn með Svömpu Gumm og Írisi Huuuuggie...

...mig langaði ekkert sérstaklega á þessa tónleika...hélt að þetta yrði frekar leiðinlegt Gangsta Rapp sem ég hefði ekkert gaman að...en hugsaði líka til Duran tónleikanna þar sem ég var álíka bjartsýn en endaði á því að öskra og syngja manna hæst...þó ég kynni enga texta...

...og auðvitað brást Snoop mér ekki...um leið og ég heyrði lagið P.I.M.P sem hann gerði með 50 Cent féll ég í trans og komst í stuðið...þó ég hafi alltaf hatað þetta lag þá er ég búin að vera að söngla það síðan...við vinkonurnar gátum ekki stillt okkur og tróðum okkur fremst og á tímabili gátum við þefað af Snooparanum í köflöttu gardínunáttfötunum sínum...mmmm...og lyktin var góð enda algjör snillingur þar á ferð...

...þegar lagið Beautiful ómaði hélt ég að allt myndi tryllast og ekki síður þegar Drop It Like It´s Hot byrjaði...algjör snilld...

...það er ótrúlegt hvað Snoop er mikill töffari...hann hefur egó á við fimm hundruð unga sveina og þarf ekki meira en að dilla rassinum til að æsa áhorfendur...svo lét hann áhorfendur náttúrulega kyrja nafn sitt og fékk greinilega ekki nóg af því að fá lof fyrir sitt...yndislegt...

...í gær var ég með Beautiful, Drop It Like It´s Hot og Who Am I? (What´s My Name) á repeat...held að það stefni í það sama í dag...

...Ain´t No Party Like A Snoop Dogg Party But A Snoop Dogg Party Don´t Stop...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: