18.7.04

...Oooo jæja...
 
...fréttavaktin enn og einu sinni...eeen ég kvarta svo sem ekki mikið nema ég er frekar slöpp...held að stelpan sé að verða veik sveimérþá...verk í augunum, skrýtin í maganum, hausverk og máttlaus almennt...eeen maður slurpar þessari vakt af og kúrir svo til morguns...
 
...í gær fór ég í brúðkaup hjá henni Sólveigu frænku minni og var það svo gleðilegt að Liljan varð klökk af gleði og spenningi og felldi nokkur tár...magnaður andskoti...voða krúttlegt og ég óska þeim hjartanlega til hamingju með hvort annað og afskaplega fallega athöfn og skemmtilega veislu...
 
...aaannnnars pantaði ég tvo snilldardiska á sænskri síðu um daginn sem ég fæ vonandi sent í pósti í næstu viku...ef þeir eru til á lager. Ég pantaði báða diskana sem Lost Patrol hefur gefið út...ég keypti annan þeirra (Songs about Running away) út á Spáni í fyrra en hann brotnaði af slysförum hér fyrir hálfu ári eða svo...þessa disks er sárt saknað þar sem þetta er einn af þeim bestu diskum sem ég hef keypt...Lost Patrol er sænsk hljómsveit og sá ég fyrst til þeirra á tónlistarstöð í Finnlandi og féll kylliflöt...enginn tónlistarspekúlant á Íslandi sem ég hef talað við kannast við þessa hljómsveit og diskar hennar eru ekki seldir í neinum íslenskum tónlistarbúðum - ekki einu sinni 12 tónum...þannig að nú er Liljan ánægð að fá þetta meistaraverk í hendurnar og einn til (Songs in the Key of Resistance) sem ég hef reyndar aldrei heyrt...eeeen hann er örugglega jafn góður og hinn...
 
...fílaþa ójá ójá...það er víst Costa-djamm á næstunni...rúmlega tvö ár síðan við tólf fræknu héldum til Spánar og það ætti bara að vera nokkuð gaman að hitta allan hópinn á ný...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: