22.6.03

...Ogggg....

...neeeiii...ég er ekki dauð...bara eitthvað óvenjulega mikið að gera hjá mér þessa dagana...en ég skal reyna að rifja upp þessa síðustu daga fyrir ykkur því ég veit að ykkur finnst svo óstjórnlega gaman að lesa um hvað ég skemmti mér vel á meðan þið sitjið á litla sæta Íslandi (sumir samt í Danmörku eða eitthvað þannig...)

Á miðvikudagskveldið kíktum við með José, Dan og vinum hans á Dolce Vita og svo skelltum við okkur á feríuna því það átti að vera eitthvað stærsti dagurinn eða eitthvað...réttara sagt nóttin en jæja...þar kíktum við í klessubílana og það var náttlega snilld eins og alltaf....svo kíktum við í Havana Club tjaldið og kíktum á Pieter og vini hans frá Bretlandi ehehe...þeir örugglega orðnir leiðir á okkur núna en jæja...svo kíktum við Bettie, Ruth (systir Bettie sem kom einmitt þennan dag), Michel, Ana og Camilla aftur út og við Bettie og Ruth fórum í snilldartæki þar sem maður hengur á hvolfi í loftinu og það er sprautað vatni á mann og svo fer maður í afturábak og áfram í hringi og brjálað stuð...eitthvað skrýtið að gerast fyrir Lilluna því hún varð ekkert hrædd...fannst bara ógeðslega gaman...lýst vel á þessa þróun...svo kíktum við aftur í Havana Club og djömmuðum þar þangað til 8 um morguninn með Bretunum og það var voða stuð....komum svo heim með látum um 9 leytið félögum okkar í íbúðinni til mikillar lukku...

Á fimmtudaginn var svo vaknað eftir góðan 4 tíma svefn og skelltum okkur til Almunecar að hitta Diane, Dan og vini hans á ströndinni...það var voða fínt...maður bara flatmagaði í sólinni og svaf...vorum reyndar ekki það mikið í sólinni en ég náði þokkalegum lit samt...vorum samt nettmyglaðar eitthvað og umferðarteppann lagaði það ekki...en um kveldið var svo smá kveðjupartí á BMC fyrir Chiaru og Önu og við skelltum okkur þangað og síðan flúðum við yfir á Hannigans því BMC er ekki bestasti staðurinn í Granada sko...á Hannigans hittum við svo Bretana enn og aftur og settumst ekki hjá þeim þar sem við vildum hvíla þá aðeins eheheheh...spiluðum actionary í smá stund og fórum svo bara snemma heim um 4 leytið...

Á föstudaginn svaf ég út alveg til hádegis og klukkan eitt komu Ana og Michel og við keyrðum til áar sem er 20 mínútur frá Granada...alveg yndislegt...hægt að synda og allt og það var nett snilld og klikkuð stemming því við hittum þar þýsku stelpuna, Sebastian, Camillu og Chiaru....nutum sólarinnar í góðum fílíng og fórum svo á bar rétt hjá og fengum ódýrasta mat í heimi og ekki þann versta ...um kvöldið var svo matarboð heima hjá Chiaru því hún er að fara og þar var samankomið allt skemmtilega fólkið...Marco og vinkonur hans frá Grikklandi og Spáni, Ana, Michel, Sebástian, argentísku strákarnir, Camilla oooog einhver í viðbót sem ég man ekki hver var...um 1 leytið stungum við Bettie og Ruth af og fórum á feríuna því fólk var almennt ekki í djammstuði heima hjá Chiaru eftir rosa gott ítalskt pasta...á feríunni byrjuðum við Bettie á að fara aftur í vatnstækið og það var snilld eins og fyrri daginn...svo kíktum við í nokkur tjöld og drukkum smávegis og svo kom Lillan með uppástungu ársins..."Hey Bettie...eigum við að fara í kúluna sem skýtur fólki upp í loftið eins og byssukúlu!?" (á ensku náttlega)...já that´s right...maður hefur fengið kjark hér í Granada og því gerði ég það sem ég gerði ekki á Costa del Sol í fyrra...ég fór í þessu fjandans kúlu og þetta er það skemmtilegasta sem ég hef nokkurn tímann gert! Djöfulsins argasta snilld...og maður fékk líka gott útsýni yfir Granada á meðan maður snerist hring eftir hring...alveg 9 evru virði...svo hittum við Pieter og bresku vini hans seinna um kveldið (surprise surprise) og djömmuðum með þeim þangað til um 8 leytið um morguninn...þá var haldið heim og aftur var mikil gleði í íbúðinni....

Á laugardaginn var ég svo vakin við símann en það var nú ánægjulegt því það var gamli góði vinur minn hann Ash að hringja og bjóða mér til Madrid...sagði fyrst nei og fór aftur að sofa en ákvað svo að skella mér og tók rútuna klukkan 15 og var komin kl.20 (sorrí Perla að ég hef ekkert haft samband en síminn minn er batteríislaus og ég kemst ekki inní símaskrána)...og magnað var að ég var búnað heyra um tónlistarbúð hér sem er voða ódýr sem heitir Madrid Rock og mig langaði að kíkja í hana en ég hafði ekki hugmynd hvar hún var...en þegar ég hitti Ash og við löbbum uppá hostalið haldiði ekki að þetta sé fyrsta búðin sem ég sé!!! Djöfulsins tilviljun og snilld og allur pakkinn! Ég verslaði mér þar 2 Nick Cave diska (safnið alveg að verða fullkomnað), 3 Cure diska og einn Rolling Stones disk...svo fjárfesti ég í einni DVD mynd...The Golden Child með Eddie Murphy...gaman að versla DVD myndir hér...þeir eru með svo heavy gamlar myndir...en fyrir allt þetta borgaði ég um 6500 íslenskar krónur sem er akkúrat ekki neitt...maður er bara í tónlistarhimnaríki...svo kíktum við út á lífið...fengum okkur að borða á örugglega versta veitingastað í Madrid...hittum skemmtilegan belgískan strák...kíktum svo á nokkra bari og svo heim snemma um 2 leytið...

Í dag er svo planið að kíkja í Reina Sofía safnið og athuga hvort einhverjar búðir eru opnar því ég þarf að fara aftur heim mjöööög snemma á morgun því ég er í tíma og svo er ég að fara í vatnsstríð í litlum bæ sem heitir Lanjarón með Bettie og Michel...gaman gaman...

Og Eva Ósk..heldurru ekki að ég hafi kennt krökkunum hérna rassadansinn...alger snilld!

En hafið það gott og ég reyni svo að skrifa ykkur einstaklingsbréf ef ég hef einhvern tíma núna í vikunni...annars þá bara þegar ég kem til Danmerkur sem er eftir rétt rúmlega viku...vei vei...

Koss og knús
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: