18.6.03

...Og úff...

Já það er erfitt líf hér á Spáni...ekkert nema taumlausar veislur og fullt af góðum mat...veit ekki hve lengi ég gæti þolað þetta ef ég væri ekki að fara bráðum sveimérþá...

Síðustu dagar eru búnir að vera soldið of mikið af því góða samt en jæja...here it goes...mom and dad...be proud...

Á mánudagskveldið skellti ég mér í killer svarta kjólinn minn og við Bettie og Dan kíktum yfir í partíið til Marco og Trish...þar var allt stappað af skemmtilegu fólki...sérstaklega breskum strákum þó sem ég fílaði í tætlur því þeir virðast geta metið kaldhæðnina mína eins og enginn annar...gaman að því...þó voru líka nokkrir Spánverjar þarna og auðvitað reyndi maður að tala við þá til að æfa sig soldið...svo eftir mikið partístand kom löggan og lokaði partínu fyrir okkur...almennilegt af þeim...þá var stefnan tekin á Hannigans og þar var náttlega líf og fjör eins og vanalega og White Russian var tekinn á stemminguna...þakkir kveldsins fær barþjónninn On Bon Jovi fyrir að bjarga mér í þeim málum þó að enginn væri rjóminn til...síðan var stefnan tekin á Granada 10...sumir áttu erfitt með gang þannig að ég vippaði einum Bretanum upp á bakið og var eins og lítill íslensku bíll í smá tíma...og nota bene að Bretinn er nokkrum árum eldri en ég og frekar sterkbyggður þannig að þetta var enginn barnaleiku...langt því frá...eeeen fíflin á Granada 10 vildu ekki hleypa okkur inn snobbhanarnir...held það hafi verið út af því að við vorum 2 stelpur með 20 strákum en þeir vilja hafa það akkúrat hinsegin...þá skelltum við okkur á ömurlegasta diskótek í heimi sem er Vogue...fyndið því við vorum þar á sunnudag og gátum ekki talað um annað nema hvað það væri ömurlegt eeeen svo var stefnan tekin þangað aftur...snillingarnir við...en það var fínt á Vogue því við vorum í svo skemmtilegum hópi og það er nú fyrir öllu...eftir Vogue var sko langt frá því að við vildum hætta partístandinu þannig að við kíktum eiginlega öll bara aftur heim til Trish og Marco og spiluðum drykkjuleiki og horfðum á Pulp Fiction...held ég hafi farið að sofa um 9-leytið en ég vaknaði svo um hádegisbilið og það var ekki þægileg tilfinning sem fór um mann þá ehehe...en maður staulaðist á lappir og kláraði að horfa á Pulp Fiction og sleppti skólanum þann daginn....

Í gær fórum við Chiara, Ana, Michel og Bettie svo í smá Road Trip uppí Las Alpujarras þar sem við heimsóttum nokkra litla bæi eins og Lanjaron og Capeteila (er ekki viss hvort þetta sé rétt nafn...eitthvað í þessa áttina)...það var nú hálf dauður bíll þar sem við Bettie vorum nettónýtar og Michel bílveikur ehehe...en það var gaman samt...svo um kveldið fórum við út að borða með brasilískri stelpu og Sebástian...eftir það vildu stelpurnar fara heim þannig að ég fór með Sebástian og vinum hans, gaur frá Ísrael, gaur frá BNA og stelpu frá Þýskalandi að ná í hljóðfæri og við sátum á einu torgi og spiluðum og sungum...eða gaurinn frá Ísrael spilaði og söng lög frá Suður Ameríku því hann eyddi einhverjum 2 árum þar...síðan kom fólk einmitt frá Suður Ameríku og söng með og þar sem ég var eina manneskjan frá landi sem enginn þekkti þá þurfti ég að syngja fyrir þau á íslensku...og ég náttlega leisti það meistaralega vel af hendi og söng fyrir þau gamla Vegbúann eftir KK...svo rúmlega 3 slitum við tónleikunum og maður skellti sér heim í bælið...

En núna í dag og næstu tvo daga er enginn skóli hjá mér því það er feria hér í Granada sem heitir Corpus Christi og það er voða djamm í kveld...ég og Bettie ætlum auðvitað að kíkja því hún er náttlega líka í fríi...þannig að það er lööööng helgi núna...gaman gaman...en núna fer þessu víst að ljúka hér í Granada sem mér finnst ógeðslega sorglegt...en svona er etta víst! All good things must come to an end...

En hafið það gott fólk og haldið áfram að brosa ;)
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: