6.3.03

Og hvað er málið með...

...að keyra á 35 á háaleitisbrautinni?!?! Jeminn eini....sérstaklega klukkan korter í átta á morgnana þegar eru einmitt voðalega margir á ferli...jiddúdda mía...eeeen ég keypti mér mánaðarkort í Veggsport í gær en ég hlakka samt svo til þegar sá mánuður er búinn og ég get farið að hjóla í vinnuna...ég hlakka geðveikt til...sérstaklega ef veðrið verður alltaf splendid....

...en Fancy er kominn aftur frá London baby og það var einmitt splendid (mar verður að fara að nota þetta orð meira)...en Lúndunabúar eru ekki þeir sleipustu því Fancy fann akkúrat ekkert með mínum ástsæla Cave....buhuhu...en gott að hann er kominn aftur...þó að hann vinni á vöktum dauðans þannig að maður sér hann next to never...en gott að vita af honum hér á klakanum kaddlinum...

...eeeeeen í gærkveldið byrjaði ég að lesa Grafarþögn...mér fannst ég vera eini Íslendingurinn sem ekki var búinn að lesa bók eftir Arnald Indriðason þannig að ég byrjaði á henni í gær...og meeeen...ég var hooked frá fyrstu blaðsíðu...ég hefði klárað hana ef ég hefði ekki verið svona drulluþreytt...byrjaði nebblega svo seint að lesa hana þannig að ég náði bara að klára 4 eða 5 kafla....en hún er spennó smennó sko og ég hlakka til að klára hana og geta loksins tekið þátt í vinnustaðaumræðunum...heimilisumræðunum....squashumræðunum....oooog umræðunum við prumpukaddlana sem bíða alltaf eftir strætó útí búð heima...hahahaha....feddla-ghetto-barn ég er...fattaði það einmitt í fyrradag þegar ég var að leggja bílnum "mínum" og í næsta stæði var rafgeymir...ha ha ha...einhver hefur þotið af stað en gleymt honum...alger snilld...

...eeeen tvær vinnur í dag sem er ávísun á gleði og glens....og þess vegna ætla ég að kaupa mér bjór...
Stay black

Engin ummæli: