10.6.08

...Og...

...já ég er komin til Íslands og nenni ekkert að blogga...eða lesa blogg...eða tala um blogg...eeeeen verð samt að setja inn myndir af kærustunum mínum...þeir elska mig báðir svo heitt...





...annars er maður bara enn í sigurvímu yfir tvöföldum sigri Manchester United á þessu tímabili...úrslitaleikurinn í meistaradeildinni var náttúrulega hrikalegur...ég öskraði...ég brosti..ég hló...og ég grenjaði þegar Ronaldo klúðraði vítinu..þegar John Terry gerði sig líklegan til að innsigla sigur Chelsea var ég komin með tárin í augun og hjartað hamaðist sem aldrei fyrr...ég titraði af ótta og gat ekki talað...þegar hann rann, datt og gerði sig að fífli öskraði ég hástöfum og fékk faðmlag frá öllum fallegu karlmönnunum sem ég horfði á leikinn með...engir gallharðir Manchester aðdáendur en héldu samt með mér...

...þó að leikurinn hafi verið á virkum degi kom ekki annað til greina en að fagna almennilega þegar Van der Saar varði og því datt ég í það...yndislegt kvöld...

...síðustu dagarnir í Árósum voru vægast sagt yndislegir þó ég þyrfti að flytja og þrífa og er heimilislaus þegar ég sný aftur í smáborgina við sjóinn...en það reddast...reddast þetta ekki alltaf...

...annars er ég blönk en hamingjusöm...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: