1.7.05

...Og...

...Duran Duran voru yndislegir í gær...

...ég skipti tónleikunum í tvennt...fyrir og eftir View To A Kill...fyrir það var vægast sagt ömurlega leiðinlegt en eftir View To A Kill var geggjuð stemming og meira að segja ég brosti út að eyrum og öskraði með...þó að ég hafi gjörsamlega misst af þessari bylgju sökum aldurs...

...hápunktur tónleikanna var svo sannarlega þegar nýi kærastinn minn, Simon LeBon, tók stage dive út í áhorfendaskarann...reyndar ekki dive heldur klifraði hann meira upp á hópinn...en hann flaut í dágóða stund...

...uppklappið var gjörsamlega klikkað...þá komst kærastinn minn fyrst í stuð...hann tók salsa spor, kung fu spörk og þvílíkar mjaðma- og handahreyfingar sem sjaldan hafa sést áður...allavega ekki þegar karlmaður er annars vegar...

...bestu lögin voru Notorious, View To A Kill, Reflex, Wild Boys og Save a Prayer...ég er reyndar mjög fúl að þeir tóku ekki uppáhaldslagið mitt, Is There Something I Should Know? en það er önnur saga...

...Simon...I LOVE YOU!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: