29.3.05

...Og þessi páskar...

...voru afskaplega gleðilegir...

...á föstudaginn langa varð ég móðursystir annað skiptið á tæplega sjö mánuðum...sem er yndisleg tilfinning...ótrúlegt að manni geti þótt svona vænt um svona lítið krýli...sem kann ekki einu sinni að tala...veit ekki hvað ég heiti og kann ekki að halda haus...

...hún Anna Sigga sæta systir mín eignaðist litla prinsessu um miðjan föstudaginn...skemmtilegast var samt að legvatnið hennar fór við matarborðið á skírdag og var ég viðstödd...aldrei séð svoleiðis áður...allt öðruvísi en í bíómyndunum þar sem allt heila klappið...með fæðingu...tekur aðeins tvær mínútúr eða svo...

...svo ku litla prinsessan vera lík mér en dæmi hver fyrir sig með að smella hér...

...annars var lítið gert um páskana...nema sitja sveitt við saumavélina að sauma teppi handa litlu frænku minni sem er yndisleg...fara pínulítið út á meðal fólks og njóta lífsins í faðmi ástarinnar...aaa af hverju getur maður ekki sofið út oftar...

...en vinnuvikan er byrjuð og átakið um leið...hve mörg páskaegg át ég...tja...það er á milli mín og magans...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: