14.1.05

...Og kreisí...

...bloggæði hérna yfir kvöldfréttunum...

...ég bara varð að skrifa...einhver fráhvarfseinkenni í gangi kannski...en ég var að lesa gamalt blogg...frá fyrstu vikunni sem ég bloggaði...fyrsta sem ég fattaði að ég er að verða búin að blogga í þrjú ár sem mér finnst áfangi út af fyrir sig...

...hins vegar las ég þessa færslu rétt í þessu:

"En nú víkur sögu minni að þvílíkri harmsögu í heimi tónlistarinnar því svo virðist að Aaron nokkur Lewis úr viðbjóðnum Stained (viðbjóður að mínu mati allavega) hefur tekið uppáhaldslagið mitt í öllum heiminum, með einmitt Pearl Jam (snillingar!), keflað það niður, rimmað það aðeins með smá rjóma og hreinlega riðið því í rassgatið og það er byrjað að fossblæða...þetta er einmitt lagið Black sem hann ekki aðeins jarmar til að reyna líkjast Eddie Vedder heldur meira að segja getur ekki einu sinni farið rétt með textann bölvaður! Ég efni til landsmótmæla á morgunn, föstudaginn 08.04 2002 á Ingólfstorgi stundvíslega kl. 06.30...mæting með þokulúðra og þess háttar æskileg...Pearl Jam aðdáendur allra hverfa sameinist!"

...þá rifjaðist upp fyrir mér sögnina að rimma sem er svo snilldarlega notuð í þessum pistli...að rimma var afar vinsælt orð meðal mín og félaga í Costa del Sol ferð svokallaðri árið 2002...ég er að hugsa um að útlista þýðingu orðsins ekkert frekar ef þið, kæru lesendur, kannist ekki við það en ég fullvissa ykkur um að ég mun nota það meira næstu daga...you can figure it out...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: