18.1.05

...Og það eru nýir diskar...

...góðir hálsar...ójájá...

...Give Up með The Postal Service er búinn að hanga í bílagræjunum í heillangan tíma og það er ekki amalegt...frábær raftónlist þar á ferð sem ég fæ ekki leið á...hugljúf lög hjá þessu bandaríska tríó sem blow me away...lovely...

...Keypti mér Wonderful World með Evu Cassidy fyrir inneignarnótu sem ég átti í Skífunni...algjör unaður er að hlusta á þessa manneskju...váá...þessi rödd og þessi unaðslegu lög leyfa manni að slappa af í daglegu amstri og njóta lífsins...Eva er yndisleg...

...Ég keypti líka annan disk fyrir inneignarnótuna...sem er ekki búin nota bene...ég fjárfesti í Violent Femmes Remastered eitthvað með einmitt Violent Femmes...á venjulega diskinn en þessi er með einhverju aukadrasli...smáskífum og svoleiðis skemmtilegheitum sem er alltaf gaman að hlusta á...

...Svo vann ég disk á Rás 2...viti menn...ótrúlegt en satt...vann Tenderfoot diskinn sem ég á alveg eftir að hlusta á en mér hefur litist vel á það sem ég hef heyrt í útvarpinu...góð og melló tónlist...

...ég er svona frekar á þessum hugljúfu nótum þessa dagana...fílaþa...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: