26.12.04

...Og jólin...

...eru búin að vera yndislegt...gjörsamlega yndisleg...ef bara að fríið myndi vara aðeins lengur þá væri þetta fullkomið...vinna á morgun...æi nei...af hverju...

...en ég fékk fullt af flottum gjöfum...og miklu fleiri gjafir en ég gaf frá mér...sem er skrýtið...en það fylgir því greinilega að tengjast inn í aðra fjölskyldu en manns eigin og eiga frábæra ættingja og vera byrjuð að búa...hmmm...þá fær maður líka bara dót til heimilisins sem mér finnst mjög gaman að fá því það er svo gaman að hafa fínt inni hjá sér...svo er maður náttúrulega að safna í stell...ójú...þið lásuð rétt...stell...i´m ninety two years old angus...mamma náði að plata mig í það á þynnkudegi í Kringlunni í fyrra...hræðilegt alveg hreint...

...eeeen ég fékk killer stígvél frá ektamanninum ásamt fleiru...en stígvélin rokka mest...vá hvað þau eru flott...hann kann að velja þetta...reyndar þurfti hann ekki annað en að borga þar sem ég mátaði og tók frá fyrir hann...þessi elska...

...í gær var það jólaboð og í dag eru aftur jólaboð...annað klukkan hálf tvö og hitt klukkan sjö....svo er jólaglögg og popppunktsspilið hjá vini ektamannsins...gaman gaman...maður mætir sem sagt þunnur í vinnuna á morgun..
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: