23.9.04

...Og það er svolítið skrýtið...

...að vera búin í sumarfríi...sérstaklega þar sem sumarfríið var heill mánuður...ég er frekar lengi í gang og finnst ég ekki eins dugleg og fyrir fríið...en það vonandi lagast með tímanum...ég hef gaman að vinnunni minni þannig að það er í góðum fílíng...

...annars var sumarfríið mitt mjög gott...ég gerði ekki mikið en ég náði að gera alla þessa litlu hluti sem maður hefur ekki tíma til að gera þegar maður vinnur allan daginn og kemur heim dauðþreyttur og segist ætla að gera það um helgina...sem fer svo í sukk og svínerí og almenna leti...

...Í sumarfríinu mínu...

...gaf ég blóð...
...sótti um í leiklistarskólum...
...reif ég eldhúsinnréttingu og málaði ásamt ektamanninum...
...labbaði Laugaveginn og reyndi að kíkja í allar búðir sem ég hef ekki kíkt á...
...fór ég í ljós þegar ég var búin í ræktinni...
...byrjaði ég á dansnámskeiði...
...varð ég veik og horfði á Bíórásina allan daginn...
...tók ég til...
...átti ég ammæli...
...fór ég í sumarbústað...

...ég gerði örugglega margt fleira sem ég man ekki eftir þar sem ég er meira en dofin þessa dagana...lífið var orðið of ljúft í fríinu...vakna klukkan tíu...taka strætó í ræktina...dúlla sér þar...taka strætó heim...borða...fara í göngutúr og horfa svo á sjónvarpið...

...ég er meira að segja orðin sjónvarpsfíkill...ójá...ég kann dagskrána utanað...áður en ég fór í frí var ég með sjónvarpsdagskrána í Fréttablaðinu og samt gat ég varla munað hvenær fréttirnar byrja...nú er ég með allt á hreinu...gott eða slæmt?...æjjj veit það svo sem ekki...frekar slæmt en dagskráin verður skemmtilegri...

...veit ekki af hverju ég er að þessu bloggi...get ekki hugsað skýrt akkúrat núna...ég kveð að sinni...
Stay black-Salinto!

Engin ummæli: