18.4.04

...Og fyrst ferðsagan...

...er komin á alheimsvefinn þá held ég að ég greini frá geisladiskakaupum ferðarinnar...

...þau voru nú reyndar ekki stór...í heildina aðeins 3 diskar...

...byrjaði náttúrulega á því að versla meistaraverkið Fly or Die með snillingunum Pharrel og Chad Hugo í N.E.R.D...fyrsti diskurinn In Search of...er náttúrulega einn besti diskur í safninu mínu og mér leiðist að segja það að þessi er þó aðeins lakari...en maður fyrirgefur þeim það þessum elskum...mjög sátt við diskinn og var hann blastaður alla leiðina heim í flugvélinni...

...annar diskurinn sem ég keypti var Greatest Hits með Bítlunum - vol. II...minn fyrsti Bítladiskur...og braut ég þar með góðu regluna mína um að kaupa ekki fyrst Greatest Hits plötu með einhverri hljómveit...eeen ég stóðst það bara ekki...öll lögin á honum eru góð...og svo er hann tvöfaldur sem skemmir nú ekki...Boy Bandið frá Manchester getur bara ekki klikkað...All you need is love...All you need is love...All you need is love...love....love is all you need...

...þriðji og seinasti diskurinn er með Cure...Three Imaginary Boys...einn af fáum sem mig vantar í safnið...á nú reyndar eiginlega öll lögin á þessum disk á öðrum diskum...eeen þetta er náttúrulega bara skyldueign...Solid!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: