7.1.04

...Og kraftaverkin...

...gerast enn...

...síðustu helgi var mér boðið út á deit (er ekki í lagi að blogga um solleis...jújú...hann les etta hvort sem er ekki)...já magnað...strákur bauð mér út á deit...svo lengi sem ég man eftir mér hefur mér aldrei verið boðið út á alvörudeit...og fyrir það eitt að þessi aðili hafi gert það fær hann feitan plús í kladdann...var kannski ekkert svona formlegt invitation...en deit samt...já já já...

...byrjað var á 17.30-bíó sem ég hef aldrei farið á...en var fínt því ég náði að halda mér vakandi...við kíktum á "Love actually"...ú jes jes...ég valdi ekki myndina Nota bene...hmmm...ætti ég að vera hrædd? Mig er reyndar búið að langa á þessa mynd lengi lengi þannig að ég var sátt...og ég var ennþá sátt þegar ég kom út því ég er rómantískara en allt í hugsun og elska Hugh Grant...og hananú!

...eftir bíó var kíkt á 101 hótel í smá mat...mmm...það var sko gott...rosa flottur og kósí staður með lítinn en fjölbreyttan matseðil og ekkert alltof dýrt...

...svoooo var kvöldið kórónað með léttu fyddleríi á Ölstofunni...ótrúlegt hvað maður náði að fyddla sig miðað við áfengismagn...

...ég er allavega sátt við þetta kvöld og glöð er ég að deit-menning á Íslandi er ekki aldauð...halelúja!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: