15.4.07

...Og nýi...

...uppáhaldssnillingurinn minn er plötusnúðurinn Mark Ronson...mæli með plötunni hans Version til að koma sér í gott skap...

...fór næstum því að gráta áðan þegar ég sá að Damien Rice er að koma til Árósa en um mitt sumar þannig að ég missi af honum...pjááááááá....
Stay black - Salinto!

10.4.07

...Og páskarnir...

...voru yndislegir í einu orði...

...ég elska manchester...ég elska að drekka stanslaust í 7 daga...ég elska að gleyma námslánunum og lifa eins og drottning...ég elska að kaupa fullt af fallegum hlutum...ég elska að hitta skemmtilegt fólk...ég elska að borða fish n chips...ég elska að tala alvöru ensku...ég elska bjór...

...en fyrst og fremst elska ég fólk sem er yndislegt og lætur manni líða betur en nokkru sinni fyrr...

...takk fyrir mig...
Stay black - Salinto!

31.3.07

...Og hvað er að...

...spyr ég sjálfa mig á þessum laugardagsmorgni...

...ég fór á blindafyllerí í gær með henni Ásu og entumst við frekar stutt enda algjörlega út úr heiminum undir það síðasta...

...nema hvað að ég er komin heim um 2-leytið en fer ekki að sofa heldur hangi í tölvunni og borða ís og fleira sniðugt sem maður gerir þegar maður er undir áhrifum áfengis...

...þannig að ok...ég er þá farin að sofa um 3-leytið...

...nema hvað...mín vaknar klukkan 8.23 í morgun og getur bara ekki sofið meira...og hvað gerir mín? Nú hún þrífur eldhúsið í klukkutíma! Heilan klukkutíma! Og þá hélt ég að ég gæti sofnað...en neeeei...ekkert gengur með það og því hangi ég bara meira í tölvunni...

...og litla druslan hún Katinka er ekki komin heim...hlakka til að vita hvaða sæði hún gleypti í nótt...

...vá skemmtilegasta blogg ever verð ég að segja!
Stay black - Salinto!

6.3.07

...Og annars er...

...24 að toppa sig...er ekki frá því að sería sex sé með þeim bestu...

...serían hálfnuð og hvað gerir Jack Bauer nú...eða eins og við vinirnir köllum hann Kiefer kaddlinn...

...vantar bara Tony Almeida...ég sakna hans...hann á vafalaust bestu línu ever í sjónvarpsþætti..."It's like this...either fire me...or get out of my chair"...meistari!
Stay black - Salinto!
...Og það eru fullt af góðum plötum...

...dottnar í hús á síðustu dögum...helst ber að nefna Grinderman með samnefndri hljómsveit Nick Cave...frábær plata...hann gerir ekki annað en toppa sig maðurinn...and that's why I love him...

...annars eru það We Were Dead Before The Ship Even Sank með Modest Mouse sem leggst vel í mig...Pocket Symphony með Air sem ég hef lítið hlustað á en það litla lofar góðu...Because of the Times með Kings of Leon sem ég er að fíla í tætlur enda þeir snillingar...Yours Truly, Angry Mob með Kaiser Chiefs sem er mjög góð...A Weekend in the City með Bloc Party sem er líka góð og Some Loud Thunder með Clap Your Hands Say Yeah! sem ég hef eiginlega ekkert hlustað á...svo léleg gæði...þarf að downloada henni aftur...

...náði líka í fullt með sænska systkinadúóinu The Knife og þau eru snillingar...

Annars lítur topp 25 listinn á iTunes svona út...frekar skrýtinn:
1. Irreplaceable - Beyoncé
2. I Was Just Thinking - Teitur
3. Poetry & Aeroplanes - Teitur
4. Sad Eyes - Josh Rouse
5. One and Only - Teitur
6. 50 Ways To Leave Your Lover - Paul Simon
7. Lover, You Should've Come Over - Jeff Buckley
8. Louis, Louis - Teitur
9. Fistfull of Love - Antony & the Johnsons
10. Green Grass of Tunnel - Múm
11. Let's Go Dancing - Teitur
12. Shade of a Shadow - Teitur
13. Distance - Ampop
14. You're The Ocean - Teitur
15. Deja-vu - Beyoncé
16. Walking After You (Acoustic) - Foo Fighters
17. Romulus - Sufjan Stevens
18. Fix You - Coldplay
19. To Meet You - Teitur
20. Josephine - Teitur
21. Rough Around The Edges - Teitur
22. Halfway Between - Teitur
23. Amanda's Dream - Teitur
24. Letter to Elise (MTV Unplugged) - The Cure
25. Stop¨The Love You Save May Be Your Own - Jackson 5

Já...síðustu vikur hafa verið svoldið niðurdrepandi og smá hjartasár sem hefur einkennt þær og því á Teitur vinninginn...en fast á hæla þessara 25 laga koma Hot Chip með Over & Over...Brown Eyed Girl með Van Morrison...And Then You Kissed Me með The Cardigans...Crazy Love með Van Morrison...Love Letter með Nick Cave and the Bad Seeds...What Sarah Said með Death Cab For Cutie og The Blower's Daughter með Damien Rice...

Liljan kveður í angurværu skapi..
Stay black - Salinto!

14.2.07

...Og mér finnst svoldið pirrandi...

...að ég er með einhver gaur á msn-inu mínu sem heitir Bjöggi og ég veit ekkert hver hann er en ég held alltaf að það sé Björgólfur Takefusa...búhú...

...annars var ég að downloada Neon Bible - nýju Arcade Fire plötunni og mér líst vel á...Keep the Car Running er í uppáhaldi eftir fyrstu hlustun...
Stay black - Salinto!

11.2.07

...Og nýi uppáhalds kærastinn minn...

...er Teitur frá Færeyjum...passar vel þessa dagana með angurværa tóna um ástina og lífið...

...er ógeðslega fúl að vera nýbúin að uppgötva þetta yndi því hann hélt svona hundrað tónleika í Árósum á síðasta ári en veit ekkert hvenær hann kemur næst því hann er á túr um Bandaríkin...fylgjast betur með Lilja!!

...já en Teitur syngur eins og frá hjartanu mínu í dag...er að furða mig á skrýtnu fólki sem virðist finnast gaman að rugla í manni...og tekur ekki ábyrgð á því sem það gerir við hjartað í manni...svo ekki sé minnst á heilann...en tölum ekki um það...það er grátt fyrir utan gluggann minn...rautt húsþakið sem blasir við mér brýtur upp gráa þokuna sem umlykur himininn...hér er Teitur...

There was a party last night, last night
Cigarettes and empty bottles, empty bottles
Better open up this window, this window
Need some air to clear my head, clear my head

Alone in these strange beds
I think that I've travelled enough
Poetry and aeroplanes
I am tired of waiting for love

Tend to fall asleep in the fast lane, in the fast lane
Sometimes sinking low in the high life, in the high life
No more happy songs of heartbreak, oh' heartbreak
Or playing white knight misunderstood, misunderstood

Alone in these strange streets
I think that I've walked them enough
Poetry and Aeroplanes
I am tired of waiting for love

Another night I lie awake
In woken dreams of faith and fate
Hope my love don't come too late
Hope my love don't come too late

Alone in these strange beds
I think that I've travelled enough
Poetry and Aeroplanes
I am tired of waiting for love

Stay black - Salinto!

24.1.07

...Og í Danmörku...

...heiti ég Lilja Karín...en ekki Lilja Katrín...

...út af því að einhver hálfviti hjá Hagstofu Íslands misstafaði nafnið mitt og það var ALLTOF mikið vesen að fá því breytt...hvernig spyr ég...þetta er nú heill stafur sem vantar inn í!

...og ég þoli ekki þetta nafn...Karín...ekki einu sinni almennilegt nafn...

...þangað til í dag...

...fór í ræktina...SATS...og þegar ég var búin og ætlaði að fá kortið mitt aftur þá var það týnt...og gaurinn sem ég er ástfanginn af í afgreiðslunni var voða sorrí og gerði nýtt kort handa mér...hef á tilfinningunni að hann hafi bara hent kortinu mínu til að fletta mér upp í kerfinu og fá númerið mitt...allavega...þegar hann sagði nafnið mitt...Lilja Karín...þá féll ég næstum því í yfirlið það var svo flott..."Lilja Karrrrín"...eins og ekta Dani...mmmm....

...annars vil ég láta kalla mig De De Nickerson þessa dagana takk...
Stay black - Salinto!
...Og mig langar...

...að verða svona ástfangin...

And so it is
Just like you said it would be
Life goes easy on me
Most of the time
And so it is
The shorter story
No love, no glory
No hero in her skies

I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes...

And so it is
Just like you said it should be
We'll both forget the breeze
Most of the time
And so it is
The colder water
The blower's daughter
The pupil in denial

I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes off you
I can't take my eyes...

Did I say that I loathe you?
Did I say that I want to
Leave it all behind?

I can't take my mind off you
I can't take my mind off you...
I can't take my mind off you
I can't take my mind off you
I can't take my mind off you
I can't take my mind...
My mind...my mind...
'Til I find somebody new

Stay black - Salinto!

21.1.07

...Og ég er að horfa...

...á fyrsta 24 þáttinn í 6. seríu og gat ekki haldið áfram án þess að tjá ánægju mína með fyrstu fimmtán mínúturnar...

...The biscuit úr Ally McBeal er aðstoðarmaður forsetans, Chloe er komin með breskan kærasta, Jack Bauer er suddalega heitur og snillingurinn Stephen Merchant með aukahlutverk í CTU...beið bara eftir að Ricky Gervais kæmi dansandi inn á svæðið...

...næstu 45 mínútur verða magnaðar...

...og eftir það 3 aðrir þættir í seríunni...

...lífið er gott...
Stay black - Salinto!

12.1.07

...Og í gær...

...komst ég loksins að því af hverju síðasta önn var svona hryllileg...af hverju ég breyttist í stressbolta og gekk ekkert sérstaklega vel í skólanum oftar en mér finnst gaman...af hverju mér var hent út...af hverju ég varð ekki ástfangin...

...í gær fengum við Anne og Katinka íbúð saman...sem við getum flutt inn í í næstu viku!!!

...er ég rölti um götur Árósa eftir þessar stórkostlegu fréttir þá fann ég hve ég var létt í skrefi og mér finnst enn erfitt að taka brosið af andlitinu á mér...en ég þarf þess líka ekki því lífið er eitthvað svo fullkomið eins og er...þessi íbúð er fullkomin og Katinka og Anne eru betri vinkonur en mér hefði nokkurn tímann haldið að ég myndi kynnast hér á hjara veraldar ef svo má segja...

...en ég gerði eitt til að auka líkurnar á að við fengjum þessa íbúð...ég bað til Guðs...tvisvar...nú er ég alls ekki trúuð manneskja og hef ekki beðið bænirnar mínar síðan ég var með bleyju...en það borgaði sig að biðja núna og mér finnst eins og einhver vaki yfir mér því þegar ég kom heim beið þar dreifibréf frá Vottar Jehóvum sem stóð á "Jesus lever" eða "Jesú lifir"...

...heimurinn er fullur af táknum...maður þarf bara að sjá þau og meta...

...takk fyrir mig og góða nótt...
Stay black - Salinto!

4.1.07

...Og þá er maður bara...

...mjög bráðlega að fara aftur "heim"...þetta frí er búið að þjóta frá mér...en það er búið að vera gaman...búin að vinna aðeins og drekka fullt af bjór...borða góða pítsu...fá mér Nonnabát...borða Nóa konfekt...fá magapest...verða blindfuddl með stelpunum...fá mér jello shots...tala við útlendinga...gefa blóð...fara í bað...fá mér prins póló...horfa á enska boltann...fara í bíó...fara aftur í bíó...rúnta niður Laugaveginn...kaupa mér kjóla...kaupa mér kápu...kaupa mér jakka...halda partí...óska mömmu til hamingju með afmælið...borða ís...borða lambakjöt...borða nautakjöt...borða svínakjöt...borða kjúkling...borða brúnaðar kartöflur...borða vanilluhringi...fara á bókasafn...horfa á 7 James Bond myndir...horfa á áttundu seríu af Simpsons...horfa á Charlie and the Chocolate Factory...finna gamlan Jet Black Joe disk...fara í partí...horfa á sjónvarpið...tala í símann...ooooog sofa...

...jahá...allt á þremur vikum...og svo er ég að fara í leikhús í kvöld...á Ófagra veröld í Borgarleikhúsinu...hlakka til...fer með Erlu systur á afmælisdegi móður okkar...gaf henni gjöf áðan til að bæta upp fyrir að ég gleymdi að óska henni til hamingju með daginn í morgun þegar ég keyrði hana í vinnuna...hún var ánægð...

...annars héldum við vinkonurnar partí um daginn með yfirskriftina "single and ready to mingle"...eða á íslensku..."einhleyp, sleip og til í sleik"...það gekk vel...fórum ekki í sleik en við vorum sleipar...

...síðan bauð Brynja Björk í gamlárspartí sem var skemmtilegt og við kíktum aðeins í áður en við fórum á Café Óliver þar sem við komumst frítt inn...ekki leiðinlegt að vera boðið í partí af stjörnunni í áramótaskaupinu...á Óliver var líka gaman og var maður farinn að sofa um 11-leytið á nýársmorgunn...

...þess vegna kveið mig fyrir að gefa blóð í dag þar sem ég hélt að blóðþrýstingurinn væri farinn upp úr öllu valdi út af allri drykkjunni...en allt kom fyrir ekki og hann er mun lægri en í sumar og ég mun heilsuhraustari eins og konan í blóðbankanum sagði...hún var mjög sátt við hvað hvíldarpúlsinn minn væri í góðu standi...flott er...
Stay black - Salinto!

1.1.07

...Og...

...litlu frænkur mínar tvær dýrka mig...þó þær sjái mig ekki nema tvisvar á ári...sem mér finnst frábært...

...ennþá frábærara fannst mér þetta þegar Eva vinkona sagði mér að börn bregðast betur við fallegu fólki en ljótu...ég lít á þetta sem gott tákn að ég sé með eindæmum falleg...enda very charming woman...
Stay black - Salinto!

27.12.06

...Og ég hélt ég væri föst...

...í tímaskekkju í gærkveldi þegar íðilfögur rödd Héðins Halldórssonar fréttamanns í kvöldfréttatímar ríkisútvarpsins sagði mér þær fréttir helstar að Saddam Hussein yrði hengdur innan þrjátíu daga vegna glæpa gegn mannkyninu...

...hengdur!

...það er ótrúlegt að maðurinn hafi verið dreginn til dómstóla í Írak...held það sé nokkuð ljóst að sanngjörn réttarhöld fást ekki í því ríki...og þar sem hann framdi glæpi gegn mannkyninu átti að sjálfsögðu að rétta yfir honum í Haag...það skiptir greinilega máli hvaðan maður kemur þegar kemur að réttlætri málsmeðferð...ekki man ég eftir að menn eins og Slobodan Milosevic hafi verið hengdir...voru hans glæpir eitthvað minni í fyrrum Júgóslavíu?

...maður spyr sig í hvers konar þjóðfélagi við búum í þegar maður heyrir svona fréttir...og það á öðrum degi jóla! Ég skipti mér ekkert að því hvort Saddam Hussein eigi skilið dauðarefsingu eður ei...en að hengja fólk árið 2006 er ótrúlegt uppátæki!

...svo beið við frekari veisla í kvöldfréttum sjónvarps þennan sama dag þegar fólkið á götunni í Írak var spurt álits...að sjálfsögðu voru allir sammála dauðarefsingu yfir Hussein þar sem hann er ekki talinn góður og prúður piltur...en einn viðmælanda lét það út úr sér og hváði refsinguna of milda...hann sagði orðrétt "að ætti að búta Hussein niður fyrir framan fólkið á götunni svo það gæti horft á hann þjást"...really?!

...dauðarefsing er umdeild eins og svo margt annað sem kemur að réttarkerfinu í heiminum öllum...mér finnst allavega fólk þurfa að gera ansi helvíti mikið til að eiga skilið að vera dæmt til dauða...

...en hengdur! really?!
Stay black - Salinto!

23.12.06

...Og ég er algjör...

...sucker fyrir gömlum og cheezy jóla-ástar-lögum....ástæðan fyrir að ég elska þessa hátíð að ég hef afsökun til að blasta þessi asnalegu lög og fíla þau...hér kemur topp tíu yfir uppáhaldsjólalögin mín...

1. Ef ég nenni - Helgi Björnsson
2. All I Want For Christmas Is You - Mariah Carey
3. Þú komst með jólin til mín - Ruth Reginalds og Björgvin Halldórsson
4. Þú og ég - Halla Margrét og Eiríkur Hauksson
5. Handa þér - Einar Ágúst og Gunnar Ólason
6. Snjókorn falla - Laddi
7. Einmana á jólanótt - Brooklyn Fæv
8. Ég hlakka svo til - Svala
9. Amma engill - Borgardætur
10. Gleði og friðarjól - Pálmi Gunnarsson

Stay black - Salinto!

20.12.06

...Og ég vil þakka...

...Megasi fyrir síðustu færslu...iðilmjúk rödd hans og skemmtilegir textar eru það eina sem heldur í mér lífi þessa dagana...

..."Ég vil ekki vera skiptimynt í buddunni þinni"...
Stay black - Salinto!
..Og nú...

...er sá tími árs að ganga í garð sem mér finnst hvað skemmtilegur...jólin...allt við jólin heillar mig...þá ekki síst róin, afslappelsi og góði maturinn...

...en í ár er annað upp á teningnum...mér finnst akkúrat ekkert skemmtilegt...

...ég er ótrúlega neikvæð og leiðinleg þessa dagana...mér finnst lífið mitt ömurlegt og sé ekki fyrir endann á þessum ömurlegheitum...árið 2006 er búið að vera hræðilega erfitt og leiðinlegt og ég hlakka til að byrja á nýju ári...vonandi verður það skárra...

...mig langar svo að verða ástfangin og sakna einhvers um jólin...mig langar að einhver sé líka ástfanginn af mér og sakni mín um jólin og gefi mér svona vá hvað er gaman að vera kærastinn þinn-gjöf og ég elska þig svo mikið-gjöf...það er ekkert gaman að vera ekki skotin í neinum...mér finnst ég bara tóm í hjartanu...

...en maður á víst ekki að kvarta...en ég geri það samt...

...þannig að varist mig þegar þið sjáið mig á götunni og látið sem þið takið ekki eftir mér...ég dreg ykkur örugglega bara niður með mér...

...en já ég er komin heim...jibbý...það er miklu skemmtilegra að vera pirraður, neikvæður, leiðinlegur, ljótur og óþolandi á Íslandi...
Stay black - Salinto!

15.12.06

...Og nu er adeins...

...rumir sjo timar thangad til ad eg stig i lest med godvini minum Morten Johannes og vid holdum a Kastrup...akvad ad skipta um lest og taka adeins fyrr lest til ad fara a sidasta fylleriid med kauda...svo er hann lika bara svo andskoti skemmtilegur...og hann er i bekknum fyrir ofan mig thannig ad hann getur frætt mig um thad sem koma skal...gaman gaman...

...hlakka ekkert sma til ad fara ut a lifid i reykjavik annad kvold og hitta fallega folkid...
Stay black - Salinto!

29.11.06

...Og eins mikið og ég get stundum...

...hatað Dani og Danmörk fyrir að vera asnaleg þá get ég líka verið head over heals ástfangin af landinu...kannski út af því að ég er ekki skotin í neinum karlmanni þessa stundina...gæti verið...

...en ég fór í Sonofon, símafyrirtækið mitt, í gær og ákvað að skipta um áskriftaraðferð þar sem ég sendi óhugnalega mikið af sms-um en hringi ekkert svakalega mikið...heyrðu og viti menn...út af því að ég skipti þá fékk ég nýjan síma á 1 danska krónu...sem sagt tíkaddl...hmmm...gæti það verið betra?!

...mínusinn er að ég hef lítinn sem engan tíma til að leika mér í nýja símanum þar sem núna er bara rúmlega vika í próf og kreisí mikið að gera...3 til 5 tímar af acrobatics með rússneskum stunt gaur á dag og svo leiklist sem tekur hinn helminginn af deginum...þannig að það er dimmt þegar ég fer í skólann og dimmt þegar ég fer heim...og ef svo heppilega vildi til að ég er ekki í skólanum allan liðlangan daginn þá þarf maður að vinna upp á eigin spýtur og ef ég er ekki að gera það þá er ég í ræktinni...get ekki beðið eftir að komast heim í jólafrí...en maður er víst búinn að lofa sig í vinnu á séð og heyrt meiripart frísins...en það er bara gaman...i need the money anyhow...

Stay black - Salinto!

17.11.06

...Og nú var ég að stíga...

...út úr söngprófi...sem gekk svona líka vel...kennarinn valdi fyrir okkur lög sem við erum búin að æfa síðustu fimm vikurnar og nú var komið að því að syngja þau fyrir framan allan skólann...ég fékk að syngja hið geysilega skemmtilega lag When You´re Good To Mama úr söngleiknum Chigaco...hafði aldrei heyrt það áður þannig að það var mjög gaman...var klædd upp eins og hórumamma og vakti slíka lukku meðal áheyranda að maður var næstum klappaður upp...held það hafi þó frekar verið vegna sviðsframkomu en sönghæfileika en það er svo sem ekki slæmt...

...annars sagði kunningi minn mér um daginn að ég liti út eins og Scarlett Johansson í prófíl...held að þetta sé fallegasta hrós sem ég hef fengið í langan tíma...þangað til í gær þegar ég var kölluð Sexual Lilja...það var ekki slæmt heldur...good times...

...hafið það gott...
Stay black - Salinto!

2.11.06

...Og hverjum datt í hug...

...að hafa Justin Timberlake sem kynnir á MTV Europe Music Awards og láta hann tala við Borat og reyna að vera fyndinn? Greyið JT...Borat tók hann allsvakalega...enda Borat engum líkur...en Justin er heitur...hann má eiga það...eða Justins eða Jason eins og Borat kallaði hann...
Stay black - Salinto!

1.11.06

...Og nú er búið...

...að segja mér upp leigunni á Lollandsgötunni...nenni ekki að fara nánar út í þá sálma en segjum bara sem svo að gaurinn sem ég bý með er andlega þroskaheftur...og félagslega bældur hehehe...kæri mig hvort sem er ekki um að búa þarna lengur so it´s for the best...ég, Anne og Katinka ætlum að reyna að finna okkur íbúð saman og vonandi gengur það eftir áramót...ég hef nægan tíma til að finna eitthvað þar sem ég þarf ekki að vera flutt út fyrr en 1. febrúar...

...en andrúmsloftið í húsinu er ekkert sérstaklega gott þannig að ég get ekki beðið eftir að koma heim um jólin og sjá allt fallega fólkið mitt þar...

...mamma og pabbi koma í dag og fara á mánudaginn og svo kemur hún Eva Dögg fallega hingað 18. nóvember þannig að þetta verður fljótt að líða...ég og Katinka förum svo til Amsterdam aðra helgina í desember þannig að ég verð komin heim á klakann fyrr en varir...

...lov jú all...
Stay black - Salinto!

27.10.06

...Og þá er maccinn...

...loksins loksins loksins kominn í hús...þetta er búin að vera ansi erfið fæðing en maccinn var vel þess virði...

...hef lítið annað að segja en að þetta jafnast á við kynlíf...hún er svo falleg þessi tölva að það er ekki einu sinni fyndið!! Og núna verð ég væntanlega mun duglegri að skrifa email...
Stay black - Salinto!

16.10.06

...Og eg bid enn...

...spennt eftir macca...hvad er malid med thessa dani!? Eg sver thad...mætti halda ad eg væri ad panta fikniefni til landsins...thad tæki samt orugglega styttri tima...
Stay black - Salinto!

2.10.06

...Og eg pantadi...

...mer macbook a laugardaginn...ooo...fæ hana eftir rumlega viku og get ekki bedid...get tha loksins farid ad skrifa a islensku...jeyj...rembdist vid ad klara eitt vidtal a utlensku lyklabordi a fostudaginn og thad var hreint helviti...tok forever!! Og eg tharf ad gera annad eins i thessari viku...uff...reynir a tholinmædina...but it's money...thad er thad sem skiptir mali...

...annars flutti Katinka inn til min i gær thar sem hun er heimilislaus akkurat nuna...ætla ad drifa mig heim til hennar...vid erum strax ordnar eins og gomul hjon...lovely...
Stay black - Salinto!